Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 4
4 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
EFNAHAGSMÁL Svigrúm hins opin-
bera til að hækka neysluskatta
er minna vegna áhrifa á vísi-
tölu neysluverðs, segir Jón Bjarki
Bentsson, sérfræðingur Greining-
ar Íslandsbanka. Aðrir skattar, svo
sem tekju- eða fjármagnsskattar,
hafa ekki sömu áhrif á verðbólguna.
Jón Bjarki segir hins vegar ómögu-
legt að spá fyrir um hvaða leiðir
ríkið kjósi að fara í frekari tekju-
öflun, hvort það verði með niður-
skurði og hagræðingu eða aukinni
skattheimtu, en líklegast verði það
þó með blöndu þessa alls.
Samkvæmt útreikningum Jóns
Bjarka nema verðtryggðar skuld-
ir heimila alls um það bil 1.440
milljörðum. Af því skulda heim-
ilin rúmlega 670 milljarða í gegn-
um lán hjá bönkunum, um það bil
600 milljarða hjá Íbúðalánasjóði og
ríflega 170 milljarða lífeyrissjóð-
unum. Áhrif síðustu skattahækk-
ana muni því auka skuldir heimil-
anna um rúma sjö milljarða króna.
Hann segir erfiðara að áætla áhrif-
in á skuldir sveitarfélaga, en þau
séu þó mun minni. „Sveitarfélögin
eru líka eðlilegir útgefendur verð-
tryggðra skulda þar sem tekjur
þeirra eru í eðli sínu verðtryggð-
ar og hreyfast nokkuð jafnt með
verðbólgunni, þótt frá því kunni
að verða einhver frávik í ástandi
eins og núna.“
Jón Bjarki segir að þótt verð-
trygging lána fyrirfinnist víðar en
hér sé sú útbreiðsla verðtryggðra
húsnæðislána sem hér sé nánast
einsdæmi í heiminum. „Í flestum
Evrópulöndum taka fyrst og fremst
ríki, sveitarfélög og veitufyrirtæki
verðtryggð lán, en þau hafa tekj-
ur sem hreyfast með verðlagi. Það
gildir ekki um tekjur almennings
hér.“
Óttar Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lánasjóðs sveitarfélaga,
segir enn beðið nokkurra árs-
reikninga sveitarfélaga, en sam-
kvæmt reikningum ársins 2007
hafi skuldir þeirra þá numið 300
milljörðum króna. Upphæðin hafi
líkast til hækkað ríflega í fyrra,
enda hafi erlendar skuldir tvöfald-
ast vegna gengisáhrifa og innlend-
ar skuldir hækkað um fimmtung.
Sé miðað við 350 milljarða skuld
segir Óttar að hækkun vegna skatt-
hækkananna nú muni nema tveim-
ur milljörðum króna. Upphæðin
er eitthvað lægri vegna hlutfalls
erlendra skulda, en upplýsingar um
skiptingu skulda sveitarfélaganna
liggja ekki fyrir.
„Þessi hækkun væri þó ekki
óyfirstíganleg. Ef við gefum okkur
að greiðslubyrðin sé einn tíundi á
ári, þá eru það 35 milljarðar sem
dreifast yfir á sjötíu sveitarfélög,“
segir Óttar. olikr@frettabladid.is
Verðbólguáhrif draga
úr svigrúmi ríkisins
Svigrúm til hækkana neysluskatta minnkar vegna áhrifa á verðtryggðar skuld-
ir. Skuldir á heimilin aukast um rúma sjö milljarða við nýjustu skattahækkanir,
en hækkun lána til sveitarfélaga verður líkast til undir tveimur milljörðum.
VIÐSKIPTI „Að fyrstu aðgerðir rík-
isins í fjármálum skuli vera að
hækka skatta endurspeglar ranga
forgangsröðun,“ segir Finn-
ur Oddsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands. Bendir
hann á að síð-
ustu ár hafi
útgjöld hins
opinbera þanist
út og nær hefði
verið að byrja
á hagræðingu
og niðurskurði
útgjalda frem-
ur en skatta-
hækkunum.
Þá er í nýju
áliti Viðskiptaráðs bent á áhrif
aukinna álaga á áfengi, tóbak og
bifreiðanotkun á vísitölu neyslu-
verðs. „Löggjöfin mun því valda
verðbólguskoti strax við næstu
verðlagsmælingu. Tímasetning-
in er mjög óheppileg, enda fjár-
hagsstaða heimila og fyrirtækja
nú þegar í molum,“ segir þar.
- óká
Skoðun Viðskiptaráðs Íslands:
Forgangsröðun
ríkisins er röng
FINNUR ODDSSON
Í NAUTHÓLSVÍK Helst er að víkja megi til hliðar um stund áhyggjum af verðbólgu-
áhrifum skattahækkana á verðtryggðar skuldir á sólskinsdögum á ströndinni. Flestir
vonast eftir góðu sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í flestum
Evrópu-
löndum taka fyrst
og fremst ríki,
sveitarfélög og
veitufyrirtæki
verðtryggð lán.
JÓN BJARKI BENTSSON
GREININGU ÍSLANDSBANKA
LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksóknari vegna
bankahrunsins hefur þurft að handtaka
menn sem grunaðir eru í rannsóknum
tengdum bankahruninu. Ekki fæst uppgefið
hverja þurfti að handtaka, eða hvers vegna.
Hinum handteknu var sleppt að yfirheyrslu
lokinni. Embættið er með yfir tuttugu mál
til rannsóknar.
„Við höfum mjög sparlega notað handtök-
uúrræðið, en við höfum þurft að nota það,“
segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari vegna bankahrunsins. Hann segir
handtökur, húsleitir og fleira verkfæri lög-
reglu, og ekki sé óeðlilegt að beita þurfi
þeim verkfærum við rannsókn efnahags-
brotamála eins og annarra mála.
Spurður hvernig gangurinn sé í rann sókn-
um embættisins segir Ólafur að nokkur mál
séu ágætlega sett, en önnur séu styttra á veg
komin. Ekki sé hægt að tímasetja hvenær
niðurstöður fáist.
Ólafur vildi í gær ekki upplýsa hvort emb-
ættið hefði yfirheyrt Sheik Mohammed Bin
Khalifa Al-Thani, sem keypti hlutabréf í
Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna, eða
aðra sem tengdust því máli. Þar er talið að
um sýndargjörning hafi verið að ræða til að
hafa áhrif á verð hlutabréfa í Kaupþingi.
Gerðar voru tíu húsleitir vegna þess
máls hér á landi nýverið. Ólafur staðfesti
að engar húsleitir hefðu verið gerðar vegna
málins á starfsstöðvum og heimilum manna
því tengdra erlendis. „En við höfum ekki
sagt að við séum hættir að leita.“ - bj
Góður gangur er í ríflega 20 málum sem sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins er með til rannsóknar:
Hefur þurft að handtaka grunaða
SAKSÓKNARA VANTAR
UPPTÖKUTÆKI
Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hefur
enn ekki yfir að ráða upptökutækjum til að taka
upp hljóð og mynd af yfirheyrslum. Því þurfa
starfsmenn embættisins að yfirheyra grunaða
og vitni utan skrifstofu embættisins í Borgartúni.
Ný lög um meðferð sakamála leggja ríka
skyldu á lögreglu um að taka upp yfirheyrslur,
segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Hann segir orðið brýnt að koma upp aðstöðu
til að yfirheyra menn á skrifstofu embættisins,
og unnið sé að því hörðum höndum að svo
megi verða.
Ekki erfitt hjá öðrum
Fjallað var um fjárhagserfiðleika hvíta-
sunnukirkjunnar Fíladelfíu í Frétta-
blaðinu nýlega. Tekið skal fram að
aðrir söfnuðir hvítasunnuhreyfingar-
innar hafa ekki átt í fjárhags erfið-
leikum.
