Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 38
18 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman HINIR STERKU HLUTIR Þeir eru hérna frá NASA og vilja bera hana á nýjustu geimskutluna sína! Þú ert til, er það ekki Ívar? Góðan daginn Palli. Guð minn góður, það er morgun, gott að uppgötva það, mamma! Bíddu nú við, sólin er lágt á lofti í austri, hér ilmar af kaffi og spældum eggjum! Kaldhæðnin vegur þungt þennan morgun! Já, mann langar bara til að skera hana! Vignir, nú verð- urðu að vakna, þetta er í þriðja skipti sem ég kem hingað upp. Og ekki reyna að afsaka þig með einhverri ofnotkun á verkjalyfjum. Er þetta allt sem við eigum? Mjási, hvert eruð þið og fuglinn að fara? Suður á bóginn. Heimskuleg spurning. Er þetta allt sem við höfum lagt fyrir í skólasjóð barn- anna okkar? Hvað? Þetta er þó eitthvað. Eitthvað? Þetta er brotabrot af brotabroti af því sem þau þurfa fyrir kennslu! Ég finn meiri peninga í þurrkaranum! Bíddu, núna erum við búin að tvöfalda upphæðina! Flestir hugsa eflaust um framhjáhald sem alvarlegt trúnaðarbrot sem kemur fáum öðrum við en hlutaðeigandi aðilum. Allavega er ég nokkuð viss um að fáir hugsi um framhjáhald sem glæpsam- legt athæfi sem varðað getur fangelsisvist. Það er samt raunin í Dubai þar sem bresk kona situr nú í fangelsi fyrir að hafa haldið framhjá eiginmanni sínum. Hin 44 ára Sally Antia var hand- tekin 2. maí á Radisson-hóteli í Dubai með elskhuga sínum. Hún og eiginmaður hennar, Vincent Antia, voru um það bil að skilja, en hann er sagður hafa látið lög- regluna vita að Sally væri að hitta annan mann áður en skilnaðurinn var genginn í gegn. Framhjáhald telst ólög- legt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en talið er líklegt að Vincent hafi látið lögregluna vita til að öðlast forræði yfir ellefu og þrettán ára dætrum þeirra í kjölfar skilnaðarins. Sally bíður nú eftir því að fara fyrir rétt í annað sinn í þessari viku og á líklega yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisvist. Málið er ekki það fyrsta sinnar tegundar því bresk kona hefur áður verið fundin sek um að halda framhjá egypskum eigin- manni sínum í Dubai. Hún sat þrjá mánuði í fangelsi og missti forræðið yfir börnum sínum, en þetta mál þykir ólíkt að því leyt- inu til að bæði eru Sally og Vincent breskir ríkisborgarar. Mannréttindasinnar eru á einu máli um að sleppa eigi Sally tafarlaust úr haldi því hefði atvikið átt sér stað í heimalandi þeirra væri staða Sally önnur. Svo má líka deila um hvað Vincent hefur raunverulega mikið til síns máls fyrst skilnaður þeirra hjóna var um það bil að ganga í gegn. Glæpsamlegt framhjáhald NOKKUR ORÐ Alma Guðmunds- dóttir Námsbrautir á meistarastigi Námsbrautir á grunnstigi Sæktu um hagnýtt og framsækið nám Námsfyrirkomulag hentar fyrir einstaklinga sem eru á vinnumarkaði eða í atvinnuleit

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.