Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 6
6 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is STJÓRNMÁL Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur segir í nýrri bók um bankahrunið að forsætisráðherra Breta hafi nánast grátbeðið íslenska starfsbróður sinn um að sækja eftir aðstoð fyrir Íslendinga samkvæmt „prógrammi“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðni vísar til samtals sem Geir H. Haarde og Gordon Brown áttu í síma að kvöldi sunnu- dagsins 5. október. „Hann [Brown] ráðlagði, hvatti og nánast grátbað Geir H. Haarde að leita til sjóðsins og þiggja þaðan neyðaraðstoð. Öðruvísi yrði Íslandi ekki bjargað og Brown virtist mikið niðri fyrir. Hann sagði vandann á Íslandi kerfis lægan og önnur lönd kæmu ekki til bjargar nema Ísland nyti fyrst góðs af „pró- grammi“ Alþjóðagjaldeyrisjóðsins,“ segir um innhald samtals Browns og Geirs í bók Guðna. Samkvæmt lýsingu Guðna á samtalinu kvaðst Brown vera áhyggjufullur og vilja vita hvort hann gæti orðið að liði. „Geir viður- kenndi fúslega að ástandið væri svart og benti á að Íslandi hafi gengið illa að leita aðstoðar. Seðlabanki Íslands hefði til dæmis leitað lána hjá Englandsbanka en fengið afsvar, síðast daginn áður,“ segir í bókinni en Brown vildi heldur ræða aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Geir hafi þá sagt sig og aðra íslenska ráða- menn líta á það sem örþrifaráð sem ekki yrði leitað nema allar aðrar bjargir væru bannaðar. „En Gordon Brown gaf sig ekki. Hann ítrek- aði sjónarmið sín og kvaðst geta fullyrt að aðrir leiðtogar í Evrópu væru sama sinnis. Ekkert „prógramm“ Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins = engin aðstoð einstakra ríkja,“ segir í bók Guðna, sem kveður breska forsætisráðherrann ekki hafa verið að gefa góð ráð af því að hann vildi vera vinur í raun. „Hann vissi að vandi Íslands var vandi Bretlands þegar að var gáð,“ segir í bókinni Hruninu. Daginn eftir samtal Geirs og Brown sam- þykkti Alþingi neyðarlög. - gar Nýjar upplýsingar í bók Guðna Th. Jóhannessonar um samskipti Gordons Brown og Geirs Haarde: Brown grátbað Geir um að leita til AGS GUÐNI TH. JÓHANNESSON GEIR HAARDE GORDON BROWN STJÓRNMÁL Sendiherra Kína á Íslandi lýsti í gær óánægju ríkis stjórnar sinnar með fundi íslenskra ráðamanna með Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta. Fjórir ráðherrar og rúmlega tíu alþingismenn hittu Dalai Lama í gær og fyrradag. Áratuga deilur Kínverja og Tíbeta um yfirráð yfir Tíbet hafa verið harkalegar og á stund- um blóðugar. Dalai Lama er tals- maður þess að Tíbetar fái sjálfs- stjórn en kínversk stjórnvöld vilja fara með full yfirráð yfir Tíbet. Samskipti þjóðanna eru afar við- kvæm og andæfa kínversk stjórn- völd kröftuglega í hvert sinn sem Dalai Lama hittir erlenda þjóðar- leiðtoga eða ráðamenn. Sú staðreynd að hvorki forsætis- né utanríkisráðherra né heldur for- seti Íslands hafi séð sér fært að hitta Dalai Lama í Íslandsheim- sókninni hefur vakið athygli. „Það er nefnilega neyðarlegt að æðstu embættismenn þjóðarinnar komi sér hjá því að hitta friðarhöfðingj- ann,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og formaður Vina Tíbets, til dæmis á vef sinn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi á laugar- dag, degi fyrir komu Dalai Lama til landsins. Tilviljun réði því að fundinn bar upp svo skömmu fyrir komu tíbetska leiðtogans. „Það hittist svona á,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fundurinn hafi ekki tengst komu Dalai Lama til Íslands og málefni Tíbet ekki komið til umræðu. Á heimasíðu forseta- embættisins segir að efni fundar- ins hafi verið „margvísleg tæki- færi til að auka samvinnu Íslands og Kína á sviðum menningar, vís- inda og viðskipta“. Sendiherrann fyrrverandi, Wang Ronghua, gegndi hér störfum árin 1998-2002. Hann flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands á fimmtudag um söguleg kínversk gagnasöfn. