Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 4
4 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
TÓNLIST „Við erum að vinna að
athugun á minniháttar breytingum
sem gerðu það mögulegt að Íslenska
óperan hefði aðstöðu í húsinu,“ segir
Stefán Hermannsson, framkvæmda-
stjóri hjá Austurhöfn, sem byggir
tónlistarhúsið við Reykjavíkur-
höfn.
Að sögn Stefáns var frá upphafi
tekið tilliti til þess við hönnun tón-
listarhússins að þar væri hægt að
flytja óperur í uppfærslum sem ekki
krefðust mikils leikssviðsbúnaðar
og að flutt yrði ein ópera á ári.
„Hins vegar núna eftir hrunið
hefur verið ákveðið að reyna að
skaffa betri aðstöðu fyrir óperuna
svo hún gæti verið með flestar sínar
uppfærslur í húsinu. En það er ekki
búið að taka formlega ákvörðun,“
ítrekar Stefán og útskýrir að litlar
breytingar þurfi að gera á áhorf-
endasalnum sjálfum.
Þar hafi til dæmis alltaf verið
reiknað með hljómsveitargryfju og
hringsviði.
„Kostnaðaraukinn er alls ekki
mikill. Við erum ekki að breyta hús-
inu í óperuhús,“ segir Stefán. „Það
eina sem þarf er að gera ráð fyrir
skrifstofuaðstöðu og rými fyrir
sminki, hárgreiðslu og búningsher-
bergi. Þeir geta gert þetta að höfuð-
stöðvum sínum þangað til einhvern
tíma í framtíðinni að óperhús rís á
Íslandi.“ - gar
Austurhöfn TRH gerir áætlun um víðtækara notagildi á hafnarbakkanum:
Óperan hafi aðstöðu í tónlistarhúsinu
TÓNLISTARHÚSIÐ Í REYKJAVÍKURHÖFN Íslenska sinfónían fær hugsanlega fastan
félagsskap af Íslensku óperunni í nýja tónlistarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNMÁL Lagt er til að skoðað verði hvort
unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðils-
málum samhliða viðræðum um hugsanlega
aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) til
að styðja við gengi krónunnar, í drögum að
stjórnarfrumvarpi um aðildarumsókn sem
birt voru í gær.
Engar þreifingar hafa átt sér stað um
þessa lausn við ESB, segir Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra. Hann segir það
mat sérfræðinga sem stjórnvöld hafi ráðfært
sig við að slíkt geti verið mögulegt, þó að
pólitískan vilja þurfi af beggja hálfu. Hug-
myndir um slíkt samstarf hafi ekki verið
útfærðar nánar.
Drög að frumvarpinu voru kynnt forystu-
mönnum stjórnarandstöðuflokkanna á mið-
vikudag. Til stendur að frumvarpið verði
lagt fram á Alþingi um miðja næstu viku.
Össur ræddi drögin á fundum með for-
mönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks, og einum þingmanna Borgarahreyf-
ingarinnar, í gærmorgun.
„Ég lagði áherslu á að það væri einlæg-
ur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sem mestu
samráði um þetta mál, bæði í meðferð þings-
ins og þegar meðferð þingsins sleppir og lagt
verður í aðildarviðræðurnar,“ segir Össur.
Hann segir fundi með forsvarsmönnum
stjórnarandstöðuflokkanna hafa verið gagn-
lega, og hann muni eiga fleiri samtöl við ein-
hverja þeirra á næstu dögum. Nauðsynlegt
hafi verið að fá að kynna þeim drögin áður
en þau voru gerð opinber. Hann útilokar ekki
að breytingar verði gerðar á frumvarpinu
áður en það verði lagt fram.
Össur segir ljóst virðist vera að lengst sé
á milli sjónarmiða þingmanna Sjálfstæðis-
flokks og þess sem fram komi í tillögudrög-
unum. Styttra sé á milli stefnu Framsóknar-
flokks og þess sem fram komi í greinargerð
með tillögunni.
Borgarahreyfingin hefur sett fram þrjú
skilyrði fyrir stuðningi við frumvarpið,
segir Þór Saari, þingmaður flokksins. Þau
eru að umfjöllun um efni aðildarsamningsins
verði vönduð og hlutlaus, jafnt vægi atkvæða
í þjóðaratkvæðagreiðslu og að samninga-
nefndin verði fagleg og skipuð erlendum og
óháðum ráðgjöfum.
Verði skilyrðin uppfyllt með breytingum
á frumvarpinu í meðförum þingsins muni
þingmenn flokksins samþykkja það, en ann-
ars ekki, segir Þór. brjann@frettabladid.is
Skoða samstarf við ESB til
að styðja gengi krónunnar
Stjórnvöld vilja kanna samstarf til að styðja gengi krónunnar samhliða aðildarviðræðum að ESB. Nauðsyn-
legt var að kynna stjórnarandstöðu frumvarpsdrög áður en þau voru gerð opinber, segir utanríkisráðherra.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
21°
18°
21°
20°
15°
20°
18°
22°
15°
14°
23°
17°
23°
30°
17°
14°
27°
13°
12
13
17
10
14
13
12
10
14
14
14
3
3 4
8
5
8
7
7
4
4
4
18
18
SUNNUDAGUR
5-13 m/s, hvassast NV-
og SA-til.
