Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 2
2 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
SKIPULAGSMÁL „Við búum alveg
hræðilega,“ segir Már Vilhjálms-
son, rektor Menntaskólans við
Sund. Vegna plássleysis stendur
til að rífa eina álmu skólans og
byggja nýtt hús.
Rífa á einnar hæðar byggingu
sem nefnd er Langholt og liggur
meðfram Gnoðarvogi. Í stað henn-
ar á að reisa þriggja hæða hús og
tengibyggingu yfir í önnur hús
menntaskólans. Verði framkvæmd-
irnar að veruleika munu þær, að
sögn Más, leiða til þess að húsnæði
skólans að frátöldum íþróttasaln-
um stækkar úr um 4.500 fermetr-
um í um 6.700 fermetra.
Að sögn Más hefur MS allt frá
því hann var stofnaður fyrir fjöru-
tíu árum verið í bráðabirgðahús-
næði, fyrst við Tjörnina í Reykja-
vík og síðan inni í Vogum í húsnæði
sem hannað var sem barna- og
unglingaskóli. „Við erum ekki í
húsnæði sem er smíðað sem fram-
haldsskóli og þar að auki er enginn
skóli á landinu sem býr jafn þröngt
eins og við nema Kvennaskólinn í
Reykjavík,“ segir Már. Í dag er MS
760 til 770 nemenda skóli en eftir
stækkun getur hann tekið við 900
til 950 nemendum.
Margvíslegar athugasemdir
og ábendingar bárust til borgar-
innar eftir kynningu á stækkun-
inni. „Harðasta gagnrýnin sner-
ist um umferðina inn í hverfið.
Þetta voru eðlilegar athugasemd-
ir og það mun hafa verið brugðist
við þeim,“ segir Már sem segir þó
fjölmarga sem mættu á kynning-
arfund hafa lýst ánægju með að
byggja ætti við skólann og styrkja
þar með hverfið.
Sumir eru andvígir því að þessi
gamla skólaálma eftir teikningu
Einars Sveinssonar sé rifin. „Á
tímum sem ljótar nýbyggingar
standa auðar og ónotaðar, hvern-
ig dirfist þið að rífa menningar-
söguleg hús sem skarta því besta
af okkar byggingarlist?“ segir til
dæmis í bréfi Þorgeirs Guðmunds-
sonar kvikmyndagerðarmanns.
Húsafriðunarnefnd gefur grænt
ljós á niðurrifið en segir að skoða
beri hvort vernda eigi hús eftir
sömu teikningu við Breiðagerðis-
skóla. Már segir það sína skoðun
að teikningar arkitekta eigi ekki að
vera ávísun á að ekki megi hrófla
við byggingum.
„Jóhannes Kjarval málaði góðar
myndir og slæmar myndir og
er dæmdur af góðu myndunum.
Langholtið er hræðileg bygging.
Þar að auki er Langholtið í þannig
ástandi að ef við ætluðum að hafa
það áfram þá myndi kosta líklega
um 100 milljónir að gera það upp
þannig að það myndi uppfylla heil-
brigðiskröfur og öryggiskröfur –
en eftir sem áður yrði húsnæðið
samt handónýtt.“ gar@frettabladid.is
Rífa gömlu álmuna
fyrir rúmbetri skóla
Rífa á einn elsta hluta Menntaskólans við Sund og byggja margfalt stærra hús
fyrir skólann. Sumir eru andvígir niðurrifinu. Húsafriðunarnefnd segir niður-
rifið í lagi en að skoða beri verndun sams konar álmu við Breiðagerðisskóla.
MÁR VILHJÁLMSSON OG LANGHOLT Rektor Menntaskólans við Sund við gömlu
álmuna frá 1957 sem rífa á til að greiða fyrir uppbyggingu skólans. Hræðilegt og
handónýtt hús segir rektor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BREYTT ÁSÝND Hérna sést hvernig útlínur nýju byggingarinnar geta orðið miðað við
gömlu álmuna. MYND/GLÁM-KÍM
Lúkas, hefur þetta nokkuð
stigið ykkur til höfuðs?
