Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 31
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2009 Ú T T E K T S K U G G A B A N K A S T J Ó R N M A R K A Ð A R I N S Glerárdalshringurinn er árlegur fjallgönguviðburður þar sem gengnir eru 24 tindar umhverfis Glerárdalinn á 24 klst. Á fundinum mun Haraldur Sigurðarson (Halli) kynna leiðina, búnað, næringu og undirbúning auk þess að svara spurningum. Allir áhugasamir velkomnir. GLERÁRDALSHRINGURINN 24 TINDAR Á 24 KLST. KYNNINGARFUNDUR á morgun fimmtudaginn 4. júní kl. 20:00 í verslun 66°Norður Faxafeni 12 ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Óvissu þarf að eyða Ég tel að lækka eigi stýrivexti um 2 prósentustig nú, úr 13% í 11%. Þetta er heldur hægara vaxtalækk- unarferli en ég lagði til í aðdrag- anda síðustu vaxtaákvörðunar í byrjun maí. Að baka liggur einkum að verðlagsþróun að undanförnu hefur verið óhagstæðari en reiknað hafði verið með. Við bætist að nokkur óvissa ríkir í kjaramálum og stefnan í ríkisfjármálum til næstu ára liggur enn ekki fyrir. Þessi atriði valda því að ég tel ástæðu til að fara heldur hægar í vaxtalækkanir um sinn eða þar til umræddri óvissu hefur verið eytt. Þetta er engu að síður umtals- verð lækkun enda engin ástæða til að fara á taugum þótt ein vísitölu- mæling sýni óvenjumikla hækkun, ekki síst með tilliti til þess að aðferðarfræðin varðandi húsnæðis- verðið í mælingunni var svo sann- arlega umdeilanleg. Að mínu viti styðja öll skynsamleg hagræn rök hraða lækkun stýrivaxta á næstunni. Þótt vísitölumælingin hafi valdið von- brigðum eru grundvallaratriðin í stöðu og horfum í þjóðarbúskapnum þau sömu og áður – og öll á þá lund að lækka eigi stýrivexti hratt niður í eins stafs tölu. Þannig hafa útgjöld þjóðarbúsins dregist stórlega saman, umtals- verður afgangur af vöruskiptajöfnuði, atvinnuleysi er meira en nokkru sinni áður og engar vísbendingar eru um hættu á þenslu á ný. Þá eru stýrivextir ekki í neinu eðlilegu samhengi við aðra vexti. Í því sambandi má benda á að vextir af ríkisvíxlum eru innan við 6% og vextir í öðrum hávaxtalöndum eru miklu lægri en hér á landi. Einu efnislegu rökin fyrir lítilli eða jafnvel engri breytingu á stýrivöxtum nú, eins og IMF virðist hallast að, snúa að því að treysta gengi krónunnar. Ég tel reyndar alveg eins líklegt að þetta séu sýndarrök því að mínu viti er ósennilegt að stýrivextirnir hafi nokkuð með traust á krónunni að gera við núverandi aðstæður. Þarna kunni því ef til vill fremur að liggja að baki að halda mönnum við efnið, þ.e. hvetja menn meðal annars til að ljúka við gerð ríkisfjármálastefnunnar, koma bönkunum betur í gang og binda tryggar um hnúta í kjaramálum. Ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin – ef svo er. Niðurstaða: 2,0 prósentustiga lækkun INGÓLFUR BENDER Deilir ekki áhyggjum AGS Frá síðustu vaxtaákvörðun hefur gengið gefið nokkuð eftir, verð- bólgan verið umfram væntingar og aðhaldið í ríkisfjármálunum látið bíða eftir sér. Þróunin hefur engu að síður verið í rétta átt. Verðbólga hefur verið að lækka og gengi krónunnar sem var búið að gefa nokkuð ríflega eftir á tímabili hefur verið að koma til baka undanfarna daga og stendur nú um 2% lægri en við síðustu vaxtaákvörðun í maíbyrjun. Fyrstu skrefin í auknu aðhaldi í ríkisfjár- málum hafa síðan verið stigin en í síðustu viku hækkaði ríkisstjórnin óbeina skatta. Aukið aðhald í ríkisfjármálum gefur svigrúm til slökunar í pen- ingamálum. Afar mikilvægt er að ríkisstjórnin komi fram með áætl- un um með hvaða hætti hún ætlar að loka fjárlagagatinu á næstu misserum og byrja að greiða upp skuldir. Slíkt hjálpar til við að ná stöðugleika að nýju og er ein af forsendum þess að hægt sé að lækka vexti umtalsvert. Hægagangur stjórnvalda í þessum efnum dregur úr þeim hraða sem hægt er að lækka stýrivexti Seðlabankans. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hraði þessu verki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýsti þeirri skoðun sinni í síðustu viku að frek- ari lækkun vaxta nú væri áhættusöm m.a. vegna þess að góð áhrif af stýri- vaxtalækkun á fjárhagslega stöðu fyrirtækja og heimila yrðu ekki vegin upp af neikvæðum áhrifum gengislækkunar. Undir gjaldeyrishöftum eru áhrif stýrivaxtalækkunar á gengisþróun krónunnar afar takmörkuð þó að þau séu til staðar. Líkur eru á að gjaldeyrishöftin verði hér um sinn og í kerfi þar sem eina fjármagnið sem er að hafa er innlent hafa stýrivextir bankans tals- verð áhrif á fjármögnunarkostnað. Ég hef því ekki sömu áhyggjur og AGS um að vaxtalækkun um þessar mundir væri áhættusöm aðgerð. Eftirspurn í hagkerfinu hefur verið að gefa enn frekar eftir og enn eykst samdrátturinn í nálægum ríkjum. Atvinnuleysi eykst enn og lítill sem eng- inn verðbólguþrýstingur að koma úr raunhagkerfinu. Í ljósi ofangreinds tel ég að forsendur séu fyrir því að lækka stýrivexti Seðlabankans nú um 2,5 prósentur þ.e. niður í 10,5%. Niðurstaða: 2,5 prósentustiga lækkun ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Markaðslausn, ekki höft og ríkisafskipti Á vettvangi gjaldeyris- og peninga- mála standa tvö mannanna verk endurreisn efnahagslífs fyrir þrifum: Ofurvextir Seðlabanka 13% sem leiða til hærri útlánsvaxta en nokkur atvinnustarfsemi getur staðið undir. Gjaldeyrishöft sem draga efnahags- lífið áratugi aftur í tímann og gætu fest sig í sessi eftir því sem þau eru hert oftar og standa lengur. Ákvörðun um stýrivexti þarf að styðjast við raunhæfar forsendur um þróun verðlags, horfur á gjald- eyrismarkaði og almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum. • Í mars, apríl og maí hefur árs- hækkun verðlags undangengna þrjá mánuði verið á bilinu 7-10% þrátt fyrir nokkurt bakslag í liðnum mánuði. • Gengi krónunnar ræðst á nær óvirkum markaði. Miðað við þróun gengisins virðist erfitt að koma augum á að hún lúti neinum skyn- samlegum markaðslögmálum eða að óyggjandi samband ríki milli stýrivaxta og gengis krónunnar eins og pen- ingastefnunefnd Seðlabankans virðist hafa haft í huga á síðasta fundi sínum. • Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum birtast í óviðunandi starfsskilyrðum fyrir- tækja vegna óhóflegs fjármagnskostnaðar og vaxandi atvinnuleysis. Hvarvetna í nágrannalöndunum hafa seðlabankar beitt sér gegn kreppunni með lækkun stýrivaxta sem liggja yfirleitt á bilinu 0-2%. Í þessu ljósi er ekki ástæða til að hverfa frá markaðri stefnu á síðasta fundi skuggabankastjórnar um 3% lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að breyta gjaldeyrislánum og verð- tryggðum lánum yfir í óverðtryggð krónulán gegn því að slíkur flutningur ætti sér stað á lægri gengis- og neysluverðsvísitölu en nú ríkir til að bæta fyrir hærri vexti en á eldri skuldbindingum. Samhliða yrði sett þak á vaxtagreiðslur þannig að vextir umfram þakið bættust aftan við höfuðstól. Hugmyndir af þessu tagi ganga út á að rjúfa tengsl efnahagsreikninga fyrirtækja og heimila við gengi og vísitölu. Ef ítarleg athugun leiddi í ljós að þessi leið væri fær yrði rutt úr vegi mikilvægri ástæðu til að stritast við að halda genginu frá því að leita enn frekar niður á við. Þar með mætti sleppa takinu á krónunni með gjaldeyrishöftum og hávöxtum og hverfa frá hvoru tveggja. Valin yrði mark- aðslausn í stað haftabúskapar og ríkisafskipta. Endurreisn efnahagslífsins kallar á skýra stefnu um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Þess vegna er brýnt að taka upp viðræður við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum á grundvelli fyrirhugaðrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Niðurstaða: 3,0 prósentustiga lækkun S K U G G A B A N K A S T J Ó R N I N Fund skuggabankastjórnar Markaðarins sátu að þessu sinni Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland kauphallarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.