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins starfar sendiherrann fyrrverandi nú fyrir írskt mark- aðsrannsóknafyrirtæki í Kína. Ólafur Ragnar fór á sunnudag til Kýpur til að vera við Smáþjóða- leikana sem hófust með setningar- athöfn á mánudag. Viðstaddir voru leiðtogar allra þátttökuríkja. Langt er um liðið síðan Ólafur Ragnar þekktist boð Íþrótta- og Ólymp- íusambandsins um að dvelja með íslenska íþróttafólkinu á Kýpur. Ekki kom til álita að endurskoða þá ákvörðun. Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra er á Möltu þar sem hann ræðir við þarlenda ráðherra um veru ríkisins í Evr- ópusambandinu. Fram kom í gær að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra væri úti á landi fyrri part dags og gæti því ekki hitt Dalai Lama. Seinni partinn og fram á kvöld sat hún stífa fundi. Upplýst var opinber- lega um fyrirhugaða komu Dalai Lama hingað til lands 9. febrúar. bjorn@frettabladid.is Helstu ráðamenn fjarri Dalai Lama Forseti Íslands fundaði með fyrrverandi sendiherra Kína degi fyrir komu Dalai Lama til landsins og hélt svo til Kýpur. Forsætisráðherra var úti á landi fyrri part gærdagsins og á stífum fundum seinni partinn. Utanríkisráðherra er á Möltu. HEIMSÓKN „Það er alltaf upplifun að hitta jafn merka menn og Dalai Lama er. Ég hef ekki kafað djúpt ofan í málefni Tíbets en þessi fundur vakti áhuga minn enn frekar á þeim málum,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra, sem í gær átti stuttan fund með Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta. Dalai Lama gerði víðreist um borgina í gær og var hvarvetna vel tekið. Löng biðröð myndaðist fyrir framan Laugardalshöllina þar sem trúarleiðtoginn hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi. Einnig var hvert sæti skipað í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem hann flutti erindi. Þá hitti Dalai Lama Ástu Ragnheiði Jóhannes dóttur, forseta Alþingis, í þinghús- inu og fundaði með þingmönnum utanríkis- málanefndar. Katrín fund aði með Dalai Lama ásamt Ögmundi Jónas syni, heilbrigðis ráðherra, Birgittu Jónsdóttur, þingflokks formanni Borgarahreyfingarinnar og Björgvini G. Sigurðssyni, þingflokks formanni Samfylkingarinnar. Að sögn Katrínar stóð fundurinn heldur stutt yfir, rúmlega tuttugu mínútur, enda dagskrá Dalai Lama þétt- skipuð í stuttri heimsókn hingað til lands. „Við ræddum aðallega um deilur útlagastjórnar- innar í Tíbet við kínversk stjórnvöld.“ - kg Mikill áhugi á heimsókn Dalai Lama til Íslands: Upplifun að hitta Dalai Lama KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR HEIMSÓKN Á ALÞINGI Dalai Lama heimsótti meðal annars Alþingi í gær í boði Ástu R. Jóhannesdóttur þingforseta og utanríkismálanefndar þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Auglýsingasími – Mest lesið „Þau voru fyrst og fremst að kynna okkur fyrirætlanir sínar og óska eftir skrif- stofuhúsnæði. Hugmyndin um móttöku kom upp, en hefðum og venjum samkvæmt varð ekki úr henni þar sem um var að ræða gest í einkaheim- sókn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Hún segir aðila sem stóðu að heimsókn Dalai Lama hafa vakið máls á því hvort mögulegt væri að halda trúarleiðtoganum formlega móttöku á vegum borgarinnar. Það hafi verið gert í aðdraganda heimsóknarinnar. „Í þessu tilviki var hvorki um að ræða opinbera heimsókn né formlega heimsókn til Reykjavíkur. Þess vegna varð ekkert af formlegri móttöku,“ segir Hanna Birna. - kg ENGIN MÓTTAKA HJÁ BORGINNI Telur þú að þjóðarsátt náist í kjara- og efnahagsmálum? Já 26,2% Nei 73,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Sóttir þú atburði tengda Dalai Lama meðan á heimsókn hans stóð? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.