Fréttablaðið - 15.05.2009, Síða 52
28 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
…það er líka dans á rósum …
er yfirskrift ljósmyndasýn-
ingar sem verður opnuð á
morgun í Ljósmynda safni
Reykjavíkur í Grófarhúsi.
Þar verða í fyrirrúmi
auglýsingaljósmyndir sem
teknar voru á öndverðum
viðreisnar árunum, sjöunda
áratugnum, þeim umbylt-
ingarsama tíma í íslensku
samfélagi.
Sýningin varð til í samstarfi Ljós-
myndasafnsins og og hönnunar-
og arkitektúrdeildar Listaháskóla
Íslands. Sýningarstjórar hennar
eru þau Guðmundur Oddur Magnús-
son, prófessor í grafískri hönnun, og
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, fag-
stjóri vöruhönnunar.
Rétt eins og m eðfylgjandi mynd
af fegurðardrottningunni og fyrir-
sætunni Sirrý Geirs ber með sér má
sjá margt spennandi á sýningunni:
andstæðurnar í samfélaginu voru
miklar: eftir langt tímabil skömmt-
unar eftirstríðsáranna tók vöru-
úrval að aukast og sumt varð til af
litlu. Nýr neysluhópur tók að láta á
sér kræla, kynslóðin, sem fæddist
á mölinni á stríðsárunum og fram
undir þær pólitísku breytingar sem
urðu í samfélaginu seint á sjötta
áratugnum, var ný í augum heims-
ins, stigin upp úr hildarleik kreppu
og stríðs sem hafði markað þá sem
fyrir fóru.
Guðmundur segir svo í sýningar-
skrá sinni: „Unglingamenning er að
verða til eftir rokkbyltinguna. Fer-
skir vindar blása. Íslenska þjóðin
er flutt úr sveitinni til borgarinnar.
Hún saknar reyndar sveitarinnar.
Það var sungið „Manstu litlu lömb-
in“ eða „Ég vil fara upp í sveit“.
En það var horft til framtíðar og
íslenskur iðnaður var það sem allt
snerist um ásamt tengingunni við
lífsstíl. Þannig verða þessar mynd-
ir til. Orðið hönnun er glænýtt í
íslenskri tungu, ferskt og ónotað.
Það er sprottin fram ný kynslóð með
öðruvísi viðhorf. Þau geta ekki setið
á sama hátt og foreldrarnir. Þau
vilja öðruvísi stóla. Þau eru táning-
ar í kringum 1960.“ Og eftir að þau
eru komin til er allt breytt.
Sýningin verður opnuð á laugar-
dag og varir til loka ágúst. Hún
er hluti af dagskrá Listahátíðar og
er opin virka daga frá 12-19 og frá
kl. 13-17 um helgar. Aðgangur er
ókeypis. pbb@frettabladid.is
Lífið er ekki bara leikur
LJÓSMYNDIR Sirrý Geirs á hvítri gæru. Ímyndarljósmynd fyrir sútunariðnaðinn notuð
á kassa utan um gæruskinn. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR – PÉTUR Ó. ÞORSTEINSSON.
Ragnar Kjartansson kynnti á
miðvikudag hugmyndir sínar
um sýningarskólann íslenska á
tvíæringnum í Feneyjum í sumar.
Þar verður hann staðsettur frá
sumarbyrjun fram í nóvember.
Er kominn með íbúð og verður
við vinnu á hverjum degi, meðan
fjórtándu aldar salurinn sem hýsir
íslenska framlagið verður opinn,
og málar módelið sitt sem verður
alla daga í sama búningnum:
sundskýlu, með bjórdós í hendi
og reykjandi sígarettu. Það er
ýmislegt á sig lagt fyrir listina.
Kynningarmiðstöð íslenskrar
myndlistar stendur fyrir framlagi
Íslendinga á Feneyjatvíæringinn
og Ragnar segist hafa fengið
nóga peninga frá íslenku þjóðinni og gallerí-
um sínum heima og í útlöndum til að standa
í útgerðinni suður í Lóni. Hann
sýnir að auki myndbandsverk sem
voru unnin í Klettafjöllunum. Það
verður því alþjóðlegur svipur á
árekstrum þessara ólíku veruleika:
málarans í sal með módel að
mála með olíu verk sem hlaðast
öll upp í hauga og myndbands-
verki úr sígildu fjallendi rómant-
íkurinnar.
Ragnar segist vera amatörmál-
ari en hann hafi gaman af að
mála. Framlag hans er þannig
í senn innsetning og gerningur
og svo er hverjum frjálst að spá
í hvað þetta þýðir en efnið segir
hann vera endalok karlmannsins.
Sýningarstjórar er Markús Andrés-
son og Dórothea Kirchner. Í
tengslum við sýninguna kemur út bók hjá
forlaginu Hatje Kantz um listsköpun Ragnars.
Endalok karlmannsins í Feneyjum
MYNDLIST Ragnar Kjartans-
son bregður ekki út af
vananum í myndlist sinni.
> Ekki missa af
Sýningunum Yndisleg skrímsli
og Sólarupprás í Vatnsmýrinni
í Norræna húsinu lýkur nú á
sunnudag. Yndisleg skrímsli er
sýning hins danska Karavana-
hóps. Hópurinn hefur starfað í
fimmtán ár og samanstendur
af atvinnuleikhúsi, hljómsveit
og hópi myndlistarfólks.
Sólarupprás í Vatnsmýrinni
er sýning listamanna frá Sól-
heimum.
Laugardag kl. 13.
Félag áhugamanna um heimspeki
og Konfúsíusarstofnunin Norður-
ljós stendur fyrir málþingi um kín-
verska heimspeki frá kl. 13 til 15.
