Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 47
heimili&hönnun ●
Um þessar mundir stendur yfir
sýning myndlistarkonunnar Jón-
ínu Guðnadóttur í Hafnarborg í
Hafnarfirði.
Sýningunni, sem ber yfirskrift-
ina Vættir, hefur Jónína unnið
að síðastliðin tvö ár. „Það byrj-
aði með því að mér var farið að
finnast góðærið og neyslan svo
gengdarlaus í samfélaginu. Þetta
hljómar kannski klisjukennt núna
en þetta var nú löngu fyrir hrun.
Ég fór að hugsa um þær hættur
sem að okkur steðja í nútímasam-
félagi og þá skutu landvættirn-
ar upp kollinum. Ég fór að velta
því fyrir mér hvort það gæti verið
að þær hefðu yfirgefið okkur. En
svo uppgötvaði ég að meinið kom
innan frá, en ekki utan að. Land-
vættirnar, sem verja landið okkar
frá illum öflum að utan, voru ekki
viðbúnar því að öflin kæmu að
innan.“
Þessar hugleiðingar Jónínu
gátu af sér fígúratíf listaverk sem
tákna landvættirnar fjórar, sem
sjá má á fyrri hluta sýningarinnar
í Hafnarborg. Verkin eru unnin í
leir og ál með sérstakri tækni sem
Jónína hefur þróað sjálf í gegnum
árin.
Annar hluti sýningarinn-
ar fjallar um þjóðleg gildi. Þar
veltir Jónína fyrir sér í hverju
hinn raunverulegi auður þjóðar-
innar liggur. Fjármörk, þrykkt
með prjóni og hekli, eru meðal
þess sem ber fyrir augu sýning-
argesta. „Fyrir nokkrum árum
fékk ég óstjórnlega löngun til að
vinna með fjármörk. Þau eru bæði
rosalega falleg og með svo marg-
víslegu munstri. Með því að binda
hannyrðirnar inn í verkin er ég að
votta konum fyrri tíma virðingu
mína. Þeirra vinna var kannski
aldrei virt sem slík, þótt þær
hafi setið við og prjónað á meðan
annað heimilisfólk hvíldi sig. Svo
fannst mér við hæfi að vinna með
sauðkindina þar sem hún hefur
haldið lífi í íslensku þjóðinni,“
segir hún.
Á sýningunni er einnig að finna
bréf sem afi Jónínu skrifaði dótt-
ur sinni til að óska henni til ham-
ingju með nýfædda dóttur. Í bréf-
inu kallar hann barnið, Jónínu
sjálfa, lambadrottninguna, svo
bréfið á vel við þema sýningar-
innar.
Upplagt er að kíkja á sýningu
Jónínu í Hafnarborg á mánudag-
inn klukkan þrjú. Þá verður þar
svokallað listamannaspjall og
mun Jónína fara með áhugasöm-
um í gegnum sýninguna og út-
skýra verk sín. Sýningin stendur
til 21. júní. - hhs
Vættirnar voru óviðbúnar
● Verk myndlistarkonunnar Jónínu Guðnadóttur vekja áleitnar spurningar um þjóðleg gildi og hætturnar sem steðja að
samfélagi nútímans. Jónína leiðir gesti um sýningu sína, Vætti, í Hafnarborg klukkan þrjú á mánudaginn.
Myndlistarkonan Jónína Guðnadóttir við verkið Hyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
M úrbúðin hefur opnað nýja hreinlætistækja-
deild þar sem finna má eitt
mesta úrval hreinlætistækja
hér á landi. „Við erum með góð
vörumerki í hreinlætistækjum
eins og Vitra, Ceravid og Fico
sem og blöndunartæki frá
Savil á Ítalíu,“ segir Baldur
Björnsson framkvæmdastjóri
og bætir við að enn fremur
bjóði Múrbúðin upp á mikið
úrval gólf- og veggflísa.
„Eftir að íslenska gullæðinu
lauk er fólk hætt að kaupa
án þess að spyrja hvað varan
kostar. Nú spá allir í verð
og gæði,“ segir Baldur en
viðtökur hafa verið góðar. - hs
Ný hreinlæt-
istækjadeild
Múrbúðin státar nú af umfangs-
mikilli hreinlætistækjadeild.
MYND/MÚRBÚÐIN
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 3