Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 12
12 30. maí 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 46 Velta: 1.079 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 268 +2,91% 737 +4,62% MESTA HÆKKUN ALFESCA +17,65% MAREL FOOD S. +5,05% ÖSSUR +3,40% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR GROUP -3,97% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +17,65% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ... Bakkavör 1,21 -3,97% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,00 +0,00% ... Icelandair Group 4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 64,50 +5,05% ... Össur 106,50 +3,40% Hlutur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í bresku verslunarkeðjunni Booker er kominn í söluferli. Um 22 prósenta hlut er að ræða. Áætlað verðmæti hleypur á níu til 98 milljónum punda, jafnvirði allt að 19,6 milljarða króna, miðað við að hann verði seldur á 28 til 30 pens á hlut, samkvæmt Bloomberg-frétta- veitunni í gær. Verðmiði Booker, sem er umsvifamesta heildsölu- keðja Bretlands, stóð í rétt rúmum þrjátíu pensum á hlut í gær og var markaðsvirði keðjunnar 450 millj- ónir punda. Hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partn- ers II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekið til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. Baugur og Fons áttu saman 31,4 prósenta hlut í Booker eftir uppstokkun á Big Food Group árið 2005. Félögin seldu hlutinn í júní í fyrra. - jab Kaupþing selur fimmt- ungshlut sinn í Booker jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. maí 7,16 6,32 6,32 4 120 111 113,6 Alfesca Króna Evra HUGMYNDASAMKEPPNI HVERNIG ER BEST AÐ FRÆÐA GRUNNSKÓLA- NEMENDUR UM VERKALÝÐSHREYFINGUNA? RITUN NÁMSEFNIS UM VERKALÝÐSHREYFINGUNA FYRIR EFSTU BEKKI GRUNNSKÓLA ASÍ leitar að einstaklingi til að skrifa kennslubók fyrir 9.-10. bekk grunnskóla um verkalýðshreyfinguna, sögu hennar, sigra og hlutverk í nútímasamfélagi. Lengd bókarinnar er áætluð 30-40 bls. en hún verður prentuð í 5000 eintökum og dreift í alla grunnskóla landsins. Umsækjendur þurfa að skila inn tillögum um efnismeðferð og hugmyndum að verkefnum og kennsluaðferðum. Sérstök valnefnd, sem m.a. er skipuð 5 grunnskólanemum, verður látin meta umsóknir. ASÍ útvegar heimildir/efni til vinnslu. Hugmyndum ber að skila fyrir 15. ágúst. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu ásamt háskólaprófi í kennslufræðum eða aðra sambærilega menntun og/eða reynslu, sem nýtist við gerð námsefnis. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri fræðsludeildar, eyrun@asi.is (sími 535 5636). Nákvæmari útlistun á verkefninu er einnig að finna á vef ASÍ www.asi.is Yfirtökutilboð er væntan- legt í Alfesca. Forstjórinn segir það varnarleik í þeim hremmingum sem gengið hafi yfir markaðinn. IFS greining segir það lágt í samanburði við gengi evru. „Við teljum að tilboðsverðið sé mjög gott miðað við aðstæður,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Hann á hlut í væntanlegu yfir- tökutilboði í félagið ásamt Ólafi Ólafssyni stjórnarformanni og sex öðrum lykilstjórnendum félagsins, Singer & Friedlander, banka Kaup- þings í Lundúnum sem er í greiðslu- stöðvun, og franska félaginu Lur Berri Iceland, sem er í eigu franska matvælaframleiðandans Lur Berri Holding. Enn á eftir að senda yfirtökutil- boðið til Kauphallarinnar og leggja það fyrir hluthafa. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 krón- ur á hlut og er 32,4 prósentum yfir lokaverði Alfesca á fimmtudag. Gengi hlutabréfa í félaginu stóð í 3,4 krónum á hlut á fimmtudag en rauk upp um 17,6 prósent í gær og endaði í fjórum krónum. Lur Berri og Alfesca hafa unnið saman um árabil en félagið er mik- ilvægasti birgir Labeyrie, félags Alfesca í framleiðslu og sölu á andabringum. Það velti jafnvirði 72 milljarða króna í fyrra. Lur Berri hefur frá því í fyrra- dag styrkt mjög stöðu sína í hlut- hafahópi Alfesca. Það átti þá þrjú prósent í félaginu en bætti óðum við hlut sinn. Aðrir hluthafar, sem sitja á tólf prósentum hlutafjár, hafa sýnt vilja til að taka tilboðinu og gangi allt eftir verður Lur Berri annar stærsti hluthafi félagsins með 35 prósent þegar yfir lýkur. Ólafur og hinir hluthafar Alfesca munu ekki selja hluti sína. Þá er ekki inni í myndinni nú um stundir að Lur Berri fari yfir 35 prósentin eða leitist við að taka Alfesca alfarið yfir á næstu árum, að sögn Govares. Stefnt er að því að taka Alfesca af markaði síðar á árinu. Slíkt hefur lengi vofað yfir en Ólafur Ólafs- son, stjórnarformaður félagsins til tíu ára og stærsti hluthafi þess, sagði í samtali við Markaðinn, við- skiptablað Fréttablaðsins, í nóvem- ber í fyrra að dýfa krónunnar hefði snert mjög við hluthafana, ekki síst erlenda stjórnendur sem ættu stóra hluti í félaginu og hefðu horft upp á eignina gufa upp. Þar sem hluta- bréf fyrirtækisins hefðu ekki verið skráð í evrur yrði það líklega tekið af markaði. IFS Greining sagði í gær tilboð- ið lágt, sérstaklega í ljósi þess að undirliggjandi verðmæti Alfesca væri að mestu í evrum. Á móti er tekið fram að tilboðið sé að mestu í takt við lágt gengi félaga á mark- aði almennt. Engin viðskiptavakt sé með það og fjárfestar því í raun fastir inni í félaginu. Tilboðið sé ákveðin leið fyrir þá. „Við telj- um að fyrir aðila með aðgang að erlendum gjaldeyri sé Alfesca mjög áhugaverður fjárfestingarkost- ur og ekki útilokað að önnur félög myndu vilja skoða þann möguleika að kaupa félagið,“ segir í áliti IFS Greiningar. Xavier Govare tekur undir þetta en hann hefur tekið eftir áhuga erlendra félaga á kaupum á Alfesca. Tilboðin hafi hins vegar verið afar lág og því aldrei komið til viðræðu. „Það voru fáránlegar tölur og því teljum við tilboðið okkar gott,“ segir hann. jonab@markadurinn.is GOVARE KYNNIR STÖÐUNA Helstu hluthafar, stjórnendur og lykilbirgir Alfesca telja væntanlegt yfirtökutilboð sitt gott. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Forstjórinn segir yfirtökuboð gott Gunnar Karl Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Tryggingamið- stöðvarinnar, hefur verið ráðinn forstjóri MP Banka. Gunnar hefur lengst af starfað hjá Skeljungi, aðallega við fjár- málastjórnun og áhættustýringu. Hann varð þar aðstoðarforstjóri árið 2000 og forstjóri árið 2003. Þá hefur Gunnar Karl gegnt fjölda trúnaðarstarfa í íslensku atvinnulífi. Núna er hann meðal annars stjórnarmaður í Samtök- um atvinnulífsins og Samtökum verslunar og þjónustu. - óká Nýr forstjóri yfir MP banka Samanburður á gengi Alfesca, evru og krónu í eitt ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.