Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 42
22 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI Ólafur Stefánsson náði enn einum risaáfanganum á sínum ferli um helgina þegar hann varð Evrópumeistari í fjórða skiptið á ferlinum eftir ótrúlegan úrslita- leik gegn Kiel. Dvöl Ólafs í þessum vinalega bæ, sem er skammt frá Madríd, hefur verið viðburðarík en alls hefur Ólafur unnið sautján titla á sex árum hjá félaginu. „Þetta var svakalegur leikur. Kiel var með dolluna í höndunum í 119 mínútur og ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég er alltaf svona hálfdofinn allan tímann og svo allt í einu er þetta búið. Það er eins og ég sé dáleiddur meðan á leik stend- ur og svo bara allt í einu er þetta búið,“ sagði Ólafur, sem átti stór- leik og skoraði markið sem gull- tryggði sigurinn. „Ég var samt ekkert að hugsa. Það var mjög skrítið. Við þekkjum samt allir hvern annan svo vel og hreyfingar hvors annars. Í hverri hreyfingu eru þrír möguleikar og maður velur besta möguleikann. Þó svo að ég hefði klúðrað skotinu og við tapað þá hefði ég ekki verið skammaður því ég valdi rétt.“ Furðulegasti Evrópumeistaratit- illinn Ólafur hefur oftar en ekki verið bestur í stóru leikjunum og var markahæstur í sjö af átta úrslita- leikjum í þau fjögur skipti sem hann varð Evrópumeistari. „Allir þessir titlar voru mjög sætir en þetta var sá furðulegasti og furðulegri en í fyrra. Þá vorum við inni í rimmunni í 60 mínútur en í þessari viðureign vorum við í raun búnir að tapa í 119 mínút- ur. Við erum samtals níu mörkum undir þegar tuttugu mínútur eru eftir af leiknum. Það er algjört grín að snúa því við á móti Kiel,“ sagði Ólafur. Hann bauð upp á skemmtilegan dans þegar verið var að afhenda Ciudad bikarinn í leikslok. Ólafur dansaði í kringum bikarinn og setti hendurnar nálægt honum líkt og hann væri heitur. Blaða- manni lék forvitni á að vita hvað þar hefði verið í gangi en þegar Ciudad vann Meistaradeildina 2006 dansaði hann eftirminni legan vélsagardans. Felldi tár á blaðamannafundinum eftir leikinn „Ég mátti ekki snerta hann. Þetta var svona eins og í Harry Potter að ég hefði flust í annan heim ef ég hefði snert hann of snemma,“ sagði Ólafur léttur og hló við. „Ég tók svo einn kveðjuvélsagardans fyrir fólkið daginn eftir. Ég togn- aði þegar mínúta var eftir af leikn- um og vélsögin varð því að bíða aðeins.“ Það sem var óneitanlega sérstakt við þessa leiki er að Ólafur var að leika gegn vini sínum Alfreð Gísla- syni en saman urðu þeir Evrópu- meistarar með Magdeburg árið 2002. Ólafur sat við hlið Alfreðs og Talant Dujshebaev, þjálfara Ciudad, á blaðamannafundi eftir leikinn og felldi tár. „Ég var með tvo bestu þjálf- ara heimsins við hliðina á mér. Ég fann eðlilega til með Alfreð sem ég hef þekkt lengi og hann er lík- lega fagmannlegasti þjálfari sem ég hef unnið með. Það var sérstakt að spila gegn honum og vinna hans lið. Alfreð er það „kúl“ að ég vil ekkert segja að mér þyki leitt að vinna hann því ég veit að hann vill ekkert heyra það. Þetta var tilfinningaþrungin stund því ég var að kveðja frábær- an þjálfara og vinna góðan félaga,“ sagði Ólafur, sem fór lofsamlegum orðum um Kiel og það starf sem Alfreð hefur unnið með liðið. „Það versta sem gat komið fyrir önnur lið er að Kiel lenti í höndunum á Alla.“ Konan mín trúði ekki á að við gætum þetta Það höfðu ekki allir trú á því að Ciudad myndi vinna upp fimm marka forskot Kiel úr fyrri leikn- um og ein þeirra var eiginkona Ólafs. „Hún hafði enga trú á því að við gætum þetta og við ræddum það lengi. Hún horfði á hvernig Kiel rúllaði yfir öll lið á meðan við vorum að gefa færi á okkur,“ sagði Ólafur, sem kveður Ciudad Real sem Evrópu- og Spánarmeistari. „Það er auðvitað draumur að kveðja sem meistari. Það getur enginn leikmaður hugsað sér betri kveðjustund en ég fékk. Það var að vissu leyti erfitt að kveðja fólkið og það féllu tár. Spánverjarnir eru ofsalega gott fólk. Þeir eru ekkert að sýna manni samninginn eins og Þjóðverjarnir þegar maður á tvo slaka leiki. Spánverjarnir vita að maður er mannlegur og gerir sín mistök og sjá að maður legg- ur sig fram. Ég hef lært mikið af fólkinu hérna,“ sagði Ólafur, sem er kominn í langþráð frí þar sem hann hvílir þreytta fætur á sólar- strönd. Þar verður hann áfram og hann segir engar líkur vera á því að hann spili með landsliðinu í sumar. henry@frettabladid.is Draumur að kveðja sem meistari Ólafur Stefánsson kvaddi Ciudad Real síðasta sunnudag á besta mögulega hátt, sem Evrópu- og Spánar- meistari. Ólafur hefur leikið með félaginu í sex ár og unnið sautján titla. Ólafur heldur nú til Þýskalands þar sem hann leikur með Rhein-Neckar Löwen næstu tvö árin. Hann spilar ekki með landsliðinu í sumar. KÓNGURINN HYLLTUR Jerome Fernandez tók Ólaf á herðar sínar eftir leikinn á sunnudag. Á sama tíma hylltu stuðningsmenn Ciudad Real hetjuna sem hefur þjónað félaginu vel síðustu sex ár. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Landsliðsmarkvörðurinn geðþekki, Björgvin Páll Gústavsson, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Bittenfeld og halda þess í stað til Sviss. Björgvin Páll er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Kadetten Schaffhausen. Er það annað tveggja bestu liða landsins en hitt er Amicitia Zürich sem Kári Kristján Kristjánsson samdi við á dögunum. „Þetta kom upp fyrir um tveim vikum og gekk allt afar hratt fyrir sig,“ sagði Björgvin Páll við Fréttablaðið í gær en hann er afar spenntur fyrir því að ganga í raðir félagsins. „Það var smá vafi í fyrstu enda er þetta kannski ekki sterkasta deildin. Ég sannfærðist aftur á móti eftir að hafa skoðað aðstæður. Þetta er flottur klúbbur og liðið sterkt. Ætli það væri ekki á bilinu sjötta til tíunda sæti í þýsku úrvalsdeildinni ef það væri að spila þar. Það heillaði mig líka að keppa um titil á hverju ári sem og að taka þátt í Evrópukeppni. Svo er ég líka markvörður númer eitt og það skiptir mig máli að fá að spila mikið,“ sagði Björgvin Páll en Schaffhausen datt út fyrir Nordhorn í Evrópukeppninni í ár. Aðstæður eru einnig allar hinar bestu enda fjárhags- lega vel statt félag. „Það kom mér á óvart hvað allar aðstæður eru góðar hjá félaginu. Gildir það jafnt um æfingaaðstöðu sem og sjúkraþjálfarateymi og annað. Aðbúnaðurinn gefur þýsku úrvalsdeildarliðunum ekkert eftir,“ sagði Björg- vin Páll, sem fær einnig flottan samning hjá félaginu. „Mér sýnist ekki vera nein kreppa í Sviss. Liðið er sterkt fjárhagslega og ég meira en tvöfalda launin mín. Það skiptir líka máli í þessu árferði að vera hjá félagi þar sem maður getur treyst á að fá útborgað. Það ætti ekki að vera vandamál þarna,“ sagði Björgvin Páll, sem hefur ekki gefið upp vonina um að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég er bara 24 ára og á mörg ár eftir. Þarna fæ ég að spila og get bætt mig sem markvörður. Vonandi get ég svo tekið næsta skref í kjölfarið,“ sagði Björgvin en Tékkinn Jan Filip er einnig á leið til liðsins frá Rhein-Neckar Löwen. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: YFIRGEFUR ÞÝSKALAND OG GENGUR Í RAÐIR EINS BESTA LIÐS SVISS Björgvin Páll er búinn að semja við Schaffhausen SUND Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir vann til gullverð- launa á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í gær og setti jafnframt mótsmet, í tvígang. Ragnheiður synti á nýju móts- meti, 56,53 sekúndum, í undan- rásum í gærmorgun en tíminn er tæpri sekúndu frá Íslandsmeti hennar í greininni sem er 55,66 sekúndur. Í úrslitasundinu sjálfu synti hún svo á tímanum 55,97 sekúnd- um og vann gullið en hin unga og efnilega Ingibjörg Jónsdóttir varð í fjórða sæti. Ásdís Hjálmsdóttir spjótkast- ari, Jóhanna Ingadóttir þrí- stökkvari, Kári Steinn Karlsson langhlaupari og Bergur Ingi Pét- ursson sleggjukastari unnu öll til gullverðlauna á leikunum í gær. - óþ Smáþjóðaleikarnir í gær: Ragnheiður með mótsmet RAGNHEIÐUR Vann gull á Smáþjóðaleik- unum í gær. MYND/PÁLL BERGMANN KÖRFUBOLTI Karlalandslið Íslands í körfubolta byrjaði vel á Smá- þjóðaleikunum í gær með fjörtíu stiga sigri á Möltu, 93-53, en stað- an í hálfleik var 54-20 Íslandi í vil. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig en Magnús Þór Gunnarsson, Sigurður Þorsteinsson og Þorleif- ur Ólafsson komu næstir með 12 stig hver. Ísland mætir heimamönnum í Kýpur á leikunum í dag. Þá tapaði kvennalandslið Íslands í körfubolta fyrir Möltu, 53-69, þar sem Helena Sverris- dóttir var stigahæst með 16 stig en liðið leikur aftur á morgun gegn Lúxemborg. - óþ Smáþjóðaleikarnir í gær: Fjörutíu stiga sigur á Möltu PÁLL AXEL Var stigahæstur hjá íslenska liðinu í gær með 20 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > Björgvin í stað Andra Stefan Miðjumaðurinn Andri Stefan hefur gengið frá tveggja ára samningi við norska meistaraliðið Fyllingen. Bæði Fyllingen og Drammen vildu fá Andra, sem valdi Fyllingen á endanum. Haukar hafa þegar fund- ið arftaka hans hjá félaginu því Stjörnumaðurinn Björgvin Hólmgeirsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Athygli vekur að Andri verður ekki atvinnumaður á fullum launum heldur mun félagið útvega honum vinnu sem hann verður í þrjá daga vikunnar. sport@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.