Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 42
22 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Fannar undir smásjá Emsdetten
Skyttan efnilega, Fannar Þór Friðgeirsson, er þessa dagana
að reyna að komast að hjá liði erlendis. Fjöldi liða hefur
sýnt Fannari áhuga en málin ganga hægt fyrir sig enda
hefur efnahagskreppan komið illa við mörg handknatt-
leiksfélög sem þurfa að huga að styrktaraðilamálum áður
en þau geta mikið hreyft sig á markaðnum. Eitt
þeirra liða sem hafa áhuga á Fannari er þýska
félagið Emsdetten sem landsliðsmarkvörð-
urinn Hreiðar Levý Guðmundsson samdi
við á dögunum. Veskið er þó í þynnri
kantinum hjá félaginu þessa dagana
og því hefur félagið ekki getað
gert Fannari tilboð þó svo þjálfari
félagsins hafi mikinn áhuga á leik-
manninum.
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson
landsliðsþjálfari tilkynnti 22
manna hóp fyrir tvo leiki í und-
ankeppni HM 2010. Íslenska liðið
mætir Hollandi á Laugardalsvell-
inum 6. júní kl. 18.45 og sækir
síðan Makedóníu-menn heim til
Skopje miðvikudaginn 10. júní.
- óój
LANDSLIÐSHÓPURINN:
Markmenn
Árni Gautur Arason, Odd Grenland 66
Gunnleifur Gunnleifsson, Vaduz 8
Varnarmenn
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 84
Indriði Sigurðsson, Lyn 44
Kristján Örn Sigurðsson, Brann 36
Grétar Rafn Steinsson, Bolton 31
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 13 leikir
Ragnar Sigurðsson, IFK Göteborg 11
Sölvi Geir Ottesen, SønderjyskE 4
Miðjumenn
Brynjar B. Gunnarsson, Reading 67
Stefán Gíslason, Brøndby 27
Emil Hallfreðsson, Reggina 22
Birkir Már Sævarsson, Brann 13
Aron Einar Gunnarsson, Coventry 11
Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 11
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg 10
Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 9
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts 3
Sóknarmenn
Eiður S. Guðjohnsen, Barcelona 57
Heiðar Helguson, QPR 43
Arnór Smárason, Herenveen 5
Undankeppni HM 2010:
Sölvi og Garðar
eru í hópnum
Það var létt yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara karlalandsliðsins í fót-
bolta, á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti 22 manna lands-
liðshóp sinn fyrir leiki á móti Hollandi og Makedóníu.
„Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná
sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það
gæti hjálpað okkur ef þeir myndu vanmeta okkur aðeins.
Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að und-
anskildum útileiknum á móti Hollandi,“ sagði Ólafur og
ítrekaði þá skoðun sína að Holland og Makedónía væru
sterkustu liðin í riðlinum.
Eyjólfur Sverrisson valdi einnig 21 árs liðið í gær og Ólafur
vildi frekar að leikmenn fengju að spila þar í stað þess að
sitja upp í pöllum hjá A-landsliðinu.
„Það voru nokkrir strákar í þessu 21 árs liði sem ég hefði
eflaust tekið inn í þennan hóp en þeir höfðu þá bara
setið uppi í pöllum. Ég ákvað því að Eyjólfur
tæki þá frekar í sinn leik og þeir myndu þá
fá að spila þar,“ sagði Ólafur.
Ólafur valdi ekki Jóhannes Karl Guðjóns-
son í hópinn sinn en Jóhannes Karl hefur ekki spilað landsleik fyrir
Ólaf. „Jóhannes Karl var ekki valinn núna frekar en margir aðrir fót-
boltamenn. Það er fagnaðarefni að hann sé kominn upp í efstu deild
í Englandi og það eykur flóruna fyrir okkur. Hann á möguleika eins og
allir aðrir en ég valdi hann ekki að þessu sinni,“ sagði Ólafur.
Ólafur vonast eftir því að íslenskir áhorfendur taki þá hol-
lensku sér til fyrirmyndar, fylli völlinn og mæti í bláu. „Ég
held að ef það væri einhvern tíma ástæða til að koma á
völlinn og sjá alvöru fótboltalið spila, Ísland og Holland, þá
er það nákvæmlega núna. Ég trúi, treysti því og veit það að
stuðningsmenn koma og fylla völlinn,“ sagði Ólafur og bætti
við: „Það var ótrúlega gaman að sjá leikinn úti í Hollandi. Ég
held að Hollendingunum sé ekki hleypt inn ef þeir eru ekki
í appelsínugulu. Það á líka að vera þannig hérna og
þeir sem eru ekki í bláu eiga bara að fara heim
til sín. Þetta á að vera skemmtilegt og ákveðin
hátíð,“ sagði Ólafur í léttum tón að lokum.
ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: ERUM AÐ FARA AÐ MÆTA BESTU LIÐUNUM Í RIÐLINUM
Þeir sem mæta ekki í bláu eiga bara að fara heim
FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA
SÚRT BAKFLÆÐI?...
