Fréttablaðið - 03.06.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 03.06.2009, Síða 24
 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR2 Á Drangsnesi, sem er fámennt sjávar þorp við norðanverðan Stein- grímsfjörð á Ströndum, hefur verið talsverður uppgangur síðastliðin ár og eiga hjónin Ásbjörn Magn- ússon og Valgerður Magnúsdóttir þar hlut að máli. Þau reka Gisti- heimilið Malarhorn og komu á fót veitingastaðnum Malarkaffi, sem dóttir þeirra Þuríður Ásbjörns- dóttir rekur nú, en ferðaþjónustu- ævintýri þeirra hófst árið 2006 og fer í fullan gang í sumar. Byggðin á Drangsnesi er frem- ur ung en þéttbýli tók að myndast um 1925. Þar búa nú tæplega níutíu manns. Drangsnes er útgerðarbær og hefur afkoma íbúanna grund- vallast á sjósókn og fiskvinnslu. En hvernig datt hjónunum í hug að koma á fót ferðaþjónustu í þessu litla þorpi? „Kvótinn var orðinn lítill auk þess sem rækjan yfirgaf okkur og þá var bara að taka til sinna ráða,“ segir Ásbjörn. „Við fórum hægt af stað og byrjuðum á því að leigja íbúð í skólanum og leikskólanum sumarið 2006 sem við síðan leigðum út til gesta. Sumarið 2007 tókum við í notkun lítið hús með fjórum her- bergjum og eldhúsi ásamt því sem við opnuðum Malarkaffi á efri hæð fiskvinnsluhúss við hlið gistiheim- ilisins. Um mitt fyrrasumar var svo tíu herbergja bjálkahús tekið í notkun og fer starfsemin í fullan gang í sumar.“ Þá býður Ásbjörn upp á siglingar með Sundhana ST-3 bæði í náttúru- skoðunarferðir og reglulegar ferðir út í Grímsey sem er í seilingarfjar- lægð. En hvað er það sem dregur ferðamenn að? „Þetta er auðvitað nokkuð sérstakur staður en sveitar- stjórinn okkar Jenný Jensdóttir heldur því fram að þetta sé minnsta sjávarþorp í heimi. Ég veit nú ekki hvort það sé rétt hjá henni en held þó að það hljóti að vera nokkuð nærri lagi. Þá hefur nálægðin við Grímsey mikið aðdráttarafl ásamt steindranginum Kerlingu sem þorpið dregur nafn sitt af. Sagan segir að drangurinn sé eitt þeirra trölla sem ætluðu að grafa Vestfirð- ingafjórðung frá meginlandinu og stofna tröllaríki en hana má kynna sér betur á www.malarhorn.is.“ vera@frettabladid.is ÁST, RÓMANTÍK OG KYNLÍF er þemað á sumarsýningu Minja- safnsins sem verður opnuð 17. júní. Nánar á www.minjasafn.is. Hægt er að bregða sér í heita potta við flæðarmálið og nýja sundlaug skammt frá. Ásbjörn fór hægt af stað en starfsemin fer á fullt í sumar. MYND/ÚR EINKASAFNI Uppgangur á Drangsnesi Hjónin Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir komu á fót kaffihúsi og reka gistiheimili í einu minnsta sjávarplássi í heimi. Grímsey er í seilingarfjarlægð og tröllkerling trekkir einnig að. Hér má sjá glitta í kaffihúsið, gistiheimilið, Grímsey og hina steinrunnu tröllkerlingu sem Drangsnes dregur nafn sitt af. MYND/ÚR EINKASAFNI „Gönguleiðir verða merktar inn í GPS-tæki þannig að fólk getur gengið sjálft um svæðið,“ upplýsir Elín Lóa Baldursdóttir, annar tveggja staðarhaldara í Kerlingar- fjöllum. „Þá verða líka hnit af athyglisverðum stöðum sett inn í tækið.“ Elín Lóa nefnir að einnig verði í boði gönguferðir með leið- sögn um svæðið frá 10. júlí til verslunarmannahelgar. „Annar staðar haldarinn, Snæbjörn Guð- mundsson, sem er að klára nám í jarðfræði við Háskóla Íslands, mun halda utan um ferðirnar. Þetta verða um það bil þriggja til fjögurra tíma göngur um svæðið,“ segir Elín Lóa og bætir við að einnig sé hægt að fara í lengri göngur um svæðið. „Í Kerlingar- fjöllum eru fjölmargar merktar gönguleiðir og þær verða settar inn í GPS-tækið, sem fólk getur þá leigt og gengið með.“ Elín Lóa segir að ákveðið hafi verið að fara af stað með þessar nýjungar til þess að auðvelda fólki að ganga um svæðið. „Það er meira öryggi í að hafa GPS- tæki þegar gengið er um hálend- ið. Fólki finnst oft þægilegra að hafa merktar leiðir og GPS-tæki,“ útskýrir hún. „Nýjungarnar eru hugsaðar fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn því þær auð- velda í raun öllum þeim sem vilja ganga um svæðið.“ Spurð hvað geri Kerlingarfjöll að heillandi göngusvæði segir Elín Lóa það meðal annars stórbrotna náttúru- fegurð. „Kerlingarfjöllin eru eitt best geymda leyndarmál hálendis- ins. Svæðið er fallegt og svolítið úr alfaraleið en þó er tiltölulega auð- velt að komast þangað. Þar er til dæmis fjall sem heitir Snækollur og í góðu skyggni þá er eitt besta útsýni landsins þaðan. Þar er hægt að sjá til sjávar bæði til norðurs og suðurs og því er vel þess virði að koma og ganga á fjallið.“ Nánari upplýsingar um göngu- leiðir í Kerlingarfjöllum má finna á www.kerlingarfjoll.is. Gengið í náttúrufegurð Í Kerlingarfjöllum má finna ýmsar skemmtilegar gönguleiðir. Í sumar verður þar í fyrsta skipti boðið upp á gönguferðir um svæðið með leiðsögn en einnig verður hægt að leigja GPS-tæki með gönguleiðum. Kynning Selatalningin mikla er talningarverkefni framkvæmt við Vatnsnes og austurströnd Heggsstaðaness á ári hverju. Talið er til skiptis í júlí og ágúst. Sjálfboðaliðar ganga þá allar fjörur á talningarsvæðinu og skrá á sérstakt blað alla seli, bæði á sjó og landi, staðsetningu þeirra og tímasetningu. Sjá www.selasetur.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Jónsmessunótt á Fimmvörðuháls Skráning í Jónsmessunæturgöngu Útivistar í síma 562 1000 Upplifðu stemninguna Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Kerlingarfjöll eru rómuð fyrir mikla nátt- úrufegurð og skemmtilegar gönguleiðir. MYND/KARL BIRKIR FLOSASON M YN D /V A LG ER Ð U R R Ú N A R SD Ó TT IR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.