Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 61
LAUGARDAGUR 30. maí 2009
Leikhópur Þjóðleikhússins frum-
sýndi á fimmtudagskvöld Sædýra-
safnið eftir Marie Darriuessecq í
Orléans. Verkið, sem sérstaklega
var skrifað fyrir Þjóðleikhúsið
og sýnt í Kassanum í mars, verð-
ur sýnt sex sinnum þar ytra og er
uppselt á allar sýningarnar.
Sædýrasafnið er fyrsta leik-
rit frönsku skáldkonunnar Marie
Darrieussecq en er unnið í sam-
starfi við fyrrgreint ríkisleik-
hús í Orléans (Centre Dramatique
National Orléans), með stuðningi
franska sendiráðsins á Íslandi og
Culturesfrance.
Leikhópnum var ákaft fagnað af
áhorfendum eftir frumsýninguna,
og uppselt er á allar sýningarnar
í Orléans. Blaðaumfjöllun um sýn-
inguna í Frakklandi, svo sem í Le
Monde og Les Inrockuptibles, hefur
einnig verið afar jákvæð.
Leikstjóri Sædýrasafnsins, Art-
hur Nauzyciel, er leikhússtjóri Rík-
isleikhússins í Orléans. Hann hefur
hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar
í Frakklandi og Bandaríkjunum og
hann hefur meðal annars starfað
fyrir leiklistarhátíðina í Avignon,
Comédie Française, Odéon-leikhús-
ið og American Repertory Theat-
re í Boston. Samstarfsfólk hans að
þessu sinni er frá fimm löndum;
Ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum og
Íslandi, auk Frakklands. Uppselt er
á sýningarnar á verkinu í Orléans
en í borginni verða einnig á döf-
inni ýmsir menningarviðburðir
tengdir Íslandi, m.a. með þátttöku
rithöfundarins Sjón, sem þýðir
Sædýrasafnið á íslensku, Barða
Jóhannssonar sem semur tónlist
við sýninguna og Ernu Ómars-
dóttur sem sér um sviðshreyfing-
ar ásamt samstarfsmanni sínum,
Damien Jalet.
Leikhópinn skipa Elva Ósk Ólafs-
dóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Björn Hlynur Haraldsson, Stefán
Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, Ívar Örn Sverrisson og
Valur Freyr Einarsson.
Sædýrasafni fagnað í Frans
LEIKLIST Hluti hópsins í Orléans, en
leikararnir voru við æfingar í borginni
í viku áður en til frumsýningar kom á
fimmtudag: Valur, Ívar, Björn, Elva, Vigdís
og Stefán. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 30. maí 2009
➜ Tónleikar
17.00 Háskólakórinn heldur tónleika
í Ólafsvíkurkirkju í Ólafsvík. Á efnis-
skránni verða íslensk þjóðlög og lög
eftir íslensk tónskáld. Aðgangur er
ókeypis.
21.00 Ljótu hálfvitarnir verða með
tónleika í Íslensku óperunni við Ingólfs-
stræti. Sérstakir gestir á tónleikunum
verða Guðrún Gunnarsdóttir, Hjörleifur
Valsson og Gunnar Ben.
21.00 Stórsveit Akureyrar leikur alls-
kyns djass- og latíndjasslög á tónleikum
á Græna Hattinum við Hafnarstræti á
Akureyri.
22.00 Einar Ágúst flytur eigið efni í
bland við annarra á Kaffi Akureyri við
Strandgötu á Akureyri.
➜ Leikrit
15.00 Leikfélag Fljótdals-
héraðs sýnir barnaleikritið
„Elvis – leiðin heim“
eftir Sigurð Ingólfsson í
Bragganum (við hlið-
ina á Sláturhúsinu
menningarsetri)á
Egilsstöðum. Ath.
ekki tekið við kortum.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Geggu (Helgu Birgisdóttur) „Til-
hugalíf“ hjá Café Loka við Lokastíg, lýkur
á þriðjudag. Opið alla daga kl. 11-18.
Í Gallery Turpentine við Skólavörðustíg
14 stendur yfir sýning níu listamanna frá
Íslandi, Englandi og Frakklandi. Sýningu
lýkur í dag. Opið kl. 12-17.
➜ Blúshátíð
Blúshátíðin Norden Blues Festival fer
fram í Rangárvallasýslu um hvítasunnu-
helgina (29-31. maí). Nánari upplýsingar
á www.midi.is.
➜ Bjartir dagar
Hátíðin Bjartir dagar stendur yfir í
Hafnarfirði 28. maí-7. júní. Dagskráin
í heild og nánari upplýsingar á www.
hafnarfjordur.is.
14.00 Hafnarborg við Strandgötu
býður til ratleiks og leiðsagnar fyrir alla
fjölskylduna um útilistaverkin á Víði-
staðatúni. Mæting við Skátaheimilið við
Hjallabraut kl. 13.45. Aðgangur ókeypis.
17.00 Guido Bäumer saxófónleikari og
Aladár Rácz píanóleikari verða með tón-
leika í Hásölum, tónleikasal við Hafn-
arfjarðarkirkju og Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar. Á efnisskránni verða meðal
annars verk eftir Debussy og Milhaud.
➜ Opnanir
15.00 Inga Elín opnar
sýningu í Listasal Mosfells-
bæjar í Kjarna við Þver-
holt. Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis. Opið
mán.-fös. 12-19 og lau. kl.
12-15. Ath. lokað sunnu-
dag og mánudag í hvítasunnu.
Mánudagur 1. júní 2009
➜ Tónleikar
16.00 Háskólakórinn heldur tónleika
í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Á efn-
isskránni verða íslensk þjóðlög og lög
eftir íslensk tónskáld. Einnig mun kirkju-
kórinn frá Dolstad í Noregi flytja nokkur
lög. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Bíboppkvöld verður á Café
Cultura við Hverfisgötu 18, þar sem
Tómas R. Einarsson mun ráða ríkjum.
Djammsessjón verður eftir hlé.
➜ Sýningar
14.00 Á Heimilisiðnaðarsafninu við
Árbraut á Blöndósi, verður opnuð sýn-
ing þar sem Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Kristveig Halldórsdóttir og Rósa Helga-
dóttir sýna ný verk.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Sunnudagur 31. maí 2009
➜ Tónleikar
17.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika ásamt tónskáldinu, útsetjaranum
og saxófónleikaranum Bob Mintzer í
Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akur-
eyri. Á efnisskránni verða níu verk þar
sem flestar útsetningarnar eru byggðar
á fornum íslenskum þjóðlögum.
20.00 Deep Purple heiðurstónleikar
verða haldnir á Græna Hattinum við
Hafnarstræti á Akureyri.
➜ Bjartir dagar
Hátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafn-
arfirði 28. maí-7. júní. Dagskráin í heild
og nánari upplýsingar á www.hafnar-
fjordur.is.
15.00 Guðmundur
Steingrímsson, Björn
Thoroddsen, Gunnar
Hrafnsson og Ragn-
ar Bjarnason spila
djass frá ýmsum
heimshornum auk
íslenskra dægur-
lagaperla á tónleik-
um í Hafnarborg við
Strandgötu. Aðgangur er ókeypis.
sumarferdir.is
Rimini
– nýr áfangastaður á Ítalíu
Ekta ítalskur matur
Ítölsk menning
Frábært strandlíf
Stutt til Feneyja
Einstök gestrisni