„Nei, við erum bara með eitt stig
svo við höfum ekki efni á því.“
Lúkas Kostic, nýr þjálfari Grindavíkur, var
ánægður með fyrsta stig liðsins sem það
náði með því að gera jafntefli við Val í
fyrradag og sagði stigið sigur fyrir liðið.
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti hefur útnefnt
Soniu Sotomayor sem nýjan dóm-
ara við Hæstarétt Bandaríkj-
anna.
Staðfesti öldungadeild Banda-
ríkjaþings skipan hennar í emb-
ættið verður Sotomayor fyrsti
Bandaríkjamaðurinn af róm-
ansk-amerískum uppruna til að
taka við sem dómari við Hæsta-
rétt Bandaríkjanna og þriðja
konan.
Hún tæki þá við af hinum
frjálslynda David Souter sem
hefur átt sæti í dómnum síðan
árið 1990 en hættir sökum ald-
urs síðar á árinu.
Sotomayor verður 55 ára í
næsta mánuði. Hún hefur verið
dómari við áfrýjunarrétt vestra
síðan árið 1998. Hún lauk lög-
fræðiprófi frá Yale-háskóla og
þykir frjálslynd í skoðunum líkt
og Souter. - aa
Obama skipar dómara:
Soto mayor skip-
uð í Hæstarétt
EFNAHAGSMÁL Hver nefndarmaður
í skilanefndum stóru bankanna
þriggja kostar Fjármálaeftirlitið
að meðaltali tæplega 3,5 milljón-
ir króna á mánuði. Þetta má lesa
úr tölum sem eftirlitið tók saman
fyrir Fréttablaðið.
Á fimm mánaða tímabili, frá
október út febrúar, kostuðu skila-
nefndirnar þrjár samtals rúmar
260 milljónir króna. Samanlagt
eru fimmtán starfsmenn í skila-
nefndunum, fimm í hverri.
Ekki fengust upplýsingar um
kostnað í mars og apríl, þar sem
reikningar skilanefndarmanna
vegna þessara mánaða eru ekki
komnir fram. - bj
Kostnaður við skilanefndir:
Kosta 3,5 millj-
ónir á mann
HJÁLPARSTARF Hópurinn sem hefur
verið á Gasasvæði Palestínu síð-
ustu daga snýr heim í kvöld. Á
þremur dögum tókst þremur stoð-
tækjasmiðum á vegum Neyðar-
söfnunar Íslands-Palestínu og
OK Prosthetics að smíða alls 26
gervilimi á 24 fórnarlömb stríðs-
ins í Palestínu.
Sveinn Rúnar Hauksson, for-
maður Íslands-Palestínu, segir
mikla gleði hafa fylgt því að sjá
fólkið ganga að nýju. Íslenski
hópurinn var kvaddur með við-
höfn af borgarstjóra og mættu
margir limþeganna á athöfnina.
Sveinn segir að vonir séu
bundnar við að verkefnið haldi
áfram. Um þúsund manns skorti
útlimi á Gasasvæðinu. - kóþ
Koma frá Palestínu í kvöld:
Gáfu 26 gervi-
limi á Gasa
FRAMKVÆMDIR Steypuvinna við bíla-
stæðahúsið sem rísa á við Tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsið við Austur-
höfn hefst í dag. Í fyrsta áfanga
verður botnplata hússins steypt
en í hana fara 3.400 rúmmetrar
af steypu. Ísleifur býst við að 24
steypubílar verði notaðir í verk-
ið og að þeir þurfi að fara alls 400
ferðir.
„Þetta verður gert í einum
áfanga og við áætlum að verkið
taki um sólarhring,“ segir Ísleif-
ur Sveinsson, byggingastjóri hjá
ÍAV, sem sér um framkvæmdir á
svæðinu.
Húsið verður á tveimur hæðum
og bílastæðin um 1.600 talsins. - kh
Steypuvinna við bílastæðahúsið á Austurhöfn hefst í dag:
Steypubílar fara 400 ferðir
VERKIÐ UNDIRBÚIÐ Verið var að undirbúa steypuvinnuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SAMFÉLAGSMÁL Hinn alþjóðlegi
MS-dagur verður haldinn hátíð-
legur í fyrsta sinn hér á landi í
dag.Það er MS-félagið sem stend-
ur fyrir deginum sem ætlað er að
auka vitund um sjúkdóminn.
Nokkrir af fremstu íþrótta-
mönnum landsins hafa lýst yfir
stuðningi við félagið og daginn.
Af þessu tilefni ætlar MS-félagið
að bjóða upp á dagskrá sem hefst
í húsakynnum þeirra að Sléttu-
vegi 5 klukkan 15. -hds
MS-dagurinn á Íslandi:
Haldinn í fyrsta
sinn hér á landi
Bankastjórar brátt fundnir
Nefnd sem meta á umsóknir um
stöðu seðlabankastjóra á að skila
niðurstöðu sinni á morgun. Jóhanna
Sigurðardóttir sagði á blaðamanna-
fundi í gær að hún muni í framhaldi
taka ákvörðun um hverjir verða ráðnir
og verði það ljóst um eða upp úr
næstu mánaðamótum.
SEÐLABANKINN
VIÐSKIPTI Líklegt er að deila
Exista við skilanefndir gömlu
bankanna um afleiðusamninga
fari fyrir dómstóla, samkvæmt
frétt Ríkissjónvarpsins.
Þar kom fram að Exista hafi
farið fram á lögbann til að koma
í veg fyrir að þrettán milljarðar
króna verði færðir af reikningum
félagsins til gamla Kaupþings.
Deilan stendur um gjaldeyris-
afleiðusamning sem Exista gerði
við Glitni og Kaupþing.
Exista vill að samningarnir
verði gerðir upp miðað við gengi
krónunnar hjá Evrópska seðla-
bankanum, en skilanefndir vilja
miða við gengi Seðlabankans,
samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.
- bj
Deila um afleiðusamninga:
Exista vill lög-
bann á færslu
LÖGREGLUMÁL Innbrotsþjófar börðu úrsmið á áttræðis-
aldri í andlitið og skildu hann eftir bundinn eftir að
þeir rændu heimili hans á Seltjarnarnesi á mánudags-
kvöld.
Maðurinn kom að tveimur innbrotsþjófum þegar
hann kom heim um klukkan 20 um kvöldið. Annar
mannanna sló hann umsvifalaust í andlitið, og í kjöl-
farið bundu mennirnir hann á höndum og fótum.
„Ég er bara heppinn að lifa þetta af,“ sagði maður-
inn í samtali við fréttavef Vísis. Hann treysti sér ekki
til að ræða við Fréttablaðið í gær.
Þjófarnir tóku um 60 úr og eitthvað af skartgripum
áður en þeir hurfu á braut. Manninum tókst að losa sig
eftir um tuttugu mínútur, og gat kallað eftir aðstoð.
Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en fékk
að fara heim að skoðun lokinni.
Maðurinn gat lýst öðrum árásarmanninum fyrir
lögreglu. Hann er grannvaxinn maður um tvítugt,
um 178 sentimetrar á hæð, með brún augu og virt-
ist sólbrúnn á hörund. Hann var með bláan bakpoka
úr grófu strigaefni. Mennirnir eru báðir Íslendingar.
Húsráðandi taldi sig muna að annar mannanna hafi
kallað hinn Marra, eða svipuðu gælunafni.
Von var á fréttatilkynningu frá lögreglu vegna
málsins seint í gærkvöldi, en hún hafði ekki borist
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
- bj
Úrsmiður á áttræðisaldri kom að innbrotsþjófum á heimili sínu á Seltjarnarnesi:
Börðu og bundu húsráðanda
BARÐASTRÖND Maðurinn sem ráðist var á sagðist heppinn að
hafa lifað árásina af í samtali við fréttavef Vísis í gær.
MYND/STÖÐ 2
SPURNING DAGSINS