Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 30
15. MAÍ 2009 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● eurovision
Dómnefndir taka aftur til starfa í lokakeppni
Eurovison-söngvakeppninnar annað
kvöld, eftir samanlagða tólf ára fjar-
veru.
Í fyrsta sinn í sögu keppninnar hefur
verið brugðið á það ráð að fá sérfræð-
inga úr tónlistargeiranum en ekki full-
trúa úr röðum almennings til að dæma.
Atkvæði hverrar dómnefndar koma til
með að hafa helmingsvægi á móti atkvæðum í sjón-
varpskosningunum.
Þegar liggur ljóst fyrir hverjir eiga sæti í írsku,
frönsku og bresku dómnefndunum. Linda Martin,
sigurvegari keppninnar frá 1992, og Paul Harring-
ton, sigurvegarinn 1994, munu eiga sæti í þeirri
írsku, og Corrine Hermès, sigurvegarinn frá
1983 í þeirri frönsku, svo dæmi séu nefnd.
Dómnefndir snúa aftur
Ætli dómnefndir
verði hliðholl-
ar Portúgal á
morgun? Margir spá Norðmanninum
Alexander Rybak sigri í Euro-
vision á morgun. Tyrkneska
laginu er einnig spáð góðu
gengi.
Allt frá því að úrslitin úr forkeppn-
um þjóðanna sem taka þátt í Euro-
vision-keppninni lágu fyrir hafa
veðbankar spáð hinum norska Al-
exander Rybak sigri. Alexander
er fæddur 1986 í Hvíta-Rússlandi,
en ólst upp í Nesodden rétt fyrir
utan Ósló og hefur spilað á fiðlu og
píanó frá fimm ára aldri. Hann hóf
síðar að semja tónlist og syngja,
en hann samdi sjálfur keppnis-
lag sitt, Fairytale, þar sem hann
spilar bæði á fiðlu og syngur. Al-
exander er enginn nýgræðingur í
tónlistarheiminum því hann hefur
unnið til fjölda verðlauna, spilað
með heimsþekktum fiðluleikur-
um á borð við Pinchas Zukerman,
verið konsertmeistari Ung Sym-
foni í Bergen og leikið fiðlarann í
Fiðlaranum á þakinu í Ósló.
Hin tyrkneska Hadise hefur
einnig vakið mikla athygli og
spá flestir veðbankar henni 2. til
3. sæti. Hadise fæddist í Belgíu
árið 1985 og var fyrst uppgötvuð
í Idol þar í landi árið 2003. Síðan
þá hefur hún gefið út tvær plötur,
hlotið TMF-verðlaunin í Belgíu og
lög hennar hafa náð miklum vin-
sældum bæði í Belgíu og Tyrk-
landi. Belgískir og tyrk-
neskir fjölmiðlar
fjalla nú um að
Hadise sé byrj-
uð með aðalhöf-
undi lagsins, en
þau hafa meðal
annars sést leið-
ast hönd í hönd í sam-
kvæmum á Euroklúbbnum í
Moskvu.
Grikkjanum Sakis
Rouvas hefur einn-
ig verið spáð góðu
gengi og er yfir-
leitt í 2. til 5. sæti
í veðbönkum.
Sakis syngur lagið
This Is Our Night
og að sögn grískra
fjölmiðla tekur hann ekki annað
í mál en að vinna keppnina í ár.
Mörgum þykir þó mikið hneyksli
að Sakis eigi sér nokkurs konar
bandamann í rússnesku dóm-
nefndinni, en yfirmaður hennar er
Filip Kirkorov sem tók upp dúett
með Sakis fyrir nokkrum árum og
varð það lag mjög vinsælt í Grikk-
landi. Kirkorov þykir einnig hafa
brotið traust með því að
bjóða hinum norska Al-
exander Rybak heim til
sín í mat og er nú verið
að skoða hvort honum
verði vikið úr rússnesku
dómnefndinni.
Í flestum veðbönkum
hefur Ísland færst ofar eftir
gott gengi í undankeppninni
á þriðjudaginn og er nú
oftast spáð fimmta
til tólfta sæti. - ag
Norskur sigur í uppsiglingu?
Keppendur gera allt
til að vekja athygli.
Dita Von Teese mun til
dæmis dansa við þýska
lagið.
Alexander Rybak og fylgdarlið hans þykir sigurstranglegt í Eurovision.
NORDICPHOTOS/GETTY
Söngkonan Hadise hefur vakið mikla
athygli og er spáð góðu gengi.
NORDICPHOTOS/GETTY
Grikkinn Sakis Rouvas ætlar sér að
vinna keppnina. NORDICPHOTOS/AFP
Páll Óskar Hjálmtýsson heldur sitt árlega Euro-
vision-partý á Nasa á laugardag þegar úrslitin í
Moskvu verða ljós. Og hann verður síður en svo
einn um hituna.
„Nei, þetta verða allar þessar íslensku kjarnorku-
sprengjur, Selma Björns, Stebbi og Eyfi, Einar
Ágúst og Telma, Icy-tríóið og Haffi Haff,“ segir
Páll. Þrátt fyrir að þetta sé sjöunda árið sem Páll
blæs til þessarar miklu Eurovision-veislu á hún sér
tíu ára sögu. „Ég var að vinna á Spotlight árið 1999
þegar þjóðin óð út á götu og fagnaði silfrinu hennar
Selmu Björns. Það varð allt tjúllað og ég ákvað að
taka með mér allar Eurovision-plöturnar sem ég
átti í fórum mínum. Í sjö tíma samfleytt gat ég spil-
að þessa tónlist án þess að nokkur missti móðinn,“
segir Páll.
Páll fylgist mikið með keppninni og segir að
menn eigi ekki að láta það koma sér í opna skjöldu
að gömlu austantjaldslöndunum gangi svona vel um
þessar mundir. „Þessi lönd eru að senda sitt allra
besta fólk enda er þetta ákveðinn stökkpallur fyrir
þessi lönd.“ Hann bætir því við að Norðurlöndin hafi
verið í svipuðum málum á áttunda og níunda ára-
tugnum en Abba hafi opnað stórar og miklar dyr
með sigri sínum fyrir 35 árum. - fgg
Hr. Eurovision heldur partí
Veisla Páls Óskars á
Nasa þykir einstök.
Sjöunda á svið
J óhann Guðrún verður sjöunda á svið annað kvöld og ætti það að geta orðið henni happa-
drjúgt enda talan sjö lengi verið talin heillatala.
Talan kemur víða fram í Biblíunni en samkvæmt
henni táknar hún Guð og heiminn. Talan þrír er
tala Guðs og fjórir tala heimsins. Fjórir plús þrír
eru sjö og því er sjö talin heilög tala. Þá eru dagar
sköpunarinnar sjö en skaparinn hvíldist á sjöunda
degi. Eins eru höfuðdyggðirnar sjö en þær eru
trú, von, kærleikur, viska, hófsemi, hugrekki og
réttlæti.
Grikkir til forna sáu fyrir sér sjö himna og því
er talað um að vera í sjöunda himni. Talan sjö
var hin fullkomna heild og aldrei að vita nema Jó-
hanna Guðrún verði í sjöunda himni að keppninni
lokinni á morgun. - ve