12 14
8
1415
17
18
18
18
Á MORGUN
5-10 m/s.
6 8
6
10
14
FÍNASTA VEÐUR UM
HELGINA
Almennt má segja
að helgarveðrið verði
á hlýjum og sumar-
legum nótum. Hins
vegar byrjar að kólna
á Austurlandi strax á
morgun og síðan fer
að kólna á sunnudag
og mánudag á Vest-
fjörðum, norðan til og
austan. Þá verður hlýj-
ast suðvestan lands.
Ástæðan er að hann
hallast smám saman í
norðrið þó vindur verði
reyndar hægur.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
STJÓRNMÁL Drög að stjórnar-
frumvarpi um aðildarviðræður
við Evrópusambandið uppfylla
ekki skilyrði sem flokksþing
Framsóknar-
flokksins setti,
segir Sig-
mundur Davíð
Gunnlaugs-
son, formaður
Framsóknar-
flokksins.
Gera má ráð
fyrir fjölmörg-
um athuga-
semdum við
frumvarpið frá þingmönnum
flokksins í meðförum þingsins.
Ekki gangi upp að fela ríkis-
stjórninni einni umboð til við-
ræðna.
„Ég hef áhyggjur af því að það
verði löng umræða um þetta,
þegar heldur ætti að nota sumar-
þingið til að grípa til aðgerða í
efnahagsmálum,“ segir Sigmund-
ur. - bj
Frumvarp um ESB-viðræður:
Skilyrðin ekki
verið uppfyllt
SIGMUNDUR DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
ÁHERSLA Á FORRÆÐI YFIR AUÐLINDUM
DRÖGIN KYNNT Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi drögin við stjórnarandstöðuflokana í gær. Þór
Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir að hreyfingin hafi sett þrjú skilyrði fyrir stuðningi.
Stjórnvöld munu leggja fyrir
Alþingi tillögu um að ríkisstjórn-
in leggi inn umsókn að Evrópu-
sambandinu og að haldin verði
þjóðaratkvæðagreiðsla um
væntanlegan aðildarsamning.
Í greinargerð með drögum að
tillögunni er fjallað nánar um
framkvæmdina. Þar segir meðal
annars:
■ Hafa á víðtækt samráð við
hags munaaðila um samn-
ingsmarkmið fyrir aðildar-
viðræðurnar og leitast við
að ná breiðri samstöðu um
viðræðugrundvöll.
■ Samhliða frumvarpi um
aðildar umsókn verður lagt
fram frum varp um þjóðar-
atkvæðagreiðslur.
■ Skoða á hvort hægt verði að
ná fram samstarfi í gjald-
eyrismálum til að styðja við
gengi krónunnar samhliða
aðildarviðræðum.
■ Ríkisstjórn Íslands mun
skipa viðræðunefnd við ESB.
Nefndinni til fulltingis verði
samráðshópur fulltrúa hags-
munaaðila.
■ Meðal grundvallarhagsmuna
Íslands er að tryggja forræði
þjóðarinnar yfir vatns- og
orkuauðlindum, fiskveiðiauð-
lindinni, að tryggja landbún-
aðinn og að standa vörð
um réttindi launa fólks og
vinnurétt.
■ Stjórnvöld áskilja sér rétt til
að mæla með eða leggjast
gegn samningnum enda
margvíslegir fyrirvarar við
stuðning við aðild.
■ Stjórnvöld telja heppilegt að
skipuð verði sérstök Evrópu-
nefnd Alþingis sem farið gæti
með sam skipti við viðræðu-
nefnd við ESB, en láta Alþingi
eftir að hlutast til um að slík
Evrópunefnd verði skipuð.
DÓMSMÁL Tveir piltar og stúlka
hafa verið ákærð fyrir að ráðast
saman á ungan mann í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands í lok janúar í ár.
Ungmennin slógu fórnarlambið og
spörkuðu í það. Annar pilturinn
beit manninn þar að auki í hönd-
ina. Þolandinn krefst 785 þúsund
króna í bætur frá fólkinu.
Piltarnir tveir voru í lok mars
dæmdir á tveggja mánaða skil-
orð fyrir aðra líkamsárás sem
þeir frömdu á Selfossi í fyrra.
Þá kýldu þeir mann þrívegis og
börðu hann með kúbeini. Mennta-
málaráðherra bað skólayfirvöld
fyrir skemmstu um að endur-
skoða þá ákvörðun sína að vísa
piltunum ekki úr skóla. - sh
Ofbeldismenn aftur fyrir dóm:
Ákærð fyrir í
ofbeldi í FSu
GENGIÐ 14.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
210,6144
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,89 127,49
191,32 192,26
172,03 172,99
23,095 23,231
19,373 19,487
15,974 16,068
1,3315 1,3393
192,43 193,57
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR