Fréttablaðið - 27.05.2009, Side 20
27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR2
BÍLADEILD er starfandi innan Ferðafélags Íslands og
stendur fyrir jeppaferðum. Þar er ekið á eigin
bílum og lögð áhersla á góða ökuferð
með skemmtilegum göngum í bland.
„Þetta er gagnvirk upplýsinga-
handbók sem er sérhönnuð fyrir
farsíma og lófatölvur,“ segir
Ernir Erlingsson, tölvuverkfræð-
ingur hjá sprotafyrirtækinu Ymir
Mobile, sem hóf samstarf við
Reykjavíkurborg sumarið 2008 um
útgáfu á farsímahugbúnaði fyrir
menningarnótt og síðar vetrarhá-
tíð sem var í febrúar.
Beðinn um að lýsa þjónustuhug-
búnaðinum segir hann: „Þetta er
byltingarkennd og ný aðferð sem
snýst um að koma upplýsingum til
ferða- og heimamanna um borg-
ina Reykjavík. „Það hefur enginn
gert ferðahandbók fyrir farsíma
og lófatölvur með þessum hætti á
Íslandi áður, svo ég viti til,“ nefn-
ir Ernir. „Afurðin sem við erum að
kynna núna er Mobileguide sem
við hugsum fyrst og fremst fyrir
ferðamenn,“ segir hann og bætir
við að vissulega sé götukortið og
strætóleiðakerfið nytsamlegt fyrir
Íslendinga jafnt sem ferðamenn.
Reykjanesbær er nýlega orðinn
samstarfsaðili og verður fljótlega
hægt að fá upplýsingar um bæinn
í farsímann eða lófatölvuna. „Við
erum einnig í viðræðum við fleiri
sveitarfélög sem hafa áhuga á að
taka búnaðinn í notkun.“
Hugbúnaðurinn er aðeins fáan-
legur á ensku sem stendur. Vonir
standa til að bæta við fleiri tungu-
málum strax í sumar að sögn Ernis.
„Ferðahandbókin eða Mobile guide
býður upp á margvíslega mögu-
leika, svo sem eins og að láta bún-
aðinn leiða sig um götur borgar-
innar og láta vísa sér á markverða
staði í borginni og auðvitað fletta
upp í leiðakerfi Strætós.“
Spurður um kostnaðinn við
notkunina segir Ernir: „Hugbún-
aðurinn er ókeypis en einhver
hverfandi gagnagjöld geta verið
ef búnaðurinn er sóttur í gegnum
nettengingu í farsíma eða lófa-
tölvu. Búnaðinn er hægt að nota
fyrir farsíma frá öllum farsíma-
framleiðendum nema Apple.“
Viðtökurnar hafa verið góðar
og hafa margir þegar nýtt sér
það að sækja sér þennan þjón-
ustuhugbúnað og eru byrjaðir að
nota hann.
Hægt er að hlaða hugbúnaðin-
um í símann með því að slá inn
vefslóðina wwww.mobileguide.
is/download í farsímavafra. Á
heimasíðunni er að finna upplýs-
ingar um hvernig hugbúnaður er
sóttur með ágætis leiðarvísi með
myndum. vala@frettabladid.is
Ferðahandbók sem má
hlaða beint í farsíma
Ymir Mobile ehf. hefur unnið að gerð gjaldfrjáls þjónustuhugbúnaðar fyrir farsíma og lófatölvur. Á vef-
síðunni www.mobileguide.is er hægt að verða sér úti um hugbúnaðinn.
Ernir Erlingsson til hægri ásamt Sveini Viðarssyni hjá Ymir Mobile ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með
glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta
könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað
rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á
að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið stendur upp úr
Allt sem þú þarft...
34%
74%