Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 28
 3. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR Dvöl við nám og störf í öðru landi víkkar verulega sjón- deildarhringinn. Skiptinám eitt eða tvö misseri við erlendan háskóla er bæði einfaldari og ódýrari leið til að öðlast slíka reynslu en að fara í fullt nám á eigin vegum erlendis. Flestir háskólanemar fara í skipti- nám í gegnum Erasmus-áætlunina sem gildir fyrir Evrópusambands- lönd og Nordplus sem gildir fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. Að sögn Bjargar Eysteinsdóttur hjá Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands tóku í upphafi aðeins Háskóli Íslands og Listaháskólinn þátt í þessum áætlunum en nú eru nánast allir háskólar á landinu aðilar að þeim. „Þetta er skemmti- legt fyrir komulag sem opnar aðeins gluggann að stærri háskólum fyrir íslensku stúdentana,“ segir Björg. Margir íslenskir háskólanemar hafa enda nýtt sér þennan mögu- leika þau tæpu tuttugu ár sem hann hefur staðið til boða. Námsmaður í skiptinámi greiðir árleg skrásetningargjöld sín við Háskóla Íslands. Skólagjöld við erlenda háskólann sem neminn sækir eru hins vegar felld niður eða mikið lækkuð. Neminn fær einnig aðstoð frá viðtökuskólanum við húsnæðis leit. Ef farið er í gegnum Nordplus og Erasmusskipti býðst stúdentum ferðastyrkur og dvalarstyrkur. Styrkirnir eru reiknaðir í evrum en upphæðir geta verið breytilegar eftir árum. Íslenskir nemendur geta fengið styrkina greidda út í evrum ef þeir eiga gjaldeyris- reikninga. Hægt er að fara í skiptinám á öllum stigum, það er í grunnnámi, framhaldsnámi og doktorsnámi. Eina skilyrðið er í raun að hafa lokið sem svarar eins árs námi áður en haldið er utan. Björg Eysteinsdóttir segir að í kjölfar bankahrunsins í haust sem leið hafi allnokkrir skiptistúdentar komið heim fyrr en áætlað var og að einhverjir sem ætluðu að vera í skiptinámi á vormisserinu 2009 hafi hætt við að fara. „Þetta voru þó ekki eins margir og við bjuggumst við,“ segir Björg. Sömuleiðis segir hún fjölda umsókna vegna skiptináms næsta skólaár vera áþekkan og fyrri ár. Þannig að ekki er að sjá að ís- lenskir háskólanemar láti efnahags- ástandið hafa áhrif á fyrir ætlanir sínar um skiptinám. - st Skiptinám opnar glugga Margir háskólanemar fara í skiptinám við erlenda samstarfsháskóla eitt eða tvö misseri. Að sögn Bjargar Eysteinsdóttur hjá Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands er fjöldi umsókna um skiptinám næsta skólaár nú áþekkur og í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY Margir möguleikar eru í boði Evrópusambandslönd – Erasmus Norðurlönd – Nordplus/Erasmus Eystrasaltslönd – Nordplus /Erasmus Bandaríkin – ISEP, MAUI Kanada – CREPUQ Ástralía – AEN Einnig eru í gildi ýmsir tvíhliða- samningar. LÚR - BETRI HVÍLD www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Frábært úrval sófa og hvíldarstóla Fréttablaðið gefur út röð ferðablaða í sumar undir heitinu „Ísland er landið“. Næstu blöð koma út sem hér segir: Ísland er landið - Norðurland 4. júní Ísland er landið - Reykjanes 10. júní Ísland er landið - Austurland 11. júní Ísland er landið - Landið allt 18. júní Auglýsingar: Bjarni Þ. Sigurðsson, s: 512 5471, bjarnithor@365.is Hlynur Þ. Steingrímsson, s: 512 5439, hlynurs@365.is Sigríður D. Sigurbjörnsdóttir, s: 512 5462, sigridurdagny@365.is Benedikt F. Jónsson, s: 512 5411, benediktj@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.