Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 52
28 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is …það er líka dans á rósum … er yfirskrift ljósmyndasýn- ingar sem verður opnuð á morgun í Ljósmynda safni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Þar verða í fyrirrúmi auglýsingaljósmyndir sem teknar voru á öndverðum viðreisnar árunum, sjöunda áratugnum, þeim umbylt- ingarsama tíma í íslensku samfélagi. Sýningin varð til í samstarfi Ljós- myndasafnsins og og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Sýningarstjórar hennar eru þau Guðmundur Oddur Magnús- son, prófessor í grafískri hönnun, og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, fag- stjóri vöruhönnunar. Rétt eins og m eðfylgjandi mynd af fegurðardrottningunni og fyrir- sætunni Sirrý Geirs ber með sér má sjá margt spennandi á sýningunni: andstæðurnar í samfélaginu voru miklar: eftir langt tímabil skömmt- unar eftirstríðsáranna tók vöru- úrval að aukast og sumt varð til af litlu. Nýr neysluhópur tók að láta á sér kræla, kynslóðin, sem fæddist á mölinni á stríðsárunum og fram undir þær pólitísku breytingar sem urðu í samfélaginu seint á sjötta áratugnum, var ný í augum heims- ins, stigin upp úr hildarleik kreppu og stríðs sem hafði markað þá sem fyrir fóru. Guðmundur segir svo í sýningar- skrá sinni: „Unglingamenning er að verða til eftir rokkbyltinguna. Fer- skir vindar blása. Íslenska þjóðin er flutt úr sveitinni til borgarinnar. Hún saknar reyndar sveitarinnar. Það var sungið „Manstu litlu lömb- in“ eða „Ég vil fara upp í sveit“. En það var horft til framtíðar og íslenskur iðnaður var það sem allt snerist um ásamt tengingunni við lífsstíl. Þannig verða þessar mynd- ir til. Orðið hönnun er glænýtt í íslenskri tungu, ferskt og ónotað. Það er sprottin fram ný kynslóð með öðruvísi viðhorf. Þau geta ekki setið á sama hátt og foreldrarnir. Þau vilja öðruvísi stóla. Þau eru táning- ar í kringum 1960.“ Og eftir að þau eru komin til er allt breytt. Sýningin verður opnuð á laugar- dag og varir til loka ágúst. Hún er hluti af dagskrá Listahátíðar og er opin virka daga frá 12-19 og frá kl. 13-17 um helgar. Aðgangur er ókeypis. pbb@frettabladid.is Lífið er ekki bara leikur LJÓSMYNDIR Sirrý Geirs á hvítri gæru. Ímyndarljósmynd fyrir sútunariðnaðinn notuð á kassa utan um gæruskinn. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR – PÉTUR Ó. ÞORSTEINSSON. Ragnar Kjartansson kynnti á miðvikudag hugmyndir sínar um sýningarskólann íslenska á tvíæringnum í Feneyjum í sumar. Þar verður hann staðsettur frá sumarbyrjun fram í nóvember. Er kominn með íbúð og verður við vinnu á hverjum degi, meðan fjórtándu aldar salurinn sem hýsir íslenska framlagið verður opinn, og málar módelið sitt sem verður alla daga í sama búningnum: sundskýlu, með bjórdós í hendi og reykjandi sígarettu. Það er ýmislegt á sig lagt fyrir listina. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar stendur fyrir framlagi Íslendinga á Feneyjatvíæringinn og Ragnar segist hafa fengið nóga peninga frá íslenku þjóðinni og gallerí- um sínum heima og í útlöndum til að standa í útgerðinni suður í Lóni. Hann sýnir að auki myndbandsverk sem voru unnin í Klettafjöllunum. Það verður því alþjóðlegur svipur á árekstrum þessara ólíku veruleika: málarans í sal með módel að mála með olíu verk sem hlaðast öll upp í hauga og myndbands- verki úr sígildu fjallendi rómant- íkurinnar. Ragnar segist vera amatörmál- ari en hann hafi gaman af að mála. Framlag hans er þannig í senn innsetning og gerningur og svo er hverjum frjálst að spá í hvað þetta þýðir en efnið segir hann vera endalok karlmannsins. Sýningarstjórar er Markús Andrés- son og Dórothea Kirchner. Í tengslum við sýninguna kemur út bók hjá forlaginu Hatje Kantz um listsköpun Ragnars. Endalok karlmannsins í Feneyjum MYNDLIST Ragnar Kjartans- son bregður ekki út af vananum í myndlist sinni. > Ekki missa af Sýningunum Yndisleg skrímsli og Sólarupprás í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu lýkur nú á sunnudag. Yndisleg skrímsli er sýning hins danska Karavana- hóps. Hópurinn hefur starfað í fimmtán ár og samanstendur af atvinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlistarfólks. Sólarupprás í Vatnsmýrinni er sýning listamanna frá Sól- heimum. Laugardag kl. 13. Félag áhugamanna um heimspeki og Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós stendur fyrir málþingi um kín- verska heimspeki frá kl. 13 til 15. Tilefnið er útgáfa Hugar, tímarits um heimspeki sem helgað er kín- verskri heimspeki. Málþingið fer fram í Odda, húsi félagsvísinda við HÍ, stofu 101. