Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 47
heimili&hönnun ● Um þessar mundir stendur yfir sýning myndlistarkonunnar Jón- ínu Guðnadóttur í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýningunni, sem ber yfirskrift- ina Vættir, hefur Jónína unnið að síðastliðin tvö ár. „Það byrj- aði með því að mér var farið að finnast góðærið og neyslan svo gengdarlaus í samfélaginu. Þetta hljómar kannski klisjukennt núna en þetta var nú löngu fyrir hrun. Ég fór að hugsa um þær hættur sem að okkur steðja í nútímasam- félagi og þá skutu landvættirn- ar upp kollinum. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það gæti verið að þær hefðu yfirgefið okkur. En svo uppgötvaði ég að meinið kom innan frá, en ekki utan að. Land- vættirnar, sem verja landið okkar frá illum öflum að utan, voru ekki viðbúnar því að öflin kæmu að innan.“ Þessar hugleiðingar Jónínu gátu af sér fígúratíf listaverk sem tákna landvættirnar fjórar, sem sjá má á fyrri hluta sýningarinnar í Hafnarborg. Verkin eru unnin í leir og ál með sérstakri tækni sem Jónína hefur þróað sjálf í gegnum árin. Annar hluti sýningarinn- ar fjallar um þjóðleg gildi. Þar veltir Jónína fyrir sér í hverju hinn raunverulegi auður þjóðar- innar liggur. Fjármörk, þrykkt með prjóni og hekli, eru meðal þess sem ber fyrir augu sýning- argesta. „Fyrir nokkrum árum fékk ég óstjórnlega löngun til að vinna með fjármörk. Þau eru bæði rosalega falleg og með svo marg- víslegu munstri. Með því að binda hannyrðirnar inn í verkin er ég að votta konum fyrri tíma virðingu mína. Þeirra vinna var kannski aldrei virt sem slík, þótt þær hafi setið við og prjónað á meðan annað heimilisfólk hvíldi sig. Svo fannst mér við hæfi að vinna með sauðkindina þar sem hún hefur haldið lífi í íslensku þjóðinni,“ segir hún. Á sýningunni er einnig að finna bréf sem afi Jónínu skrifaði dótt- ur sinni til að óska henni til ham- ingju með nýfædda dóttur. Í bréf- inu kallar hann barnið, Jónínu sjálfa, lambadrottninguna, svo bréfið á vel við þema sýningar- innar. Upplagt er að kíkja á sýningu Jónínu í Hafnarborg á mánudag- inn klukkan þrjú. Þá verður þar svokallað listamannaspjall og mun Jónína fara með áhugasöm- um í gegnum sýninguna og út- skýra verk sín. Sýningin stendur til 21. júní. - hhs Vættirnar voru óviðbúnar ● Verk myndlistarkonunnar Jónínu Guðnadóttur vekja áleitnar spurningar um þjóðleg gildi og hætturnar sem steðja að samfélagi nútímans. Jónína leiðir gesti um sýningu sína, Vætti, í Hafnarborg klukkan þrjú á mánudaginn. Myndlistarkonan Jónína Guðnadóttir við verkið Hyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA M úrbúðin hefur opnað nýja hreinlætistækja- deild þar sem finna má eitt mesta úrval hreinlætistækja hér á landi. „Við erum með góð vörumerki í hreinlætistækjum eins og Vitra, Ceravid og Fico sem og blöndunartæki frá Savil á Ítalíu,“ segir Baldur Björnsson framkvæmdastjóri og bætir við að enn fremur bjóði Múrbúðin upp á mikið úrval gólf- og veggflísa. „Eftir að íslenska gullæðinu lauk er fólk hætt að kaupa án þess að spyrja hvað varan kostar. Nú spá allir í verð og gæði,“ segir Baldur en viðtökur hafa verið góðar. - hs Ný hreinlæt- istækjadeild Múrbúðin státar nú af umfangs- mikilli hreinlætistækjadeild. MYND/MÚRBÚÐIN LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.