Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið... 4-5 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000Miðvikudagur 3. júní 2009 – 22. tölublað – 5. árgangur Risagjaldþrot | Gjaldþrot banda- ríska bílaframleiðandans General Motors um helgina er það þriðja umfangsmesta í bandarískri fyr- irtækjasögu. Aðeins fall fjárfest- ingabankans Lehman Brothers í september í fyrra og fjarskiptar- isans WorldCom í júlí 2002 voru stærri. Ólokin mál | Enron-málinu virð- ist seint ætla að ljúka en á mánu- dag játaði einn af framkvæmda- stjórum dótturfyrirtækis risa- samsteypunnar fyrrverandi að hann hefði falsað bókhaldsgögn og fleira tengt rekstrinum. Hann á yfir höfði sér eins árs stofufang- elsi. Kreppa í Sviss | Hagvöxtur dróst saman um 0,8 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Sviss. Þetta er annar fjórðungur- inn í röð sem hagkerfið skreppur saman. Mestu munar um miklar afskriftir banka og fjármálafyrir- tækja, sem eru ein af burðarstoð- um efnahagslífsins í Sviss. Skortur í Rússlandi | Rúss- neska banka vantar mikið fé til að komast óskaddaðir í gegnum fjármálakreppuna. Þetta segir al- þjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s, sem bætir við að efnahagskrepp- an hafi höggvið svo stór skörð í rússneskt efnahagslíf að bankarn- ir verði að afskrifa allt að ellefu prósent útlána sinna. Græna prentsmiðjan Exista greiddi ekki af skuldabréfi upp á um átta milljarða króna sem var á gjalddaga á föstudag. Lánið, sem var til tveggja ára, var tekið í maílok 2007. Viðræður hafa staðið yfir í rúma viku milli stjórnenda Ex- istu og kröfuhafa um önnur lán, svo sem 500 milljóna evra sam- bankalán sem félagið tók í ágúst fyrir tveimur árum. Þá stóð það í 43 milljörðum króna en er í dag tvöfalt hærra í krónum talið. Heildarskuldir Existu nema um einum milljarði evra, um 200 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu sem Exista sendi frá sér um nýliðna helgi er vísað til viðræðna við lánardrottna, handahafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun afborg- ana og vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga meðan á viðræðum stendur við innlendar og erlend- ar fjármálastofnanir um endur- skoðun lánasamninga og uppgjör gagnkvæmra krafna. Í samræmi við það muni félagið ekki greiða afborgun af skuldabréfum EX- ISTA 07 2, sem voru á gjalddaga á föstudag í síðustu viku. - jab Exista í vanskilum Írska lággja ldaf lugfélagið Ryanair tapaði 169 milljónum evra, jafnvirði 29 milljarða króna, á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skiptið frá stofnun flugfélagsins fyrir tuttugu árum sem það skil- ar tapi. Árið áður nam hagnaður 391 milljón evra. Olíuverð, sem hækkaði um 59 prósenta á milli ára, kom harka- lega niður á rekstri félagsins, auk þess sem færa þurfti niður tæp- lega þrjátíu prósenta eignahlut í írska flugfélaginu Aer Lingus. Niðurfærslan nam 222 milljón- um evra. Hefði niðurfærsla ekki komið til hefði Ryanair hagnast um 105 milljónir evra. - jab Ryanair tapar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk ís- lenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstu- dag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bank- ans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaður inn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingarbankastarf- semi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti tak- ist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bank- inn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innláns- reikningum gæti hann ekki staðið við skuldbind- ingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnar formaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 pró- senta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Hold- ings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu árs- uppgjörsins. Litli-Straumur rís úr rústum Straums Vilji er fyrir því að kröfuhafar taki yfir starfsemi Straums. Stefnt er að því að bankinn sýsli með eignir þrotabúsins. Vikulegu vefráðin Leitið og þér munuð finna? H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Gengi krónunnar hefur veikst á aflandsmarkaði (utan landstein- anna) þótt það hafi styrkst hér innanlands síðustu daga. Þetta kemur fram í Hagsjá, nýju dag- legu vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að síðustu tíu daga hafi evran lækkað úr 177,4 krónum í 171,6 krónur, eða sem nemur 3,3 prósentum. Engin velta hafi hins vegar verið á innlendum gjaldeyrismarkaði í gær og því hafi gengið nánast staðið í stað frá því fyrir helgi. „Aflandsgengi (e. Off-shore) krónu hefur aftur á móti farið hækkandi undanfarið og má að einhverju leyti rekja veikinguna til þess að markaðsaðilar telja að Seðlabankinn hafi verið að herða á reglum sínum um gjaldeyris- kaup með birtingu á minnisblaði dagsettu 28. maí síðastliðinn,“ segir í Hagsjá. Í minnisblaðinu eru tilmæli til fjármálastofnana um fram- kvæmd og sölu gjaldeyris og hnykkt á þeim skilningi Seðla- bankans að ekki sé unnt að skipta tilteknum vaxtagreiðslum yfir í erlendan gjaldeyri. Þar á meðal eru vextir af erlendum skulda- bréfum sem gefin eru út af er- lendum aðilum í krónum (svo- nefndum jöklabréfum), vextir af krónureikningum hjá erlendum fjármálafyrirtækjum, og vextir af hvers kyns fjármálagerning- um sem gefnir eru út af erlend- um aðilum. „Þetta virðist vera strangari túlkun en markaðs- aðilar höfðu áður gert ráð fyrir og því er ekki óeðlilegt að bilið á milli innanlands- og aflands- gengis aukist,“ segir hagfræði- deild Landsbankans í nýju vef- riti sínu. - óká Hertar reglur veikja gengið erlendis Skuggabankastjórnin Vill 2,5 prósenta lækkun stýrivaxta 6 Orð í belg Leitin að nýjum seðlabankastjóra 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.