ÁRÉTTING
Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T
Umsóknarfrestur
rennur út 5. júní.
Allar nánari upplýsingar
á www.keilir.net.
HÁSKÓLABRÚ
Eins árs undirbúningur
fyrir háskólanám
DÓMSMÁL Kæru Samtaka verslun-
ar- og þjónustu fyrir hönd Office
1 gegn Ríkiskaupum hefur verið
vísað frá kærunefnd útboðsmála.
Kjartan Örn Siguðsson, for-
stjóri Office 1, taldi Ríkiskaup
hafa brotið á fyrirtækinu með því
að framselja rammasamning sem
gerður var við Pennann og A4 í
febrúar í fyrra til arftaka þess-
ara tveggja fyrirtækja. Nýju fyr-
irtækin eru bæði í eigu banka.
Kærunefndin segir valdsvið
sitt ekki ná til að úrskurða um
nokkuð það er varði framkvæmd
samninganna eftir að þeir höfðu
formlega komist á. Þess vegna sé
málinu vísað frá. - gar
Meint brot Ríkiskaupa:
Kæru Office 1
var vísað frá
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn
Álftaness segir að Kristján
Sveinbjörnsson, sem sagði af sér
sem bæjarfulltrúi og forseti bæj-
arstjórnar í desember í fyrra,
geti ekki tekið sæti sitt aftur í
bæjarstjórn eins og hann hefur
sagst ætla að gera.
Bæjarstjórnin samþykkti á
fimmtudag bókun bæjarráðs um
mál Kristjáns: „Það er afstaða
bæjarráðs að KS [Kristján] ósk-
aði eftir, og samþykkt var af
bæjarstjórn, ótímabundnu leyfi
frá störfum bæjarfulltrúa. KS
[Kristján] óskaði ekki eftir tíma-
bundnu leyfi og því var bæj-
arstjórn óhjákvæmilegt annað
en að veita ótímabundið leyfi.
KS [Kristján] getur því ekki
að mati bæjarráðs snúið aftur
til starfa sem bæjarfulltrúi á
yfirstandandi kjörtímabili.“ - gar
Bæjarstjórn Álftaness:
Kristján fái ekki
sætið sitt aftur
Bæjarstjórn í langt frí
Bæjarstjórn Voga á Vatnsleysuströnd
samþykkti á fimmtudag að taka sér
sumarfrí næstu þrjá mánuðina og
funda ekki aftur fyrr en 27. ágúst.
Á meðan hefur bæjarráð umboð til
fullnaðarafgreiðslu mála.
VOGAR
Birkir spyr um bílalánin
Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki
vill vita hve margir eru með erlend
veðbílalán, hve há þau eru, hvert virði
viðkomandi bíla er og hvort viðskipta-
ráðherra hyggist aðstoða þá sem slík
lán hafa.
ALÞINGI
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
23°
21°
24°
20°
21°
22°
21°
22°
21°
20°
23°
22°
25°
32°
23°
22°
24°
21°
Á MORGUN
3-8 m/s
MÁNUDAGUR
3-8 m/s
8
12
12
13
14
8
12
8
8
8
6
5
5
4
4
3
3
4
8
4
5
6
7 12
13
10
8
9 12
12
1110
VEÐRIÐ Í DAG
Í dag verður hæg
suðvestlæg átt.
Yfi rleitt verður fremur
skýjað og víða hætt
við skúrum. Einkum
er þó skúrahættan á
suðvesturfjórðungi
landsins en einhverjar
skúrir gætu læðst
norðar. Austan til
gengur úrkomuloft
norður með austur-
ströndinni þar sem
einhver væta verður
en í kjölfarið léttir til,
fyrst austan Vatnajök-
uls. Úrkomuminna
verður restina af
helginni.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
GENGIÐ 29.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
211,3804
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,97 123,55
198,78 199,74
173,38 174,36
23,285 23,421
19,409 19,523
16,203 16,297
1,2822 1,2896
190,27 191,41
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR