Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 14
14 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Við getum flýtt vegafram-kvæmdum umtalsvert á næstu 2-4 árum án þess að þær íþyngi ríkinu. Með því getum við skapað störf og aukið öryggi í umferðinni sem sparar þjóð- félaginu milljarða króna á ári. Fyrir rétt rúmlega 10 árum opnaði fyrirtækið Spölur Hval- fjarðargöng. Hugmynd nokkurra einstaklinga um að einkaaðilar reistu og rækju göng hérlendis varð að veruleika. Í upphafi var gert ráð fyrir því að það tæki um 20 ár fyrir göngin að borga sig upp en ljóst er að það mun taka skemmri tíma. Nú þurfum við að skoða hvar Spalar fyrirmyndin getur átt við annars staðar í vegaframkvæmdum hérlendis og hvernig hún getur komið best að gagni í efnahagssamdrætti. Nú er rætt um aðkomu lífeyris- sjóða að uppbyggingu nýrrar byggingar Landspítalans og breikkun Hvalfjarðarganga og er það vel. En í vegafram- kvæmdum má einnig sjá fyrir sér að lífeyrissjóðum, alþjóð- legum þróunarbönkum og íslenskum fjármálafyrirtækjum verði boðið að fjárfesta í nýjum verkefnum á þessu sviði sem sum hver gætu hafist strax í lok næsta árs. Þau verkefni sem ég tel að við eigum strax að setja í vinnslu með þessari aðferða- fræði eru Sundabraut, breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlands- vegar og ýmis gangagerð á höfuð- borgarsvæðinu og göng úti á landi sem teljast arðbær. Kosturinn við aðferðina sem beitt var í Hvalfjarðargöngun- um er sá að fjárfestingarnar færast ekki í ríkisbókhaldið. Útgjöldum vegna framkvæmdar af þessu tagi er jafnað yfir líf- tíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður við upphaf framkvæmda eins og annars er gert. Verði Sundabraut flýtt með þessari aðferð þá eiga að koma til veggjöld þar til ríkið taki yfir verkefnið að ákveðnum tíma liðnum. Veggjöld eru ekki til vinsælda fallin en nú er ekki tími fyrir vinsældakosningar heldur raunhæfar leiðir sem íþyngja ekki ríkinu. Þeir sem vilja ekki greiða veggjöld nota gömlu leiðina. Veggjöld má nota við gangagerð en þau eru hins vegar ekki fær leið við breikkun stofnbrautanna. Slys á Suðurlandsvegi og Vestur landsvegi eru alltof tíð og framkvæmdir á þeim vegum geta skilað gríðarlegum ábata fyrir þjóðfélagið með lægri tjónatíðni. Tjónin á þess- um vegum eru allt að tvöfalt kostnaðarsamari fyrir sam- félagið en meðalslys á öðrum vegum. Þess vegna eigum við að leggja aukinn þunga í uppbygg- ingu þessara vega þar sem sá kostnaður mun vafalítið draga verulega úr samfélagskostnaði vegna umferðarslysa næstu ára- tugi. Þegar litið er til kostnaðar vegna alvarlegustu slysanna sem verða á Suðurlandsvegi er það sérstaklega sláandi að lang- alvarlegustu og kostnaðarsöm- ustu umferðarslysin verða þegar bifreiðar úr gagnstæðri aksturs- stefnu skella saman, eins og dregið er fram á neðangreindri mynd. Íslensk tryggingafélög eiga að koma að uppbyggingu á þessu sviði og þau hafa sýnt áhuga á slíku enda eru fjárfest- ingar af þessu tagi bæði með ígildi ríkisábyrgðar og draga umtalsvert úr tjónum. Hvaða slys eru kostnaðarsöm- ust á Suðurlandsvegi? Með því að nýta okkur enn frekar aðferðir í anda Hval- fjarðar ganganna mætti hugsa sér að á næstu þrem árum myndu vegaframkvæmdir allt að því tvöfaldast en um leið gæti ríkið dregið úr því fjármagni sem það hugðist leggja beint í opinberar framkvæmdir á næstu árum. Þannig myndum við geta stoppað meira í fjárlagagatið en um leið aukið umsvif í vegafram- kvæmdum hérlendis umtalsvert. UMRÆÐAN Jón Helgi Egilsson skrifar um Alþingi og Evrópusambandið. Alþingi og ríkisstjórn takast nú á við margvísleg erfið og umdeild verk- efni vegna endurreisnar fjármálakerfis, atvinnulífs og heimilanna. Hluti af far- sælli lausn er að sem ríkulegust samstaða náist um lausnir og stefnu til framtíðar. Þó svo að mál séu mikilvæg þá eru sum mál brýnni en önnur við núverandi aðstæður. Mál sem hafa ekki með lausn á núverandi vanda að gera og eru þar að auki líkleg til að ala á ósamstöðu með þjóðinni eru sérlega vandmeðfarin. Slík mál getur verið farsælla að leggja til hliðar eða vinna þeim frekara fylgis með upplýstri, opinni og lýðræðislegri umræðu. Vissulega geta verið mismunandi skoðan- ir á því hvaða mál teljast brýn og hver ekki. Aðildarumsókn að Evrópusambandinu er eitt þessara mála og ríkur efniviður í klofn- ing meðal þjóðarinnar. Það er því fagnaðar- efni að sjá ábyrga og málefnalega tillögu nýrrar forystu Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks um fyrirkomulag og undirbúning aðildarviðræðna að ESB. Í tillögum stjórnar- andstöðunnar er lögð til nálgun sem ætti að geta skapað breiðari sátt og samstöðu um þetta mjög svo umdeilda mál. Fyrstu skref stjórnar- andstöðunnar undir nýrri forystu sjálfstæðis- og framsóknarmanna eru traustvekjandi. Höfundur er framkvæmdastjóri. Vel gert F jármálaráðherrann hefur sætt nokkuð harðri gagnrýni vegna nýrra skatta á bensín og áfengi. Fæstum kemur það á óvart. Þessa ákvörðun verður hins vegar að skoða í ljósi aðstæðna. Eðlilega hlakkar í mörgum sem hlustað hafa á ómál- efnalega gagnrýni fjármálaráðherrans sjálfs vegna svipaðra aðgerða forvera hans. Auðvelt er að lesa yfir honum hans eigin orð um afleiðingar ráðstafana af þessu tagi og áhrif þeirra á hag skuldugra heimila. Frá þeim bæjardyrum séð á hann svipuhöggin skilin. Hitt er þó mikilvægara eins og sakir standa að horfa á málið af lítið eitt hærri kögunarhóli. Náist ekki jafnvægi í rekstri ríkis- sjóðs er algjörlega borin von að endurreisn efnahagslífsins takist. Fyrsta óhjákvæmilega hænufetið sem stigið er að því marki er þar af leiðandi ekki málefnaleg ástæða til að beita svipunni gegn fjármálaráðherranum. Jafnvægi verður ekki að veruleika nema með umfangsmikilli hagræðingu og stórtækum niðurskurði. Það næst heldur ekki án þess að lækka launakostnað í opinberum rekstri eins og þegar hefur gerst á almennum vinnumarkaði. Loks verður ekki undan því vikist að afla viðbótartekna. Tekjuskattshækkun í kjölfar almennrar launalækkunar er þó verulegum takmörkunum háð af augljósum ástæðum. Eftir hækkun skatta á áfengi og bensín er allur raunverulegi sársaukinn eftir. Það er kjarni málsins. Rök standa því til að gagn- rýna ríkisstjórnina fyrir að byrja á smáskammtalækningum. Í upphafi þessa árs átti að réttu lagi að liggja fyrir heildaráætlun um aðgerðir í ríkisfjármálum. Nú fyrst er hún boðuð. Eðlilegra hefði verið að sýna fyrst niðurskurð, aðhald og launa- kostnaðarlækkun. Eftir það hefði verið rétt að kynna megintekju- öflunarbreytingar. Sú skattabreyting sem ákveðin hefur verið er tæpast annað en holufylling sem huga á að þegar raunverulegi uppskurðurinn hefur verið saumaður saman. Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar er því augljós vísbending um að hún sé enn ráðvillt og hikandi. Ríkisstjórnin verðskuldar þar af leiðandi gagnrýni og pólitísk svipuhögg fyrir að halda þjóðinni í þeirri stöðu og draga með því á langinn möguleika hennar til viðspyrnu. Engu er líkara en forsætisráðherrann hafi ekki strik til að sigla eftir. Fyrir skömmu fóru sveitarfélögin fram á það við ríkisstjórn- ina að hún beitti sér fyrir lagabreytingum til að greiða fyrir launa- kostnaðarhagræðingu í grunnskólum. Án slíkra aðgerða er enginn vegur fyrir sveitarfélögin og ríkisstjórnina sjálfa að ná tökum á fjármálavandanum. Svar ríkisstjórnarinnar var að einstakir hags- munahópar ættu að hafa neitunarvald þar um. Ríkisstjórnin boðar stöðugleikasáttmála á vinnumarkaði. Hún leggur hins vegar engar línur þar að lútandi. Þau mál eru nú í upp- námi. Að réttu lagi á ríkisstjórnin að hafa forystu um að afmarka það svigrúm sem aðilar hafa til heildarlaunabreytinga við ríkj- andi aðstæður. Sú ábyrgð hvílir hins vegar öll á vinnumarkaðnum. Þangað er nú horft eftir forystu um heildarlausnir. Ríkisstjórnin hefur algjörlega sloppið við pólitíska gagnrýni á þennan augljósa veikleika sem veit bæði að pólitískri stöðu hennar og stefnu. Það ber hins vegar ekki vott um almennan skilning á ríkisfjármálavandanum ef hænufetið verður ádeiluefni. Hvenær á að nota svipuna? Hænufetið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Flýtum vegaframkvæmd- um og sköpum störf Aðalfundur Gigtarfélagsins Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn í kvöld 3. júní, kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Fundarsalur er Setrið. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi á Landspítala halda erindi er hún nefnir; Mataræði og gigt. Allir eru velkomnir. Gigtarfélag Íslands "Af stað". JÓN HELGI EGILSSON ÞÓR SIGFÚSSON Í DAG | M æ tin ga r Vi ns tr i b ey gj a Fo rg an gu r Ek ið ú ta f Af ta ná ke yr sl a Ó va rð ir Ky rr st æ tt H rin gt or g 4.000.000 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 Alvarlegustu slysin 596.267 3.534.355 1.087.566 Atvinnumál Hægt en örugglega Sjálfstæðisflokkurinn borgaði í gær 6.875.000 krónur til Stoða hf. og NBI hf. vegna styrkja sem forverar fyrir- tækjanna, FL Group og Landsbank- inn, veittu flokknum seint á árinu 2006. Í yfirlýsingu Bjarna Benedikts- sonar formanns sagði að styrkirnir yrðu endurgreiddir með jöfnum greiðslum á hverju ári næstu sjö árin, án vaxta- og verðbóta. Það þýðir að lokagreiðslan verður innt af hendi árið 2016. NBI starfar í dag sem Landsbankinn en Stoðir hafa náð nauðasamningum við helstu kröfuhafa. Héraðsdómur á eftir að staðfesta samninginn. Vonir standa til að Landsbank- inn verði áfram starfandi eftir sjö ár en alls óvíst er hver staða Stoða verður árið 2016. Enn þarf að safna Þegar Sjálfstæðisflokkurinn verður loksins búinn að endurgreiða ofurstyrkina tvo verða í það minnsta fimm kosningar að baki síðan tekið var við þeim. Kosið var til þings 2007 og aftur nú í apríl og enn verður kosið í síðasta lagi 2013. Sveitar- stjórnarkosningar verða svo á næsta ári og aftur 2014. Flokkurinn þarf því að afla talsverðra styrkja til að geta staðið straum af endurgreiðslunum og þeim kostnaði sem hlýst af því að reka kosninga- baráttu. Tekjumögu- leikar stjórnmála- flokka þrengdust mjög 2007 og kunna að þrengjast enn. Allt að gerast Það er svo önnur saga að af heima- síðu Stoða að dæma er fyrirtækið í ansi hreint flottum málum. Þar segir (reyndar á ensku en hér í íslenskri þýðingu) „Stoðir er eignarhaldsfélag sem einbeitir sér að fjárfestingum á sviði fjármála, trygginga, fasteigna og smásölu. Meginfjárfestingar þess eru til langs tíma. Stoðir stuðla að þróun og vexti þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Stoðir fjárfesta bæði í rótgrónum skráðum félögum og óskráðum og leggja jafnt áherslu á hefðbundinn iðnað sem fjölbreytileika í eigna- safni sínu. Stoðir kaupa líka smærri hluti í skráðum félögum sem virð- ast góðir skammtímafjárfestingar- kostir.“ Óneitanlega svolítið 2007. bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.