Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 46
26 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. báru að, 6. í röð, 8. hlaup, 9.
tækifæri, 11. gangþófi, 12. fláræði,
14. rusl, 16. í röð, 17. skordýr, 18. til
viðbótar, 20. hreyfing, 21. velta.
LÓÐRÉTT
1. líkamshluti, 3. líka, 4. sár, 5. hár, 7.
ódæll, 10. síðasti dagur, 13. útdeildi,
15. mæla dýpt, 16. húðpoki, 19.
núna.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. komu, 6. áb, 8. gel, 9. lag,
11. il, 12. slægð, 14. drasl, 16. hi, 17.
fló, 18. enn, 20. ið, 21. snúa.
LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. og, 4. meiðsli,
5. ull, 7. baldinn, 10. gær, 13. gaf, 15.
lóða, 16. hes, 19. nú.
„Auðvitað fylgist maður með, ég
býr hérna hinum megin við læk-
inn,“ segir Lilja Pálmadóttir. Lilja
og aðrir íbúar á Hofsósi horfa nú
með tilhlökkun í hjarta sínu á bygg-
ingu sem er að rísa, hina margum-
töluðu og víðfrægu sundlaug sem
þær stöllur Lilja og Steinunn gáfu.
Sökkullinn er risinn og fyrstu
myndir gefa ágætis hugmynd um
hvers slags upplifun það verður
að sitja í heitu pottunum og horfa
yfir Skagafjörðinn og til Drang-
eyjar. Jafnvel geta hugmyndarík-
ir sundkappar ímyndað sér að þeir
séu að þreyta Drangeyjarsund að
hætti Grettis þegar þeir svamla
um í 25 metra lauginni. „Það var
nú líka alltaf hugmyndin, að gera
út á þetta magnaða útsýni og geta
horft til Drangeyjar,“ segir Lilja.
Mikla athygli vakti þegar Lilja
og Steinunn Jónsdóttir athafna-
kona gáfu íbúum á Hofsósi sund-
laug á kvenréttindadaginn 19. júní
árið 2007. Sigríður Steinþórsdóttir
arkitekt teiknaði sundlaugina sem
rís vestan við Staðarbjarg en inni-
falið í gjöfinni er vegleg þjónustu-
miðstöð.
Ekki dugði annað en fá forseta-
hjónin, Ólaf Ragnar og Dorrit, til
að taka fyrstu skóflustunguna að
lauginni en sú athöfn fór fram í
apríl á síðasta ári. Fyrstu steypu-
bílarnir keyrðu í hlaðið strax um
haustið en það fór víst um ansi
marga íbúana í Skagafirðinum
þegar bankarnir og efnahagskerfið
brunnu yfir, einhverjir töldu nær
öruggt að nú væri úti um sund-
ið. Aldeilis ekki og Skagfirðingar
eru ansi bjartsýnir á framhaldið.
„Samkvæmt áætlunum er ráðgert
að sundlaugin verði klár um mán-
aðamótin október og nóvember,“
segir sveitarstjórinn Guðmundur
í samtali við Fréttablaðið. Hann
átti þó alveg eins von á að fram-
kvæmdirnar gætu teygst fram í
desember og að sundlaugin yrði
þá jólagjöfin í ár. Í það minnsta í
Skagafirði. - fgg
LILJA PÁLMADÓTTIR: ENGU LOGIÐ UM ÚTSÝNIÐ
Sundlaug Steinunnar og
Lilju verður til á Hofsósi
FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Ólafur Ragnar,
Dorrit, Steinunn Jónsdóttir og Lilja
Pálmadóttir taka fyrstu skóflustunguna
að sundlauginni að Hofsósi.
M
YN
D
/H
IN
IR
S
Ö
M
U
S
F.
EINSTAKT ÚTSÝNI Ekki verður amalegt að sitja í heitu
pottunum eða taka nokkur sundtök í sundlauginni á
Hofsósi. Góð mynd er nú komin á mannvirkið sem rís
vestan við Staðarbjarg. Áætlað er að sundlaugin verði
tekin í notkun í lok þessa árs.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Tveir.
2 Barcelona og Man. United.
3 Auður Jónsdóttir.
„Þetta er hvolpur, labrador-hvolpur,“ segir Ilmur
Kristjánsdóttir leikkona, sem er orðin stoltur
hundaeigandi. Loðni ferfætlingurinn er hvers
manns hugljúfi en Ilmur segist í raun ekki vita
af hverju hún hafi ákveðið að festa kaup á þessu
dýri. „Það kviknaði bara einhver sterk þörf, það
var bara eitthvað sem sagði mér að þetta yrði ég
að gera, svo ég ákvað bara að láta slag standa,“
útskýrir leikkonan.
