Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 8
 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR boðar til almenns félagsfundar á hótel Loftleiðum fimmtudaginn 4. júní kl. 19:30. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Dagskrá félagsfundar – upplýsingafundur: 1. Endurskoðun kjarasamninga – staða 2. VR og ASÍ 3. VR og sýnileiki 4. Jafnréttisstefna VR 5. Efnahagsmál Félagsfundur VR 4. júní 2009 BRETLAND, AP Breski innanríkis- ráðherrann Jacqui Smith ætlar að segja af sér embætti á næstu dögum, að því er breskir fjölmiðlar greindu frá í gær. Einnig er greint frá því að for- sætisráðherrann Gordon Brown ætli sér að gera ýmsar breytingar á ríkisstjórn sinni eftir kosningar til Evrópuþingsins, sem verða á fimmtudag. Þá ætla Tom Watson, aðstoðarráðherra og þingmaður, og Beverley Hughes, ráðherra fjölskyldumála, að láta af störfum. Nokkrir þingmenn Verkamanna- flokksins hafa tilkynnt að þeir muni hætta í næstu kosningum. Jacqui Smith er meðal þeirra bresku þingmanna og ráðherra sem hafa fengið á sig mikla gagn- rýni fyrir að hafa fengið endur- greiddan ýmsan persónulegan kostnað frá hinu opinbera. Þar á meðal er kostnaður við leigu á tveimur klámmyndum sem eigin- maður hennar tók á leigu. Þá skráði hún heimili systur sinnar í London sem aðalheimili sitt og fékk þannig styrki fyrir að halda tvö heimili. Smith hefur verið þingmaður Verkamannaflokksins frá árinu 1997 og varð fyrst kvenna til að verða innanríkisráðherra árið 2007. Samkvæmt fréttum fjöl- miðla hyggst Smith ekki hætta þingmennsku heldur berjast fyrir áframhaldandi sæti sínu á þingi fyrir Redditch-hérað. Auk þessara þriggja ráðherra er einnig talið líklegt að Alistair Darling verði fluttur úr fjármála- ráðuneytinu, en hann hefur einnig fengið á sig gagnrýni vegna endur- greiðslna frá ríkinu. Sömu sögu má segja af samgönguráðherranum Geoff Hoon, en báðir ráðherrarnir hafa lofað að borga upphæðirnar til baka. Talsmaður Gordons Brown vildi ekki tjá sig um afsagnirnar í gær. Þrýstingur á að hann boði til kosn- inga hefur aukist til muna undan- farið, en hann verður að halda kosningar fyrir júní á næsta ári. Stjórnmálafræðingar spá því að hundruð stjórnmálamanna muni missa vinnuna í kosningunum vegna hneykslismálanna. thorunn@frettabladid.is Ráðherrar í stjórn Browns segja af sér Ráðherrar í ríkisstjórn Gordons Brown ætla að segja af sér. Þá er gert ráð fyrir mikilli uppstokkun í ríkisstjórninni á næstunni, að loknum kosningum til Evrópuþings sem verða á fimmtudaginn. JACQUI SMITH Innanríkisráðherrann Jacqui Smith kemur af ríkisstjórnarfundi í Downing-stræti 10 í gær. Hún er sögð ætla að segja af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP REYKJAVÍK Ánægja borgarstarfs- manna er meiri í ár en í fyrra. Samkvæmt viðhorfskönnun sem Mannauðsskrif- stofa borgar- innar gerði eru níutíu prósent starfsmanna á heildina litið ánægð í starfi, samanborið við 83 prósent í fyrra. Könnunin náði til um 6.700 starfsmanna borgarinnar, allra fastráðinna og fjölmargra lausráðinna. „Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri seg- ist ánægð með niðurstöðurnar. „Þær eru vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má gera til að bæta líðan starfs- manna enn frekar og þar af leið- andi þjónustu borgarinnar,“ sagði borgarstjóri. - kóp Borgarstarfsmenn ánægðir: Ánægja starfs- fólks vaxandi HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Sumarhátíðir á einum stað Vegna vísbendinga um aukinn áhuga Íslendinga á ferðalögum innanlands í sumar hefur rekstrar- og útgáfusvið Sambands íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um menningar-, úti- og sumarhátíðir sveitarfélaga. Eru upplýsingarnar nú komnar á einn stað á vefnum Samband.is. FERÐALÖG BRASILÍA, AP Talið er víst að brak sem fannst um 650 kílómetra norð- austur af Brasilíu í gær sé úr far- þegaþotu Air France sem hvarf með 228 manns innanborðs yfir Atlantshafi í fyrrinótt. Flugvéla- sæti, björgunarvesti, málmbútar og steinolía sem notuð er í flug- vélaeldsneyti eru meðal þess sem hermenn úr brasilíska flughernum sögðu fljóta á hafinu. Nelson Jobim, varnarmála- ráðherra Brasilíu, sagðist í gær- kvöldi ekki efast um að brakið sem fannst í sjónum væri úr Air France-vélinni. Þremur flutninga skipum hafði verið beint af leið til að taka þátt í leitinni. Búist er við að brasil- ísk herskip bætist í leitarhópinn í dag. Frönsk herskip hófu einnig leit í gær. Meðal þess sem herflugvélar leituðu að í gær er flugriti vélar- innar, sem inniheldur upplýsing- ar um hraða, hæð og flugstefnu og hljóðupptökur úr flugstjórnar- klefa. Flugvélar leituðu í gær á hafsvæði þar sem dýpi er mest um 4.700 metrar. Sjaldgæft er að flugritar finnast á svo miklu dýpi. Vél Air France fórst á leið sinni frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Charles de Gaulle-flugvallarins í París. Um borð voru 61 Frakki, 58 Brasilíumenn, 26 Þjóðverjar, níu Kínverjar, níu Ítalir og færri frá 27 öðrum löndum, þar af einn íslenskur ríkisborgari. - kg Talið er víst að flugvélabrak tilheyri vél Air France sem fórst í Atlantshafi: Brak fannst úti fyrir Brasilíu LEIT Hermenn franska flughersins á franskri herstöð í Dakar, höfuðborg Senegals, búa sig til leitar. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.