Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 22
 3. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið LEIÐSÖGUSKÓLINN ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL SOVÍ A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Um 850 manns hafa sótt um sumarlán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, sem eru mun fleiri en í fyrra. Um tvö þúsund manns stunda nám við háskóla landsins í sumar. Þegar hafa um 850 manns sótt um sumarlán hjá LÍN, samanborið við 550 manns í heild í fyrra. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarlán rennur út 15. ágúst og gerir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, ráð fyrir að umsóknum eigi eftir að fjölga talsvert. Um tvö þúsund manns hafa skráð sig í sumarnám í há- skólum landsins. Lánasjóðurinn fékk aukafjár- veitingu upp á 650 milljónir vegna sumarlána. „Þetta gerði okkur kleift að geta veitt öllum þeim lán sem hafa áhuga á að stunda sum- arnám,“ segir Guðrún. Frá bankahruninu í haust hefur ýmislegt annað verið gert til að bregðast við ástandinu í efna- hagsmálum innan sjóðsins. Neyð- arlán buðust námsmönnum er- lendis sem urðu fyrir verulegum áföllum vegna bankahrunsins. Um fimmtíu slík lán voru veitt en mun fleiri sóttu um þau. Þá var vaxtastyrkur aukinn til að bregðast við auknum vaxta- kostnaði, tekjuskerðing þeirra sem hófu nám á vormisseri 2009 var lækkuð í fimm prósent úr tíu prósentum og tekin upp ný gengis viðmiðun á útreikningi lána til íslenskra skiptinema, í því miði að hækka framfærslu- lán þeirra. Þá var sveigjan leiki í endurgreiðslu námslána aukinn og tekjumörk vegna undanþágu 2009 hækkuð úr 2,1 milljónum í fjórar milljónir. Um þessar mundir er verið að endurskoða úthlutunarreglur fyrir næsta vetur. „Það hefur dregist dálítið, þar sem við erum enn að bíða eftir svörum frá fjármálaráðuneytinu um fjár- veitingar fyrir árið 2010,“ segir Guðrún. „Við vonumst eftir auk- inni fjárveitingu, enda allar líkur á aukinni eftirspurn eftir lánum. Fleiri fara í nám vegna atvinnu- ástandsins og fleiri af þeim sem fara í nám munu þurfa á náms- lánum að halda þar sem tekju- öflun þeirra er minni en áður.“ Þá er nú unnið að því að lækka tekjutengdar afborganir fyrir haustið 2009 hjá þeim sem hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerð- ingu milli áranna 2008 og 2009. Endanleg útfærsla þess úrræðis liggur ekki fyrir en áætlað er að hún verði tilbúin þegar útreikn- ingar liggja fyrir um miðjan ágúst. Á heimasíðu Lánasjóðs- ins www.ils.is er þegar hægt að sækja um undanþágu á greiðslu tekjutengdra afborgana. - hhs Mikil ásókn í sumarlán Nemendur við Háskólann í Reykjavík brautskráðir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri LÍN, segir mörg skref hafa verið stigin innan Lánasjóðsins til að koma til móts við breyttar aðstæður námsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.