Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 12
12 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Rafbílabyltingin Heimskreppan og lækkunin á olíuverði sem hún hefur tímabundið valdið hefur hægt á rafbílabyltingunni. En þróunin í átt að raf- væddum samgöngum fram- tíðarinnar heldur ótrauð áfram. Á dögunum kynnti Toyota, sem nú er orðinn stærsti bílaframleið- andi heims, nýja kynslóð Prius- tvinnbílsins, en hún er sú þriðja frá því að markaðssetning hófst á þessum raf- og bensínknúna fólks- bíl fyrir tólf árum. Akio Toyoda, sonar sonur stofnanda Toyota, sagði þegar bíllinn var kynntur að „framtíð einkabílsins“ hvíldi á þessum bíl. Um mánaðamótin apríl-maí hafði Toyota selt alls 1.028.000 Prius-bíla, þar af helminginn í Bandaríkjunum. Toyota hefur þar með mikið forskot á aðra fram- leiðendur, en Honda og fleiri bíla- smiðjur hyggja reyndar á að veita Toyota meiri samkeppni á þessum markaði. Tengiltvinnbílar Það sem er þó áhugaverðast fyrir íslenzkar aðstæður er næsta þró- unarstig tvinnbíla, sem eru tengil- tvinnbílar, þ.e. raf- og eldsneytis- knúnir bílar með stærri rafhlöðu sem hægt er að hlaða rafmagni úr heimilisinnstungu. Sú tækni gerir það mögulegt, án þess að nokkuð sé slegið af kröfum um notagildi bíls- ins og án þess að dýrra breytinga sé þörf á orkudreifikerfi landsins, að knýja einkabíla landsmanna með umhverfisvænni, innlendri raforku – sem sparar aukinheldur gjaldeyri í stórum stíl, sem annars fer í að greiða fyrir innflutt eldsneyti. Toyota er nú þegar með tengil- útgáfu af nýja Priusnum í tilrauna- notkun í Japan, í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann á síðan að koma á almennan markað á næsta ári. Sam- kvæmt eigin prófunum Toyota er meðaleyðsla tengil-Prius 3,62 lítrar af benzíni á hverja 100 ekna kíló- metra, en á nýjustu kynslóð „venju- lega“ Priussins er meðaleyðslan gefin upp 4,7 l. Eldsneytiseyðslan er enn minni í tilrauna-tengilút- gáfum af Prius, sem aðrir aðilar en framleiðandinn sjálfur hafa útbúið, þar sem rafhlaðan í þeim er í flest- um tilvikum stærri en í væntan- legu verksmiðjuútgáfunni og geta þar af leiðandi ekið að meira leyti á rafmagni. Slíkur bíll, sem sérfræð- ingar frá Kaliforníu breyttu, hefur verið í tilraunaakstri hér á landi síðan haustið 2007. Samkeppni Umtalaðasti væntanlegi keppi- nautur tengi l-Priussins er Chevrolet Volt, sem kynntur var í framleiðsluútgáfu í vetur; þá var boðað að hann kæmi á markað á næsta ári. Gjaldþrot framleiðand- ans, General Motors, getur þó sett strik í þann reikning, en fullvíst má telja að hið endurreista GM sem stendur til að taki við eftir að „gamla GM“ hefur verið keyrt í gegnum hraðgjaldþrot muni halda áformunum um markaðssetningu Voltsins til streitu, enda falla þau mjög vel saman við markmið ríkis- stjórnar Baracks Obama Banda- ríkjaforseta sem hefur sett bíla- iðnaðinum vestra ströng markmið um minni losun koltvísýrings. Þá eru í gildi vestra lög um styrki til kaupenda raf- og tengiltvinnbíla til að hvetja enn frekar til þess að slíkir bílar komist í umferð hrað- ar en ella. Hvatar Ýmis lönd hafa lögleitt slíka hag- ræna hvata til að ýta undir raf- væðingu bílaflotans. Í vor ákváðu til að mynda brezk stjórnvöld að þeir sem skipta úr hefðbundn- um benzín- eða díselbíl í nýjan raf- eða tengiltvinnbíl ættu rétt á 5.000 sterlingspunda styrk úr rík- issjóði, en sú upphæð samsvarar nú hátt í milljón króna. Hægt verður að sækja þessa styrki frá og með árinu 2011, en þá gerir