Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 3. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Þótt staðan á Íslandi sé eins- dæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar,“ segir Baldur Péturs son, aðstoðarframkvæmda- stjóri Endurreisnar- og þróunar- banka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu sam- starfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trú- verðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni.“ Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengis- stöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum.“ Baldur segir að með sam- starfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evr- ópu ætti að vera hægt að ná á til- tölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES- samningsins,“ segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um n á l æ g t þ v í 3 0 p r ó s e n t . „ Þ a n n i g a ð eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár.“ Baldur segir vísi- töluna 140 vera langtímajafnvægis- stöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikil- vægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma.“ Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahags áfalli en nokkurt annað ríki í fjármála- kreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfs- svæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu. - óká BALDUR PÉTURSSON Gengið gæti styrkst um 30 prósent á einu ári FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • Sími: 525 2080 fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Við bjóðum veflausnir og posa í erlendum gjaldmiðlum! Þú getur selt erlendum ferðamönnum vörur og þjónustu í erlendum gjaldmiðlum* og færð þá gert upp í sama gjaldmiðli. *EUR, GBP, USD og DKK G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca 23,5% 0,0% Bakkavör 7,6% -54,6% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank -0,8% -1,7% Icelandair 2,2% -65,4% Marel 1,8% -19,0% Össur 2,4% 6,8% Úrvalsvísitalan OMXI15 267 Úrvalsvísitalan OMXI6 733 *Miðað við gengi í Kaup höll í gær. „Við ætlum að prufukeyra raf- rænu afladagbækurnar í fjórum skipum í Færeyjum í sumar en vonumst til að þær verði settar upp í öllum færeyska fiskiskipa- flotanum,“ segir Steingrímur Gunnarsson, sölustjóri hugbún- aðarfyrirtækisins Trackwell. Færeyski flotinn telur áttatíu skip. Í síðasta mánuði var undirritað- ur samningur milli fyrirtækis ins og Føroya Reiðara felag (Lands- samtaka færeyskra útgerðar- manna) um afhendingu á raf- rænum afladagbókum um borð í færeyskum fiskiskipum. Færeyingar hafa unnið að upp- byggingu miðlægs gagnagrunns sem heldur utan um skráningar um fiskafurðir allt frá veiðum til vinnslu og sölu afurða og eru gögn úr afladagbókum Trackwell fyrsti hlekkur keðjunnar. Ákveðið var að ganga til sam- starfs við Trackwell vegna reynslu fyrirtækisins í svipuðum verkefnum, en hugbúnaður frá Trackwell er meðal annars not- aður í rafrænar afladagbækur ís- lenskra fiskiskipa og um næstu áramót eiga öll skip stærri en fimmtán brúttólestir að hafa tekið upp slíkan búnað. - jab Rafrænar dagbækur Trackwell í Færeyjum Óli Kristján Ármannsson skrifar Kröfuhafar gömlu bankanna fara þessa dagana yfir gögn áður en formlega hefjast viðræður um endanleg skil á milli gömlu bank- anna og þeirra nýju. Meðal þess sem verið er að kynna þeim eru viðskiptaáætlanir fyrir nýju bankana og verðmat Deloitte á eignum bankanna. Önnur gögn sem liggja þurfi fyrir áður en endanleg skipti milli nýju og gömlu bankanna fara fram eru endurskoðaðir reikn- ingar bankanna miðað við síðustu áramót og endurskoðun reikninga fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þá kemur fram í nýlegri uppfærslu skilanefndar Kaupþings á stöðu- skýrslu til kröfuhafa að finna þurfi lausn á gengisójöfnuði eftir eignatilfærslur milli gömlu og nýju bankanna. „Tímasetning formlegra við- ræðna við kröfuhafana hefur ekki verið sett niður, en það er svona nánast næsta skref,“ segir Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra, en gefur þó ekki nákvæmari tímasetningu en núna í vor, eða snemma sumars. Gylfi segir þó að ýmsu að hyggja, því þótt Deloitte hafi skilað af sér mati á verðmæt- um bankanna þá hlaupi það mat á ákveðnu bili. „Kröfuhafarnir eiga eftir að fara yfir þetta og svo þarf að setjast niður með þeim og finna út úr því hvar á þessu bili, eða jafnvel utan þess, endanleg niðurstaða verður.“ Samkvæmt heimildum blaðs- ins standa vonir til þess að hægt verði að ljúka uppgjöri milli gömlu og nýju bankanna eftir mánuð eða svo. Fjármálaeftirlitið (FME) gaf um miðjan mánuð- inn frest til þess að ljúka skilun- um, þótt ekki lægi fyrir hversu langur fresturinn þyrfti að vera. Ákvörðun um lengd frestsins á að liggja fyrir hjá FME um miðjan þennan mánuð. Gangi eftir að lokið verði við skil nýju og gömlu bankanna um næstu mánaðamót, er það um fjögurra mánaða dráttur frá upp- haflegri áætlun eins og hún var sett fram í samkomulagi ríkis- stjórnarinnar og AGS. Kröfuhafar skoða gögn Vonir standa til að ljúka megi við skil gömlu og nýju bankanna eftir mánuð. Næsta skref er viðræður við kröfuhafa. „Við skoðuðum SPRON en höfð- um ekki áhuga á að kaupa net- banka og húsgögn,“ segir Janus Pedersen, forstjóri Føroya Banka. Hann segir fréttaflutn- ing af meintum áhuga bank- ans á SPRON byggðan á veikum grunni. Pedersen, sem í gær kynnti starfsemi bankans á fjárfesta- degi færeysku félaganna í Kaup- höllinni, segir Føroya Banka hafa kannað kostina við kaup á SPRON skömmu eftir að Fjármálaeftir- litið tók starfsemi hans yfir seint í mars síðastliðnum. „Þegar í ljós kom að innlán höfðu verið færð til Nýja-Kaupþings var lítið eftir. Við höfðum ekki áhuga á því,“ segir Pedersen. Føroya Banki hefur frekari tilraunir til landnáms hér ekki á dagskrá á næstunni. Frekar verði horft til Danmerkur – bankinn er með útibú í Kaupmannahöfn – og Noregs. Ástæðuna segir Pedersen þá að hlutur sjávarútvegs vegi þar þungt líkt og í Færeyjum og liggi innan sérhæfingar bankans. Ekki er horft til fleiri Evrópulanda, að hans sögn. - jab JANUS PEDERSEN Forstjóri Føroya Banka, hér fremstur, segir framtíðarvöxtinn liggja í Skandinavíu. MARKAÐURINN/ANTON Höfðu ekki áhuga á SPRON BANKARNIR FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.