Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 32
15. MAÍ 2009 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● eurovision
R ómarferðin stendur svolítið upp úr í minningunni. Með
Eyva og Stebba að syngja Nínu
1991. Pétur Kristjánsson var með
okkur og hann gerði ferðina ger-
samlega ógleymanlega. Það er nú
ekki flóknara en það.“ Þetta segir
Eva Ásrún Albertsdóttir, spurð um
bestu minninguna úr Eurovision-
ferðum. Hún hefur farið fjórum
sinnum sem bakraddarsöngkona
fyrir Íslands hönd, 1989 til Laus-
anne í Sviss með lagið Það sem enginn sér, 1991 til Rómar með Nínu,
1993 til Millstreet í Írlandi með Þá veistu svarið og 1994 til Dublin í Írlandi
með Nætur. Allar fjórar ferðirnar voru skemmtilegar að sögn Evu Ásrúnar.
„Mikið ævintýri. Spenna í loftinu. Góð blanda af vinnu og gleði.“ - gun
Besta minningin
Það hefur verið í nógu að snúast hjá íslenska Eurovision-hópnum í Moskvu. Þrotlaus undirbúning-
ur skilaði frábærum árangri í undanúrslitunum á þriðjudagskvöld og nú er verið að hnýta síðustu
lausu endana fyrir úrslitin annað kvöld. Meðfram þessu öllu hefur íslenski hópurinn sótt ótal
samkvæmi og drukkið í sig Eurovision-stemninguna. Við fengum fulltrúa okkar í Moskvu til að spá í
spilin fyrir annað kvöld.
Íslendingarnir spá í spilin
Hera Björk Þórhallsdóttir
söngkona
1. Noregur
2. Bosnía
3. Ísland
4. Armenía
5. Úkraína
Yesmine Olsson
einkaþjálfari og
sviðsetningarstjóri
1. Noregur
2. Spánn
3. Ísland
4. Úkraína
5. Aserbaídsjan
Óskar Páll Sveinsson
lagahöfundur
1. Noregur
2. Frakkland
3. Tyrkland
4. Bosnía
5. Ísland
Hallgímur Jensson
sellóleikari
1. Bosnía
2. Ísland
3. Tyrkland
4. Eistland
5. Armenía
Erna Hrönn Ólafsdóttir
söngkona
1. Noregur
2. Ísland
3. Armenía
4. Frakkland
5. Bosnía
Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir söngkona
1. Úkraína
2. Spánn
3. Tyrkland
4. Rúmenía
5. Bosnía
Börkur Hrafn Birgisson
gítarleikari
1. Ísland
2. Eistland
3. Portúgal
4. Noregur
5. Frakkland
Elín Reynisdóttir
förðunarmeistari
1. Ísland
2. Noregur
3. Bosnía
4. Úkraína
5. Þýskaland
Margrét Einarsdóttir
búningahönnuður
1. Noregur
2. Ísland
3. Armenía
4. Bosnía
5. Þýskaland
Friðrik Ómar Hjörleifs-
son söngvari
1. Noregur
2. Frakkland
3. Grikkland
4. Ísland
5. Tyrkland
Tinatin Japaridze
lagahöfundur
1. ??
2. Noregur
3. Eistland
4. Portúgal
5. Ísland
Chris Neil
lagahöfundur
1. Ísland
2. Ísland
3. Ísland
4. Ísland
5. Ísland
„Miðað við hvernig Jóhanna stóð
sig í undankeppninni þarf ekki
að ráðleggja henni með neitt, hún
hefur þetta allt saman,“ svarar
söngkonan Helga Möller, spurð
hvort hún hafi ekki einhver góð
ráð handa Jóhönnu fyrir aðal-
keppnina. „Fólk finnur alltaf til
einhvers konar spennings en hann
hjálpar bara til.“
Helga er bjartsýn fyrir laugar-
daginn og trúir ekki öðru en að ís-
lenski hópurinn lendi í einhverju
af tíu efstu sætunum. „Það small
eitthvað algjörlega hjá þeim í
undan keppninni. Ef þau halda því
verða þau alveg örugglega ofar-
lega.“
Hún segist fá kitl í magann við
tilhugsunina um Eurovision. „Það
er ótrúleg lífsreynsla að taka þátt í
þessari keppni. Að standa frammi
fyrir milljónum manna og syngja
fyrir þjóðina sína, það er töfrum
líkast.“ - hhs
Jóhanna hefur allt sem til þarf
Helga Möller var einn af flytjendum Gleðibankans, eins vinsælasta framlags Íslands
til Eurovision. Hér er hún á milli þeirra Pálma Gunnarssonar og Eiríks Haukssonar.
„Það er búinn til ævintýraheimur utan
um keppnirnar,“ segir Eva Ásrún sem
hefur tekið þátt í Eurovision-keppninni
fjórum sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Þ að er heppni með okkur núna,“ segir Sigríður Klingen-
berg spákona, sem hefur tröllatrú
á að Norðurlandaþjóðirnar komi
sterkt inn í keppnina í ár.
Spurð um frammistöðu
Íslands segir hún: „Jó-
hanna er frábær
en kjóllinn sem
hún klæðist
er ekki alveg
að gera sig
þar sem
hann
minnir
helst á bollu-
vönd.“
Sigríður segist svo vilja beina
eftirfarandi tilmælum til þjóðar-
innar: „Allir verða að hugsa til Jó-
hönnu af öllu afli þegar hún verð-
ur á sviðinu í Moskvu.“ Hún bætir
við að í orðum séu fólgin álög og
hefur í tilefni af þátttöku Íslands
í Eurovision ort álagaljóð sem
hljóðar svo:
Megi íslenska þjóðin
á aflið sitt trúa
í þessari orku
er gott að búa.
Megum við lífskraftinn finna
og Eurovision vinna.
Við getum alls ekki
beðið um minna.
- vg
Hefur ort álagaljóð
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki