Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 20
 3. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Tvær nýjar námsleiðir eru í boði hjá Landbúnaðarháskólanum. Þetta eru Þjóðgarðar – verndar- svæði og Náttúra – saga. Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfis- fræða með áherslu á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins, skipulagsmál, menn- ingu og sjálfbæra þróun. Innan námsbrautar innar Náttúru og umhverfis fræði hjá LbhÍ eru boðn- ar fjórar áherslur: Almenn nátt- úrufræði sem veitir nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum; nátt- úrunýting sem veitir nemendum grunnþekkingu á náttúruauðlind- um og sjálfbærri nýtingu þeirra. Frá hausti 2009 verða til við- bótar tvær nýjar áherslur í boði eins og áður sagði: Þjóðgarðar – verndar svæði og Náttúra – saga. Náttúra og saga er námsbraut þar sem tvinnað er saman í BS- grunnnám raunvísindanámi ann- ars vegar og hugvísindanámi hins vegar. Námsbrautin er samvinnu- verkefni Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Háskóla Íslands. Þjóðgarðar og verndarsvæði er námsbraut þar sem markmiðið er að mennta fólk til starfa við ört stækkandi þjóðgarða og verndar- svæði hérlendis. Meiri upplýsingar um nám við Landbúnaðarháskóla Íslands má nálgast á heimasíðunni www.lbhi. is. - sg Tvær nýjar námsleiðir Innan Náttúru og umhverfisfræða hjá LbhÍ verða tvær nýjar áherslur í boði frá hausti 2009: Þjóðgarðar – verndarsvæði og Náttúra – saga. MYND/ÚR EINKASAFNI Svo virðist sem leigumarkaður- inn á Íslandi sé að lifna við og velta margir fyrir sér hvort eftir- spurn eftir stúdenta íbúðum hafi minnkað í kjölfarið. Félagsstofnun stúdenta hefur ekki fundið fyrir miklum breyt- ingum þótt þeirra hafi orðið vart annars staðar. „Eftirspurn eftir stúdentaíbúðum hjá Félagsstofnun stúdenta hefur ekki minnkað,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. „Sem stendur er reyndar sá árstími þar sem einna fæstir eru á biðlistum hjá okkur. Þeir sem eru að hefja nám við Háskóla Íslands gátu sótt um hjá okkur frá og með 1. júní en núverandi nemar við Háskóla Íslands geta sótt um allt árið um kring.“ Yfirleitt eru biðlistar eftir hús- næði á Stúdentagörðum langir. „Lengdin á biðlistanum hefur ekki breyst og jafnvel má búast við því að listarnir verði lengri núna þar sem nemendum við Háskóla Ís- lands hefur fjölgað mikið. Þegar stjórnvöld báðu háskólana um að innrita fleiri en verið hefur vegna ástandsins í þjóðfélaginu fjölgaði verulega eins og gera má ráð fyrir með auknu atvinnuleysi,“ útskýrir hún en bætir við að í góðærinu hafi nemendum líka fjölgað á háskóla- stigi. „Því virðist ekki skipta máli hvort það er góðæri eða kreppa, eftirspurnin eftir okkar þjónustu er jafnmikil og áður.“ Stúdentaíbúðirnar hafa verið leigðar á töluvert lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði enda byggðar á öðrum forsendum. „Flestir sem byggja sér húsnæði eru að hugsa til fram- tíðar og þá er yfirleitt um að ræða stórt rými sem mikið er lagt í. Efniviður og stærð eru því í allt öðrum anda en lagt er upp með á Stúdentagörðum. Þar er lögð áhersla á hagkvæmni, góða end- ingu og nýtingu, þannig ekki er mikið pláss fyrir eitthvað auk- reitis. Þetta húsnæði er því af allt öðrum toga,“ segir Rebekka og bætir við: „Einnig hefur verið lögð áhersla á að byggja á háskólalóð- inni eða í nálægð við hana. Þegar farið hefur verið út fyrir háskóla- lóðina eru íbúðirnar staðsettar ná- lægt samgönguæð, eins og strætis- vögnum eða hjólreiðastígum, þannig að fólk hafi kost á því að vera bíllaust.“ Hins vegar eru til önnur sam- tök sem bjóða upp á stúdentaíbúðir eins og Byggingafélag náms- manna og hafa þau átt erfitt með að manna sínar íbúðir í vetur. „Þá er um húsnæði í úthverfum að ræða. Keilir og Bifröst hafa einn- ig fundið fyrir samdrætti í útleigu stúdentaíbúða. Ástæðan fyrir að við höfum ekki fundið eins mikið fyrir þessu hér er kannski sú að við erum betur staðsett og höfum lagt áherslu á litlar og hagkvæmar einingar. Hins vegar veit ég ekki hvernig biðlistarnir verða í haust. Við höfum fundið fyrir því síð- ustu mánuði að fólk á ekki jafnauð- velt með að losa sig úr leigu ann- ars staðar. Þá er fólk bundið leigu- samningi og leigusalarnir vilja ekki sleppa því. Síðan búa nem- endur stundum í foreldrahúsum og vilja bíða og sjá hvað gerist og hafa þá ekki verið tilbúnir til að stökkva inn á garða. Fólk hugsar sig betur um og við finnum vissu- lega fyrir einhverjum óróleika,“ segir hún en nefnir að húsnæði kosti sitt alls staðar. „Í raun er ekkert ódýrt húsnæði í boði á al- mennum markaði í dag. Þrátt fyrir að leiga hafi lækkað þá var verðið orðið svo gríðarlega hátt að litlu munar. Við búumst því við að eftir- spurn verði áfram mikil og tölu- verður hópur muni ekki komast að eins og vanalega.“ Félagsstofnun stúdenta er á hinn bóginn að byggja um 80 nýjar íbúðir sem teknar verða í notkun um áramót. „Þær eru við Skógaveg, við hlið Borgarspítal- ans, og er þetta það lengsta sem við höfum farið frá skólalóð- inni. Þetta eru stærri fjölskyldu- íbúðir, um 60 til 70 fermetrar, en þess háttar íbúðir hafa ekki verið byggðar í hátt á annan áratug. Ástæðan fyrir staðsetningunni er að hjólastígur liggur alla leið frá Skógavegi að Háskóla Íslands og einnig er gróið útivistar svæði í ná- grenninu,“ segir Rebekka. - hs Staðsetning skiptir máli Rebekka segir stöðuga eftirspurn vera eftir stúdentaíbúðum hjá Félagsstofnun stúd- enta, enda eru þær vel staðsettar og hagkvæmar og fjöldi nemenda hefur aukist. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Námskeiðið er fyrir leikmenn og einhverja sagnfræðinga,“ segir Ill- ugi Jökulsson, ritstjóri tímaritsins Sagan öll, sem ætlar að vera með námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í haust undir yfirskrift- inni Söguleg skrif fyrir almenning. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga fólks á að koma sögulegum skrifum sínum á framfæri,“ segir Illugi og vitnar í reynslu sína sem rit- stjóra tímaritsins. Námskeiðið er einmitt hugsað sem svar við þessari þörf. „Algengt er að þeir sem eru óvanir að koma frá sér sögulegu efni hafi oft tilhneigingu til að gera hlutina full flókna og erfiða,“ segir hann. „Á námskeiðinu verður meðal annars farið í það hvernig best sé að bera sig að við það að skrifa lipran og léttan texta þar sem þar á við.“ Námskeiðið verður haldið þrjú kvöld í senn, 22. og 29. september og 6. október frá klukkan 20.15 til 22. Nánar á www.endurmenntun.is undir flokknum Menning, sjálfsrækt og tungumál. - vg Söguleg skrif fyrir leikmenn og lærða Illugi segist hafa orðið var við áhuga fólks að koma sögulegum skrifum sínum á framfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.