Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 30
8 Kynningardagar á vegum Doktors- ráðs og Félags doktorsnema við Menntavísindasvið verða haldnir dagana 4. til 5. júní næst komandi og er tilgangurinn að kynna doktors- námið út fyrir stofnunina og innan hennar. Nánari upplýsingar má finna hjá Menntavísindasviði á www.hi.is. Þar er einnig boðið upp á nýtt alþjóðlegt nám í menntun- arfræði þar sem brugðist er við þróun í átt til hnattvæðingar, aukn- um fólksflutningum og þróun fjöl- menningarlegs samfélags á Ís- landi. Auk þessa stendur til boða meistara nám í lífsleikni og jafn- rétti. Meistara- og diplómanám í safnafræði hefst í Háskóla Íslands haustið 2009. Viðfangsefni safna- fræðinnar er varðveisla og miðlun menningararfsins í sinni víðtæk- ustu mynd þar sem fræðileg vinnu- brögð, rannsóknir og kenningar eru samtvinnaðar daglegum störf- um á söfnum. Annað nýtt og spenn- andi meistaranám er Skattaréttur og reikningsskil á vegum laga- deildar og viðskiptafræðideildar. Námið miðar að því að veita fræði- lega menntun á ýmsum sviðum er snerta skattamál og reiknings- skil og þannig á að koma til móts við þarfir þjóðfélagsins. Aðsókn í námið er að sögn upplýsingafull- trúa afar góð enda hefur sjaldan eða aldrei verið meiri þörf fyrir sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Fengnir verða innlendir og erlendir sérfræðingar til kennslunnar. Haustið 2009 verður boðið upp á tvær nýjar hagnýtar námsleiðir í MA-námi á Hugvísindasviði HÍ sem ættu að mæta þörfum fjöl- margra Íslendinga sem lokið hafa grunnnámi á háskólastigi og óska þess að auka möguleika sína í leik og starfi. Annars vegar er um að ræða MA-nám í Norðurlanda- fræðum og hins vegar MA-nám í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun. - hs Safnafræði og skattaskil Ýmsar nýjar námsleiðir standa til boða við Háskóla Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.