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 15. maí 2009 ➜ Tónleikar 20.00 The Psyke Project spilar í Molanum, menningar- og tómstunda- miðstöð við Hábraut 2, Kópavogi. Einnig koma fram Dormah, Muck og Skítur. 21.00 Sudden Weather Change held- ur útgáfutónleika á Grand Rokk við Smiðjustíg. Einnig koma fram Skátar og BoB. Húsið opnað kl. 21. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir Próflokadjamm X-977 verður á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Agent Fresco, Mammút, Technobandið Stefán og hr. Geir Ólafsson. Húsið opnað kl. 22. ➜ Síðustu Forvöð Veggspjöld eftir Svavar Pétur Eysteins- son eru til sýnis í Bókabúðinni, vinnu- rými Skaftfells, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Sýningu lýkur á sunnudag. Sýningu Elínar Hansdóttur Parallax í Listasafni Reykavíkur við Tryggvagötu, lýkur á sunnudaginn. Opið daglega kl. 10-17, fimmtudaga til kl. 22. Sýningunum Fabulous Monsters og Sólar upprás í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu við Sturlugötu, lýkur á sunnu- daginn. Sýningin er hluti af hátíðinni List án landamæra. Opið þri.-sun. kl. 12-17. ➜ Dans 20.00 Útskriftarnemendur dansbrautar leiklistardeildar LHÍ sýna dansverkið Deadhead‘s Lament í Hafnarfjarðarleik- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. ➜ Handverkssýning Handverkssýningin verður opnuð í Félagsmiðstöðinni við Vitatorg, Lindargötu 59. Opið kl. 13-16, fös., lau. og mán. ➜ Fyrirlestrar 11.00 Rance Cleveland flytur erindið „Validating Autom- otive Control Software using Instrumentation- Based Verification“ hjá HR, Kringlunni 1 (gamla Morgun- blaðshúsinu). 12.00 Guðfræðistofnun býður upp á almennan fyrirlestur með Metropolitan Kallistos Ware. Yfirskrift fyrirlestrarins er „Orthodox spirituality“ og fer fram í kapellu Háskóla Íslands (aðalbyggingu). Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. 20.00 Fred B. Róbertsson flytur kynn- ingarfyrirlestur um heimsmynd Martin- usar í Norræna húsinu við Sturlugötu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Tónlist 17.00 Nemendur úr ýmsum deildum tónlistarskólans á Akureyri flytja tónlist í Eymundsson við Hafnarstræti á Akur- eyri. 20.00 Tríó Romance verður með tón- leika í Dalvíkurkirkju. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir C. Debussy, G. Migot og Sigfús Halldórsson. 20.00 Koralkórinn, Älta-Cantaton/ Havssångarna frá Svíþjóð ásamt Skál- holtskórnum og Karlakór Hreppamanna halda söngskemmtun í Skálholtskirkju, Biskupstungum. Á efnisskrá kóranna er bæði trúarleg og veraldleg tónlist. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Myndlist Guðmunda Kristinsdóttir hefur opnað sýninguna „Konur, hvaðan koma þær - hvert eru þær að fara“, í Saltfisksetri Íslands við Hafnargötu í Grindavík. Opið alla daga kl. 11-18. Erla Þorleifsdóttir og Stefán Bjarnason hafa opnað málverkasýningu í sal hjá Félagsþjónustunni í Hæðargarði 31. Opið virka daga kl. 9-16 og um lau. og sun. kl. 14-17. Enginn aðgangseyrir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags, Skírnir, er komið út, vorhefti 2009. Rit- stjóri er Halldór Guðmunds- son bókmenntafræðingur. Heftið er að stóru helgað ástandinu í efnahagskerfum heimsins: Már Guðmunds- son skrifar stóra grein um alþjóðlegu fjármálakrepp- una og hvernig hún tengist ástandinu hér á landi. Guð- rún Nordal íhugar líkindi með Sturlungaöld og okkar daga, og Úlfur Bragason skoðar Flugumýrar brennu sem kemur líka við sögu í ritdómi Dagnýjar Kristj- ánsdóttur um Ofsa Einars Kárasonar. Heimspeking- arnir Páll Skúlason og Stefán Snævarr fjalla um hin and- legu gildi okkar daga. Margt fleira er að vanda: Jónas Hallgrímsson, Völuspá og dróttkvæði eru í umræð- unni en meðal annarra höf- unda í heftinu, sem er 250 blaðsíður, eru Sveinbjörn Rafnsson, Tryggvi Gísla- son, Bergsveinn Birgisson, Magnús Sigurðsson, Guðni Elísson og Einar Hreinsson. Og er þá ekki allt upp talið. Skírnir kominn út NUDD Verð frá 1690.- Selásbraut 98 110 Árbæ S:577 3737 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Creature - gestasýning Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Kardemommubærinn Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.