Tilefnið er útgáfa Hugar, tímarits
um heimspeki sem helgað er kín-
verskri heimspeki. Málþingið fer
fram í Odda, húsi félagsvísinda við
HÍ, stofu 101.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 15. maí 2009
➜ Tónleikar
20.00 The Psyke Project spilar í
Molanum, menningar- og tómstunda-
miðstöð við Hábraut 2, Kópavogi. Einnig
koma fram Dormah, Muck og Skítur.
21.00 Sudden Weather Change held-
ur útgáfutónleika á Grand Rokk við
Smiðjustíg. Einnig koma fram Skátar
og BoB. Húsið opnað kl. 21. Aðgangur
ókeypis.
➜ Dansleikir
Próflokadjamm X-977 verður á Sódómu
Reykjavík við Tryggvagötu. Agent Fresco,
Mammút, Technobandið Stefán og hr.
Geir Ólafsson. Húsið opnað kl. 22.
➜ Síðustu Forvöð
Veggspjöld eftir Svavar Pétur Eysteins-
son eru til sýnis í Bókabúðinni, vinnu-
rými Skaftfells, menningarmiðstöð á
Seyðisfirði. Sýningu lýkur á sunnudag.
Sýningu Elínar Hansdóttur Parallax í
Listasafni Reykavíkur við Tryggvagötu,
lýkur á sunnudaginn. Opið daglega kl.
10-17, fimmtudaga til kl. 22.
Sýningunum Fabulous Monsters og
Sólar upprás í Vatnsmýrinni í Norræna
húsinu við Sturlugötu, lýkur á sunnu-
daginn. Sýningin er hluti af hátíðinni List
án landamæra. Opið þri.-sun. kl. 12-17.
➜ Dans
20.00 Útskriftarnemendur dansbrautar
leiklistardeildar LHÍ sýna dansverkið
Deadhead‘s Lament í Hafnarfjarðarleik-
húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
➜ Handverkssýning
Handverkssýningin verður
opnuð í Félagsmiðstöðinni við
Vitatorg, Lindargötu 59. Opið kl.
13-16, fös., lau. og mán.
➜ Fyrirlestrar
11.00 Rance Cleveland flytur
erindið „Validating Autom-
otive Control Software
using Instrumentation-
Based Verification“ hjá HR,
Kringlunni 1 (gamla Morgun-
blaðshúsinu).
12.00 Guðfræðistofnun
býður upp á almennan fyrirlestur
með Metropolitan Kallistos Ware.
Yfirskrift fyrirlestrarins er „Orthodox
spirituality“ og fer fram í kapellu
Háskóla Íslands (aðalbyggingu). Allir
velkomnir og enginn aðgangseyrir.
20.00 Fred B. Róbertsson flytur kynn-
ingarfyrirlestur um heimsmynd Martin-
usar í Norræna húsinu við Sturlugötu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
➜ Tónlist
17.00 Nemendur úr ýmsum deildum
tónlistarskólans á Akureyri flytja tónlist
í Eymundsson við Hafnarstræti á Akur-
eyri.
20.00 Tríó Romance verður með tón-
leika í Dalvíkurkirkju. Á efnisskránni
eru m.a. verk eftir C. Debussy, G. Migot
og Sigfús Halldórsson.
20.00 Koralkórinn, Älta-Cantaton/
Havssångarna frá Svíþjóð ásamt Skál-
holtskórnum og Karlakór Hreppamanna
halda söngskemmtun í Skálholtskirkju,
Biskupstungum. Á efnisskrá kóranna
er bæði trúarleg og veraldleg tónlist.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
➜ Myndlist
Guðmunda Kristinsdóttir hefur opnað
sýninguna „Konur, hvaðan koma þær
- hvert eru þær að fara“, í Saltfisksetri
Íslands við Hafnargötu í Grindavík. Opið
alla daga kl. 11-18.
Erla Þorleifsdóttir og Stefán Bjarnason
hafa opnað málverkasýningu í sal hjá
Félagsþjónustunni í Hæðargarði 31.
Opið virka daga kl. 9-16 og um lau. og
sun. kl. 14-17. Enginn aðgangseyrir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Tímarit Hins íslenska bók-
menntafélags, Skírnir, er
komið út, vorhefti 2009. Rit-
stjóri er Halldór Guðmunds-
son bókmenntafræðingur.
Heftið er að stóru helgað
ástandinu í efnahagskerfum
heimsins: Már Guðmunds-
son skrifar stóra grein um
alþjóðlegu fjármálakrepp-
una og hvernig hún tengist
ástandinu hér á landi. Guð-
rún Nordal íhugar líkindi
með Sturlungaöld og okkar
daga, og Úlfur Bragason
skoðar Flugumýrar brennu
sem kemur líka við sögu í
ritdómi Dagnýjar Kristj-
ánsdóttur um Ofsa Einars
Kárasonar. Heimspeking-
arnir Páll Skúlason og Stefán
Snævarr fjalla um hin and-
legu gildi okkar daga.
Margt fleira er að vanda:
Jónas Hallgrímsson, Völuspá
og dróttkvæði eru í umræð-
unni en meðal annarra höf-
unda í heftinu, sem er 250
blaðsíður, eru Sveinbjörn
Rafnsson, Tryggvi Gísla-
son, Bergsveinn Birgisson,
Magnús Sigurðsson, Guðni
Elísson og Einar Hreinsson.
Og er þá ekki allt upp talið.
Skírnir
kominn út
NUDD
Verð frá
1690.-
Selásbraut 98
110 Árbæ S:577 3737
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak
Creature - gestasýning
Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks
Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík
Kardemommubærinn
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki