Fréttablaðið - 03.06.2009, Síða 23

Fréttablaðið - 03.06.2009, Síða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Í nokkur ár hef ég fundið ein- hverja leið sem mér finnst hæfi- leg og spennandi í Mið- eða Suður- Evrópu og farið út með hópa í samstarfi við Bændaferðir,“ segir Þórður Höskuldsson, framkvæmda- stjóri Outcome hugbúnaðar, en hann tekur að sér hjólaleiðsögn í eina til tvær vikur á sumrin. „Ferðirnar eru yfirleitt um viku langar og taka mið af fólki sem er í sæmilegu formi,“ segir Þórður, sem hefur farið eina til tvær ferðir á hverju sumri frá árinu 2003. „Ég hef hjólað í Þýska- landi, Hollandi, Ítalíu, Austurríki, Króatíu og Slóveníu,“ segir Þórður en ferðirnar taka mið af því hjól- reiðastígakerfi sem til er í Evrópu. „Ég reyni að þefa uppi skemmti- legar leiðir, oft í samstarfi við erlenda aðila sem sérhæfa sig í því að skipuleggja hjólaferðir,“ segir Þórður. En hvar hefur verið skemmtileg- ast að hjóla? „Hver ferð hefur sinn sjarma en í Dólómítunum og nyrst á Ítalíu hefur landslagið verið stór- brotnast og veðrið hvað best. Þó er líka víða fallegt í Austurríki,“ segir Þórður. Inntur eftir því hvort hann hafi lent í hremmingum á ferðum sínum svarar hann: „Þær hafa verið í lágmarki, en auðvitað þarf maður að geta bjargað sér ef eitthvað bilar og svo gerist það stundum að ein- hver steypist á hausinn. Maður þarf því bæði að geta gert við hjól og fólk,“ segir hann glettinn. Þórður hefur stundum villst af leið enda fer hann aldrei sömu leið- ina tvisvar. „Ég nýt þess að vera svolítill könnuður á þessum ferð- um,“ segir hann og viðurkennir að daglengdirnar hafi frekar lengst en styst eftir því sem ferðunum fjölgar. „Í fyrstu ferðunum fórum við um 50 til 60 kílómetra á dag en í næstu ferð verður vegalengdin um 80 til 100 kílómetrar á dag,“ segir Þórður. Hann leggur af stað á morgun með tíu manna hóp til Kaupmannahafnar og er stefnan að hjóla til Berlínar í Þýskalandi. „Ég horfi á þetta sem fyrsta legginn á leið yfir Evrópu,“ upplýsir Þórður en á fjórum árum ætlar hann að ljúka við þá ferð sem mun enda við Svartahaf. Í þetta sinn munu ferðalangarnir taka með sér hjól að heiman en reglan hefur verið sú að hjólin hafa verið leigð úti. „Nú endum við ekki á sama stað og við hefjum för, auk þess sem aukinn kostnaður fékk okkur til að flytja hjólin frekar með okkur,“ útskýrir Þórður. Hann áætlar að hann hafi á síðustu tíu árum hjólað um fimm til tíu þús- und kílómetra í Evrópu og án vafa verða þeir mun fleiri þegar fram líða stundir. solveig@frettabladid.is Hefur hjólað þúsundir kílómetra í Evrópu Þórður Höskuldsson, framkvæmdastjóri Outcome, starfar sem hjólaleiðsögumaður í hjáverkum. Á hverju sumri skipuleggur hann eina til tvær hjólaferðir um Evrópu í samstarfi við Bændaferðir. Þórður leiðir hópinn á hjólaferð um Ítalíu. MYND/ÚR EINKASAFNI KAJAKFERÐIR eru meðal þess sem boðið er upp á í Mjóafirði í Ísafjarðar- djúpi. Er um tvenns konar ferðir að ræða sem eru mislangar. Í þeirri lengri er róið að Látrum framhjá Selalátri og endað í Hörgshlíðarpotti. Í þeirri styttri er róið frá Heydal og inn að Hörgshlíðarpotti. Sjá www.vesturferdir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.