...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki!
Nýtt!
annt um líf og líðan
Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi
brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta
skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband
við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti
eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga
notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva
(t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/
uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.
*Omeprazol
FÓTBOLTI Stóra stundin rennur upp í
áfengislausri Róm í kvöld en bann-
að er að selja áfengi í sólarhring
kringum leikinn. Þá mætast Evr-
ópumeistarar Man. Utd og Barce-
lona í úrslitum Meistaradeildarinn-
ar. Leikurinn er draumaviðureign
margra knattspyrnu áhugamanna
enda að mætast tvö bestu lið Evr-
ópu að margra mati. Þau hafa
bæði tryggt sér sigur í sinni deild
og hafa spilað frábæran fótbolta í
allan vetur.
Þetta verður í tíunda sinn sem
liðin mætast í Evrópukeppni. Unit-
ed hefur unnið þrisvar, Barca tvisv-
ar og fjórum sinnum hefur leikjum
liðanna lyktað með jafntefli. Liðin
mættust síðast í úrslitaleik árið
1991 í Evrópukeppni bikarhafa.
Þá hafði Man. Utd betur, 2-1. með
mörkum frá Mark Hughes.
Fyrir utan þá leikmenn sem eru
í leikbanni eiga allir leikmenn lið-
anna að vera klárir í slaginn. Rio
Ferdinand er byrjaður að æfa með
Man. Utd og sömu sögu er að segja
af Börsungunum Thierry Henry og
Andres Iniesta.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, getur orðið aðeins annar
stjórinn í sögunni til þess að vinna
þennan bikar þrisvar. Hinn er
Bob Paisley. Ferguson getur einn-
ig jafnað met Giovanni Trapattoni
sem hefur einn þjálfara hingað til
unnið fimm Evrópubikara fyrir
utan Ofurbikarinn. Ferguson segir
að sigur í kvöld muni setja lið hans
á stall með þeim bestu í sögunni en
hann hefur ekki alltaf verið nógu
ánægður með gengi sinna manna í
þessari keppni. „Við höfum á stund-
um átt að gera betur í Meistara-
deildinni en nú er tækifærið til þess
að ná í sigur sem mun setja okkur
á stall með bestu liðum Evrópu frá
upphafi,“ sagði hinn reyndi Fergu-
son en á hinum bekknum verður
Pep Guardiola sem er að þreyta
frumraun sína sem þjálfari.
„Þetta verður þannig leikur að
hvorugt lið vill láta frá sér bolt-
ann. Við vitum að bæði lið geta
leikið vel. Ákveðnir hlutir munu
skipta lykilmáli og nægir þar að
nefna einbeitingu og heppni. Þetta
tvennt getur skorið úr um sigur-
vegara,“ sagði Ferguson sem hrós-
aði Lionel Messi í hástert en sagð-
ist vera með varnarmennina til
þess að stöðva hann. Mikið er gert
úr meintu einvígi þeirra Ronaldo og
Messi í leiknum.
„Þetta eru tveir frábærir fót-
boltamenn. Hafa báðir hugrekki til
þess að ráðast til atlögu gegn varn-
armönnum, sama hversu oft þeir
eru sparkaðir niður. Þeir hlaupa
með boltann og það er þannig hug-
rekki sem maður leitar að hjá leik-
mönnum.“ henry@frettabladid.is
Risarnir mætast í Rómaborg
Stærsti knattspyrnuleikur ársins fer fram í kvöld þegar tvö bestu lið Evrópu, Man. Utd og Barcelona, mæt-
ast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Man. Utd á titil að verja og getur orðið fyrsta liðið til þess að verja
bikarinn. Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, mætast í leiknum.
VERÐLAUNIN Lögreglumenn í Róm lyfta upp bikarnum sem barist verður hatramm-
lega um í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Gamla markamaskín-
an Gary Lineker hefur gert það
gott sem sjónvarpsmaður síðan
hann lagði skóna á hilluna. Lin-
eker hefur verið fenginn til þess
að spá í spilin í leik kvöldsins og
hann segir United vera líklegra.
„Ég myndi setja minn pen-
ing á United þar sem það er
betra varnarlið,“ sagði Lineker
sem sjálfur lék með Barcelona á
sínum tíma.
„United mun örugglega spila
þéttar og reyna að sækja hratt og
ég held að þar muni United brjóta
Barcelona niður,“ sagði Lineker
sem bíður spenntur eftir að sjá
Ronaldo og Messi.
„Messi er ótrúlegur og hefur
alla burði til þess að verða besti
leikmaður heims frá upphafi. Ég
hef ekki séð neinn halda bolta
eins og hann síðan Maradona
spilaði.“ - hbg
Gary Lineker:
Vörn United
skiptir öllu
GARY LINEKER Hér í búningi Barcelona
fyrir ansi löngu síðan.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES