Fréttablaðið - 27.05.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.05.2009, Qupperneq 6
6 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR EVRÓPUMÁL Ráðherrar sjávarút- vegsmála frá aðildarríkjum Evr- ópusambandsins urðu sammála um það á fundi í Brussel í fyrra- kvöld að afnema skuli í raun þær reglur sem hingað til hafa gilt um ákvörðun heildarkvóta í lögsögu aðildarríkjanna. Draga skuli úr miðstýringu hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins og færa ábyrgðina á stjórn fiskveiða nær útgerðunum. Ráðherrarnir ályktuðu líka sér- staklega um brottkast, hversu alvarlegt vandamál það væri og mikill ágalli á sameiginlegu fisk- veiðistefnunni. Grípa á tafarlaust til margvíslegra ráðstafana til að stemma stigu við því, innan ramma óbreyttrar stefnu. Síðan verði róttækari breytingar gerðar á stefnunni í því endurskoðunar- ferli sem nú er í gangi og á að leiða til lykta fyrir árið 2012. Á fundi ráðherranna var svo- nefnd grænbók um endurskoðun sameiginlegu fiskveiðistefnunn- ar rædd, en grænbók þessa lagði framkvæmdastjórn ESB fram fyrir mánuði sem grunn að víð- tækri umræðu um róttæka endur- skoðun stefnunnar. Það er líka einhuga stuðning- ur meðal ESB-ráðherranna um að draga mjög úr miðstýringu sam- eiginlegu fiskveiðistefnunnar. Stjórnvöld í strandríkjunum og útgerðarfyrirtækin sjálf eigi þess í stað að bera meiri ábyrgð á stjórn fiskveiðanna. Þetta hefur frétta- vefur BBC eftir tékkneskum full- trúa sem tók þátt í viðræðunum, en Tékkar gegna nú formennsk- unni í ESB. Breyting í þessa veru var að sögn BBC eitt af höfuðmarkmið- um bresku ríkisstjórnarinnar. Haft er eftir breska sjávarútvegs- ráðherranum, Irranca Davies, að það væri lykilatriði að í stað hinna árlegu „hrossakaupa“ um landa- kvóta kæmi kerfi þar sem „lang- tímasjónarmið á grunni góðra rannsókna og stjórnunar í héraði“ réðu frekar ferðinni. Fulltrúar Danmerkur höfðu opinberlega hvatt til þess að ESB hætti að ofstýra sjávarútvegi innan sambandsins og hjálpa til við að hindra ofveiði og smáfiska- dráp með því að grípa til róttækra ráðstafana gegn brottkasti á borð við að koma fyrir eftirlitsmynda- vélum um borð í fiskiskipum. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að um 80 prósent fiskistofna í lögsögu ESB-ríkjanna sæti of miklu veiðiálagi. Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni, hefur farið þess á leit við Íslendinga að þeir taki virkan þátt í endurskoðun sameiginlegu fiskveiðistefnunn- ar. audunn@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Mér finnst eðlilegt að þeir endurskoði sína fiskveiði- stefnu,“ segir Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra um samþykkt kollega hans hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins í Brussel í fyrrakvöld. „ Ég vona að það gangi vel hjá þeim. Eins og allir vita hefur stefna þeirra ekki verið að skila góðum árangri og þessi mikla miðstýring, sem þeir núna viður- kenna að hafi ekki verið til heilla. En hversu langt þeir ganga í þeim efnum, ég vona að þeir gangi sem lengst, þeirra vegna. Þeir eru fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig í þessum efnum, en það er alveg hrikalegt hvernig þessi sjávarútvegsstefna hefur geng- ið og sýnir hversu brýnt það er fyrir Evrópusambandið að skoða sín innri mál.“ Adolf Guðmundsson, formaður stjórnar LÍÚ, segir þessi tíðindi góð svo langt sem þau ná. „Það er mjög gott ef fulltrúar í ráðherra- ráði Evrópusambandsins eru að vitkast,“ segir hann. „En nú á þetta eftir að fara til hvers lands fyrir sig svo maður veit ekkert hvernig þetta endar.“ Aðspurður hvort þetta auki á líkur þess að LÍÚ telji Ísland eiga samleið með ESB segir hann: „Nei, þetta eru hugmyndir sem er varpað inn í umræðuna en enn þá vitum við ekki hvernig þessi sjávarútvegsstefna sambandsins verður sem líta á dagsins ljós árið 2012.“ - ss / jse Eins og allir vita hefur stefna þeirra ekki verið að skila góðum árangri... JÓN BJARNASON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir • Rafhlaðan endist í allt að 15 tíma. Hentar vel í útileguna, sumarbústaðinn og í ferðalagið. Þú stingur símanum eða iPod í samband við Power2Charge og hleður af rafhlöðunni • 6 millistykki fyrir t.d. síma, iPod, myndavélar og önnur 5V tæki • Snúran er í litlu handhægu kefli • Millistykki geymd í gúmmíbandi • Ferðapoki Hleðslutæki með innbyggðri rafhlöðu Hleður síma, iPod og myndavélar Þeir veitingastaðir sem á annað borð hafa opið bjóða upp á ódýrari matseðil í hádeg- inu heldur en á kvöldin. Að fara út að borða í hádeginu er því góður kostur og fyrir barna- fólk er það að auki heppilegra því börnin eru í umsjá ríkis eða borgar á þessum tíma. Ólafur Þór Gylfason skrifar um hádegis- hlaðborð Basil & Lime á Klapparstíg. Það er opið á milli 11.30 og 14. „Á hlaðborð- inu var gott úrval suður-evr- ópskra rétta með íslensku ívafi“, skrifar hann. „Dæmi um rétti sem ég man eftir voru spænsk paella, pasta með spínati og tígr- i srækjum , pa sta með kjötbollum og parmesan, nýbakað brauð, heimalagað pestó og hummus, rocket með buffaló mozzarella, ítölsk grænmetissúpa, nautakjöt í sósu, ofn- steiktar kartöflur með hnetum og hvítlauk, plokkfiskur (sem útlendingarnir sem voru þarna voru sérlega sólgnir í) og fleira sem ég kann ekki að nefna. Sumsé mjög gott og frískandi en um leið saðsamt. Fréttirnar eru hins vegar þær að fyrir herlegheitin þurftum við aðeins að borga 990 kr. á mann – sem er eingöngu 260 kr. dýrara en í ISS mötuneytinu í vinnunni! Ekki mikið fyrir ferð til útlanda (útitjaldið er svona eins og í útlöndum, sjáðu til).“ Neytendur: Ódýrara að borða úti í hádeginu Til útlanda fyrir 990 kall BASIL OG LIME Hlægilegt verð á hádegishlaðborðinu hjá Basil & Lime. Eiga kennarar að samþykkja að taka á sig fimm prósenta launalækkun gegn því að fá lengra frí? Já 64,8% Nei 35,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að fækka háskólum hér á landi niður í tvo? Segðu þína skoðun á visir.is Viðbrögð sjávarútvegsráðherra Íslands og formanns stjórnar LÍÚ: Gott svo langt sem það nær SVEITARSTJÓRNIR „Borgin hefur átt í þessum viðræðum og ég á von á því að við fáum niðurstöðu í málið í þessari viku,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, um fimm milljarða króna lántöku borgarinnar hjá líf- eyrissjóðum. Að sögn Hönnu Birnu er vænt- anlegt lán í samræmi við fjár- hagsáætlun borgarinnar þar sem gert sé ráð fyrir lántöku til að fara í mannaflsfrekar framkvæmd- ir. Meðal helstu framkvæmda eru Sæmundarskóli og Norðlinga- skóli og uppbygging í Úlfarsárdal, Austurstræti 22, Lækjargötu 2 og við Hlíðarfót. - gar Framkvæmdir í Reykjavík: Fimm milljarða lán lífeyrissjóða Hverfa á frá miðstýr- ingu fiskveiða í ESB Sjávarútvegsráðherrar ESB hafa komið sér saman um að færa skuli fiskveiði- stjórn innan sambandsins að miklu leyti frá miðstjórnarvaldinu í Brussel út til stjórnvalda og útgerða í strandríkjunum. Efna á til átaks gegn brottkasti. VILL UMBÆTUR Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, fagn- ar vilja ESB-ráðherranna til róttækrar endurskoðunar sameiginlegu fiskveiðistefnunnar. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.