stjórnin ráð fyrir að nægilegt framboð af slíkum bílum verði orðið að veruleika. Þessir styrkir eru liður í áætlun sem miðar að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð í Bretlandi og 250 milljónir punda, andvirði hátt í 50 milljarða króna, hafa verið teknir frá til að fjármagna. Annar liður í áætluninni er að koma upp hleðslustöðvakerfi fyrir rafbíla meðfram þjóðvegum og í borg- um landsins. Verja á sem svarar um 3,5 milljörðum króna í þetta verkefni. Á Norðurlöndunum hafa stjórn- völd líka sett sér metnaðarfull markmið á þessu sviði. Í Sví- þjóð hefur markið verið sett á að 600.000 bílar knúnir raf- magni að mestu eða eingöngu verði komnir á göturnar fyrir árið 2020. Í Noregi eru rafbílar alveg skattfrjálsir. Í Danmörku er verið að setja upp kerfi fyrir raf- bíla sem byggir á því að hægt sé að skipta um rafhlöður á hleðslu- stöðvum, líkt og er með eldsneyti á benzínstöðvum. Þar eru líka í gildi miklir skattafslættir fyrir raf- og tengiltvinnbíla. Ísland? Vorið 2008 skilaði stjórnskipuð nefnd, sem fulltrúar fjögurra ráðuneyta áttu sæti í og hafði það hlutverk að gera heildar- endurskoðun á kerfi gjald- og skattheimtu af bílum og eldsneyti hérlendis með það að markmiði að gera hana umhverfisvænni, af sér skýrslu þar sem lagðar voru fram ítarlegar tillögur að því hvernig breyta mætti þessu kerfi hérlendis. Tillögurnar byggja á því að gjaldheimtan taki öll mið af koltvísýringslosun, þ.e. bæði aðflutningsgjöld og aðrir skattar af bílum og skattar af eldsneyti byggðu á þessum sama grunni. Ekkert hefur þó enn verið gert í því að semja lagafrumvarp upp úr tillögum nefndarinnar. En hver veit hvað gerist nú þegar fjármálaráðherrann er orðinn „vinstri-grænn“? Rafbílabyltingin lifir FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Framsæknasti tengiltvinnbíllinn sem framleiddur hefur verið erFord Edge HySeries, sem sýndur var hjá Ford- umboðinu Brimborg í vetur sem leið. Hann er búinn vetnisknúnum efnarafal og öflugum rafmótorum. Engar gróðurhúsalofttegundir losna því við akstur hans. Eini útblásturinn er vatnsgufa. Miðað við rafbíla hefur drifbún- aður eins og sá sem Ford Edge HySeries skartar þann ótvíræða kost að hafa allt að þrisvar sinnum meiri drægni. En þar sem hann er einnig búinn tengiltækni rafbíla má hlaða rafgeymi bílsins (sem er af nýjustu kynslóð liþíum-jóna-rafgeyma) í venjulegri heimilisinnstungu og býr hann því að sama einfalda orkuað- gengi og rafbílar. Þegar settar hafa verið upp hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla, sem íslenzk stjórnvöld hafa í hyggju að gera í samstarfi við Mit- subishi, yrði svona útbúinn bíll enn praktískari fyrir íslenzkar aðstæður. Þar sem efnarafaltæknin eru enn dýr er þó nokkuð í land að slíkur vetnis-tvinnbíll verði fáanlegur í fjöldaframleiðslu. Tengiltvinnbílar búnir hefðbundnum brunahreyfli (sem getur gengið fyrir benzíni, dísilolíu eða lífrænu eldsneyti) eru þannig mun raunhæfari kostur til skemmri tíma litið. FRAMSÆKNASTI TENGILTVINNBÍLLINN AFMÆLIS- HÁTÍÐ 1 ÁRS Lindir Kópavogi eiga afmæli og af því tilefni verður afmælishátíð alla vikuna. Ný tilboð á hverjum degi hjá öllum fyrirtækjum. TILBOÐ DAGSINS: KÓPAVOGI GPS vegaleiðsögutæki, Nuvi 200 VN 0100062120 / Nuvi 250 0100062102 19.995 Dagstilb oðEvróp ukort m eð Nuvi 25012.995 Dagstilb oð 25%afsláttur (fullt verð 8.990)(fullt verð 9.990) Dýravörur Friskies hunda- og ka ttamatur - valdar tegundir Dagstilboð Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.