Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 10
10 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is 350.00 ÞÚ TALDIR RÉTT: 350 MILLJÓNIR F í t o n / S Í A F I 0 2 9 5 3 2 Kannski er það bara ímyndun í mér, en mér hefur sýnst eins og fleiri karlmenn séu órakaðir eða hreinlega skeggjaðir eftir að kreppan skall á. Engin furða, því rakvélablöðin eru ekki gefins. Á Íslandi hefur Gillette mjög sterka mark- aðshlutdeild og varla sjást önnur blöð í verslunum. Að sögn Þórhalls Baldurs- sonar, sölustjóra hjá Ísam, ræðst verð blaðanna af gengi evrunnar. „Frá því í janúar 2008 hafa engar hækkanir átt sér stað nema þær sem tengjast geng- inu,“ segir hann. Í janúar var evran á 90 kr., nú er hún á um 170 kr. Nokkrar tegundir af Gillette-blöðum eru í boði en fimm blaða Fusion er nýj- asta tegundin og er sögð gefa mýkstan rakstur. Átta blaða pakki er sagður duga í sex mánuði. Á föstudaginn kost- aði átta blaða pakki 2.798 kr í Bónus. Í Krónunni kostaði 4 blaða pakki 2.799 kr. Það borgar sig greinilega að bera saman verð. Vilji skeggmenn berjast á móti straumnum má benda á rakarastofuna Herramenn í Kópavogi (www.herra- menn.is). Þar er boðið upp á ýmsa aðra möguleika í rakstri. Atli skrifar: „Ég fjárfesti í nýtísku gamaldags rakvél fyrir rúmum tveimur árum. Mörgum fannst þetta vera skrítið uppátæki hjá mér. Ég keypti í leiðinni lager af rakvélablöðum í hana. Hver pakki með 10 blöðum kostar 700 kr. hjá Herramönnum. Ég get notað hvert blað oftar en Gillette-blöðin. Sama sagan er með raksápuna, ég notast við alvöru harða raksápu og bursta. Mikill verðmunur er þar líka.“ Neytendur: Gengi evrunnar hefur áhrif á skeggtískuna Rakvélablöð hafa hækkað mikið í verði VERÐHÆKKUN Þessi hefur litlar áhyggjur af verð- hækkunum á rakvélablöðum. EFTIRLIFANDI BÍTLAR Ringo Starr og Paul McCartney komu fram saman í Los Angeles á mánudaginn. Þar var útgáfu á nýjum tölvuleik, The Beatles Rockband, fagnað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖRYGGISMÁL Norska varðskipið Harstad kom til Reykjavíkur í gær en skipið er hér á landi í boði Land- helgisgæslunnar. Skipið er systur- skip íslenska varðskipsins Þórs, sem er í smíðum í Chile og kemur til landsins innan tíðar. Heimsókn Harstad er liður í samstarfi á milli Landhelgisgæsl- unnar og norsku strandgæslunnar á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar sem byggir á samningi frá árinu 2008. Sam- komulagið er á sviði sameiginlegra aðgerða vegna hugsanlegra meng- unarslysa, fiskveiðieftirlits, skipta á skipaumferðarupplýsingum, leit- ar og björgunar á hafinu og ýmissa annarra málefna er tengjast verk- efnum á sviði strandgæslu. Á morgun og föstudag verður varðskipið við æfingar með varð- skipi og þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. Harstad kemur síðan inn til Reykjavíkur aftur um helgina og verður til sýnis fyrir almenn- ing á sjómannadaginn 7. júní frá klukkan 13.30 til 17.00 þar sem það mun liggja við Miðbakkann í Reykjavík. - shá Systurskip Þórs, nýs varðskips Landhelgisgæslunnar, í heimsókn í Reykjavík: Norðmenn komnir til æfinga HARSTAD Á HAFI ÚTI Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar byggir á sömu teikningu og Harstad. Íslenska skipið verður þó stærra og betur búið. MYND/LHG SAMFÉLAGSMÁL Rauði krossinn stendur í samvinnu við Öldrunar- ráð Íslands og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fyrir óvenjulegum sumar námskeiðum fyrir börn með afar fjölbreyttri dagskrá undir yfirskriftinni Gleðidagar – ungur nemur, gamall temur. Eldri borgarar munu leiðbeina og ráða sjálfir hverju þeir miðla til barnanna, samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum. Sem dæmi um námskeið má nefna gamla leiki, hnútabindingar, handavinnu eða sögur. Hugarflug og kunnátta þeirra eldri ræður för. - ghs Nýstárleg sumarnámskeið: Eldri borgarar miðla börnum EFNAHAGSMÁL Félag íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) mótmælir hækkun stjórnvalda á bifreiða- gjöldum og álögum á eldsneyti. Í tilkynningu er hækkunin sögð árás á fjárhag heimilanna. Hækkun á eldsneytisverði kemur verst niður á tekjulægsta fólkinu og þeim sem búa á lands- byggðinni, segir í tilkynningu FÍB. Þar er einnig bent á að hækkanirnar hafi bein áhrif á skuldir heimilanna vegna verð- tryggingarinnar. - bj FÍB mótmælir bensínhækkun: Árás á fjárhag heimilanna HÆKKUN Stjórnvöld hækkuðu álögur á bensín um tíu krónur og á dísilolíu um fimm krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stolið frá skátunum Tveimur kassabílum í eigu Sumar- búða skáta var stolið úr Smáralind á hvítasunnudag. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir að láta Banda- lag íslenskra skáta eða lögreglu vita. LÖGREGLUMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.