Hundakaupin mæltust þó ekki vel fyrir hjá öllum
því fjölmargir komu að máli við hana og ráðlögðu
henni að kaupa sér ekki hund. „En þetta var allt
saman fólk sem átti ekki hund, það hélt því fram
fullum fetum að þessu fylgdi svo gríðarleg vinna
og ég hefði bara engan tíma fyrir hundinn.“ Hins
vegar snerist dæmið algjörlega við þegar Ilmur
ræddi við hundaeigendur. „Þeir sögðu að þetta
væri alveg yndislegt og ég ætti bara að láta slag
standa.“ Auk þess er Ilmur á leið í sumarfrí og
hyggst hún nýta það að einhverjum hluta til að ala
hvolpinn upp. „Þetta er bara eins og barn, nema
það kvartar ekki.“
Leikkonan er enn ekki búin að nefna málleys-
ingjann en hefur verið að máta nafnið Garp við
hann. „Reyndar reisir hann sig upp þegar ég kalla
„Snati“ en við sjáum til hvernig þetta fer.“ - fgg
Ilmur farin í hundana
KEYPTI SÉR HUND Ilmur Kristjánsdóttir er orðin stoltur hunda-
eigandi, hún hefur eignast labrador-hvolp sem svarar nafninu
„Snati“ en verður hugsanlega nefndur Garpur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Auglýsingasími
Á næstu grösum og Grænn kost-
ur eru kostastaðir. Maður verður
sprengsaddur en samt sem áður
léttur á fæti og glaðvakandi.
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.
Aðstandendur stórtónleika Jóhönnu
Guðrúnar sendu í gær frá sér
tilkynningu þar sem fyrirhug-
uðum tónleikum Eurovision-
stjörnunnar í Laugardalshöll
var frestað fram á haust. Tón-
leikarnir áttu að vera 4. júní
en vegna áhuga sænskra
aðila urðu söngkonan
og umboðsmaður henn-
ar, María Björk, að
bregðast skjótt við og
var tekin sú ákvörðun
að fresta öllu tónleikahaldi. Þor-
steinn Stephensen hjá Hr. Örlygi,
sem sér um tónleikana, skilur
vel ákvörðun Jóhönnu. „Þær
fóru eiginlega út með engum
fyrirvara, auðvitað vilja þær
hamra járnið á meðan það er
heitt, laginu gengur vel
og maður verður bara að
skilja það,“ segir Þor-
steinn og viðurkennir
að það hafi verið djörf
ákvörðun á sínum
tíma að fá Jóhönnu í
verkefni af þessari
stærðargráðu með svo
skömmum fyrirvara.
„Við vissum auðvitað að
hún yrði mjög upptekin í
sumar.“
En þessi ákvörðun setur
smá strik í reikninginn
því kvöldið eftir hafði Hr.
Örlygur boðað til mikill-
ar rokkveislu þar sem
margir af fremstu rokk-
söngvurum landsins
troða upp og þenja
raddböndin við
helstu rokkslagara
tónlistarsögunn-
ar. Þorsteinn við-
urkennir að þeir
hafi þarna ætlað
að slá tvær flug-
ur í einu höggi
og komast hjá
óþarfa kostn-
aði við upp-
setningu á
hljóðkerfi og öðru slíku. „Þetta
er auðvitað erfitt en við erum
búnir að ná góðu samkomu-
lagi við Laugardalshöllina og
helstu kostnaðaraðilana, það
er kreppa alls staðar, við verð-
um bara öll að hjálpast að
og láta þetta ganga upp,“
útskýrir Þorsteinn og
segir engan bilbug á sér
eða öðrum að finna.
„Nei, nei, þetta leggst
bara vel í okkur.“
- fgg/fb
Brotthvarf Jóhönnu setur strik í reikninginn
FARIN Jóhanna Guðrún
flaug til Svíþjóðar í gær
ásamt umboðsmanni
sínum.
EKKERT HIK Þorsteinn
Stephensen hjá Hr.
Örlygi segir engan bilbug
á þeim að finna þótt
Jóhanna Guðrún hafi flog-
ið til Svíþjóðar og frestað
sínum tónleikum.
Björn Bjarnason er maður
tækninýjunga. Hann var einn
þeirra fyrstu sem kom
sér upp bloggsíðu og
hefur notað tölvupóst í
samskiptum sínum
við fjölmiðla í
gegnum tíðina.
Hann er hins
vegar eilítið
aftarlega á
merinni þegar
kemur að Facebook-samfélaginu
vinsæla en hefur nú ákveðið að
taka það í sína þjónustu. Facebook-
síða Björns er hins vegar svo ný af
nálinni að honum hefur ekki tekist
að sanka að sér mörgum vinum.
Jónína Ben heilsuræktardrottning
er þó ein þeirra.
Loga Geirssyni og Björgvini Páli
Gústafssyni hefur borist óvæntur
liðsauki við að kynna
silfurgelið sitt. Því Einar
Bárðarson, umboðs-
maður Íslands, er
genginn til liðs
við þá og hyggst
aðstoða hand-
boltahetjurnar
eftir fremsta
megni. Einar
er sjálfur mikill
gel-maður og fer sjaldnast úr húsi
án þess að hárið sé í sínu besta
formi enda er skjólstæðingur hans,
Jógvan, hárgreiðslumaður af guðs
náð.
Og nú heyrast þær raddir frá
Listahátíðinni í Reykjavík að
þjóðsöngur Íslands komi jafnvel
eitthvað við sögu á tónleikum Bob
Mintzer og Stórsveitar Reykjavíkur
þar sem Sigurður Flosason er
fremstur í flokki. Tónleikarnir verða
í Fríkirkjunni 30. maí. Mintzer ku
vera áhugamaður um þjóðsönginn
og óskaði eftir því við
forsætisráðuneytið að
fá að útsetja hann með
sínu nefi. Ekki var
fallist á þá bón enda
varðar vanvirðing við
þjóðsönginn allt að
tveggja ára fangelsi.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI