Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 29
maí 2009 fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Margir þekkja gæludýr af eigin raun og geta jafnvel ekki hugsað sér lífið án þeirra. Aðrir velta fyrir sér hvað sé svona frábært við þau. Við fengum þrjár fjölskyldur til að leiða okkur í allan sannleika um það. Þær fjölskyldur sem rætt var við eiga að vísu töluvert fleiri gælu-dýr en gengur og gerist en hafa jafnframt af þeim mikla og góða reynslu. Allir voru sammála um að gildi gæludýra í uppeldi barna væri dýrmætt og að af þeim megi læra ýmislegt um lífið og tilveruna. Fjörugt heimilislíf Stella Sif Gísladóttir býr á líflegu heimili með manni sínum, Ragnari Geirdal, fósturdótturinni Sigríði Ólafíu Ragnarsdóttur, sem kölluð er Sól, og þremur hundum, ketti, tveimur páfagaukum og fullt af fisk- um. „Við erum með sjávarfiskabúr en maðurinn minn vinnur við umhirðu svona búra. Ég starfa sem hundasnyrt- ir í Dýraríkinu þannig að hundarnir eru lítið mál en ég á þrjá hunda. Tíkin er hins vegar í einangrun núna en hún er sama tegund og þessi stóri,“ segir Stella og við- urkennir að vissulega taki sinn tíma að sinna öllum þessum dýrum. Stóri hundurinn, Imbir Bezy Bezy, og tíkin Íla eru af frönsku fjárhundakyni sem kallast Briard en Imbir var fluttur inn frá Póllandi og Íla frá Svíþjóð. Ein- ungis eru nítján slíkir á landinu. „Litli hundurinn heitir Tom Cruise og er af shihtzu-tegund. Kötturinn er blanda af norskum skógarketti og persa og heit- ir Mjása en fuglarnir eru gárar og sá sem er á myndinni heitir Púki,“ útskýrir Stella. Kötturinn hefur lengst búið á heimil- inu og fylgdi Ragnari. „Mjása er orðin ellefu ára en við Ragnar höfum bæði alist upp við að eiga gæludýr. Því var nokkuð ljóst að dóttir okkar myndi líka alast upp við það. Hún er eiginlega meiri dýramanneskja en við bæði til samans og þá er mikið sagt,“ segir Stella og hlær góðlátlega. Ekki er sjálfgefið að hundar, kettir, fiskar og fuglar lifi í sátt og samlyndi en á heimili Stellu og fjölskyldu neyðast dýrin til að láta sér vel lynda. „Þau eru vön hvert öðru. Fuglarnir fljúga stund- um um heima og kötturinn hefur engan áhuga á þeim, henni var kennt það frá FRAMHALD Á SÍÐU 4 Stella Sif og Ragnar áttu bæði gæludýr þegar þau voru að alast upp og nú nýtur hin 10 ára Sól þess að búa nánast í dýragarði. Jóga fyrir börn Öðruvísi sumarnámskeið í Önundarfirði. SÍÐA 7 Lautarferðir Leynistaðir fyrir lautarferðir á höfuðborgarsvæðinu. SÍÐA 6 Kenna okkur margt um lífið FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.