Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 30. maí 2009 Leikhópur Þjóðleikhússins frum- sýndi á fimmtudagskvöld Sædýra- safnið eftir Marie Darriuessecq í Orléans. Verkið, sem sérstaklega var skrifað fyrir Þjóðleikhúsið og sýnt í Kassanum í mars, verð- ur sýnt sex sinnum þar ytra og er uppselt á allar sýningarnar. Sædýrasafnið er fyrsta leik- rit frönsku skáldkonunnar Marie Darrieussecq en er unnið í sam- starfi við fyrrgreint ríkisleik- hús í Orléans (Centre Dramatique National Orléans), með stuðningi franska sendiráðsins á Íslandi og Culturesfrance. Leikhópnum var ákaft fagnað af áhorfendum eftir frumsýninguna, og uppselt er á allar sýningarnar í Orléans. Blaðaumfjöllun um sýn- inguna í Frakklandi, svo sem í Le Monde og Les Inrockuptibles, hefur einnig verið afar jákvæð. Leikstjóri Sædýrasafnsins, Art- hur Nauzyciel, er leikhússtjóri Rík- isleikhússins í Orléans. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar í Frakklandi og Bandaríkjunum og hann hefur meðal annars starfað fyrir leiklistarhátíðina í Avignon, Comédie Française, Odéon-leikhús- ið og American Repertory Theat- re í Boston. Samstarfsfólk hans að þessu sinni er frá fimm löndum; Ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum og Íslandi, auk Frakklands. Uppselt er á sýningarnar á verkinu í Orléans en í borginni verða einnig á döf- inni ýmsir menningarviðburðir tengdir Íslandi, m.a. með þátttöku rithöfundarins Sjón, sem þýðir Sædýrasafnið á íslensku, Barða Jóhannssonar sem semur tónlist við sýninguna og Ernu Ómars- dóttur sem sér um sviðshreyfing- ar ásamt samstarfsmanni sínum, Damien Jalet. Leikhópinn skipa Elva Ósk Ólafs- dóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ívar Örn Sverrisson og Valur Freyr Einarsson. Sædýrasafni fagnað í Frans LEIKLIST Hluti hópsins í Orléans, en leikararnir voru við æfingar í borginni í viku áður en til frumsýningar kom á fimmtudag: Valur, Ívar, Björn, Elva, Vigdís og Stefán. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 30. maí 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Háskólakórinn heldur tónleika í Ólafsvíkurkirkju í Ólafsvík. Á efnis- skránni verða íslensk þjóðlög og lög eftir íslensk tónskáld. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika í Íslensku óperunni við Ingólfs- stræti. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Guðrún Gunnarsdóttir, Hjörleifur Valsson og Gunnar Ben. 21.00 Stórsveit Akureyrar leikur alls- kyns djass- og latíndjasslög á tónleikum á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. 22.00 Einar Ágúst flytur eigið efni í bland við annarra á Kaffi Akureyri við Strandgötu á Akureyri. ➜ Leikrit 15.00 Leikfélag Fljótdals- héraðs sýnir barnaleikritið „Elvis – leiðin heim“ eftir Sigurð Ingólfsson í Bragganum (við hlið- ina á Sláturhúsinu menningarsetri)á Egilsstöðum. Ath. ekki tekið við kortum. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Geggu (Helgu Birgisdóttur) „Til- hugalíf“ hjá Café Loka við Lokastíg, lýkur á þriðjudag. Opið alla daga kl. 11-18. Í Gallery Turpentine við Skólavörðustíg 14 stendur yfir sýning níu listamanna frá Íslandi, Englandi og Frakklandi. Sýningu lýkur í dag. Opið kl. 12-17. ➜ Blúshátíð Blúshátíðin Norden Blues Festival fer fram í Rangárvallasýslu um hvítasunnu- helgina (29-31. maí). Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Bjartir dagar Hátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafnarfirði 28. maí-7. júní. Dagskráin í heild og nánari upplýsingar á www. hafnarfjordur.is. 14.00 Hafnarborg við Strandgötu býður til ratleiks og leiðsagnar fyrir alla fjölskylduna um útilistaverkin á Víði- staðatúni. Mæting við Skátaheimilið við Hjallabraut kl. 13.45. Aðgangur ókeypis. 17.00 Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari verða með tón- leika í Hásölum, tónleikasal við Hafn- arfjarðarkirkju og Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Debussy og Milhaud. ➜ Opnanir 15.00 Inga Elín opnar sýningu í Listasal Mosfells- bæjar í Kjarna við Þver- holt. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Opið mán.-fös. 12-19 og lau. kl. 12-15. Ath. lokað sunnu- dag og mánudag í hvítasunnu. Mánudagur 1. júní 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Háskólakórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Á efn- isskránni verða íslensk þjóðlög og lög eftir íslensk tónskáld. Einnig mun kirkju- kórinn frá Dolstad í Noregi flytja nokkur lög. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bíboppkvöld verður á Café Cultura við Hverfisgötu 18, þar sem Tómas R. Einarsson mun ráða ríkjum. Djammsessjón verður eftir hlé. ➜ Sýningar 14.00 Á Heimilisiðnaðarsafninu við Árbraut á Blöndósi, verður opnuð sýn- ing þar sem Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Kristveig Halldórsdóttir og Rósa Helga- dóttir sýna ný verk. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Sunnudagur 31. maí 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika ásamt tónskáldinu, útsetjaranum og saxófónleikaranum Bob Mintzer í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akur- eyri. Á efnisskránni verða níu verk þar sem flestar útsetningarnar eru byggðar á fornum íslenskum þjóðlögum. 20.00 Deep Purple heiðurstónleikar verða haldnir á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. ➜ Bjartir dagar Hátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafn- arfirði 28. maí-7. júní. Dagskráin í heild og nánari upplýsingar á www.hafnar- fjordur.is. 15.00 Guðmundur Steingrímsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Ragn- ar Bjarnason spila djass frá ýmsum heimshornum auk íslenskra dægur- lagaperla á tónleik- um í Hafnarborg við Strandgötu. Aðgangur er ókeypis. sumarferdir.is Rimini – nýr áfangastaður á Ítalíu Ekta ítalskur matur Ítölsk menning Frábært strandlíf Stutt til Feneyja Einstök gestrisni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.