Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 70
46 30. maí 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is TÖLURNAR TALA Flest skot: Stjarnan 17 Flest skot á mark: Stjarnan 9 Fæst skot: Fram 6 Hæsta meðaleink.: Stjarnan 7,10. Lægsta meðaleink.: Fjölnir 4,55. Grófasta liðið: Fylkir 17 brot. Prúðasta liðið: ÍBV, Keflavík 8 brot. Flestir áhorfendur: 2.370, á leik KR og FH. Fæstir áhorfendur: 632, á leik Grindavíkur og Þróttar. Áhorfendur alls: 6.484 (1.081). Besti dómarinn: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Þórodd- ur Hjaltalín fengu báðir 7 í ein- kunn. Þetta var fyrsti leikur Vilhjálms í úrvalsdeild. 4-3-3 Davíð Guðjónsson Pétur RunólfssonDaníel Laxdal Tommy Nielsen Jósef Kristinn Jósefsson Alfreð Finnbogason Steinþór Freyr ÞorsteinssonBjarni Guðjónsson Marel Baldvinsson Hörður SveinssonHaukur Baldvinsson > Atvik umferðarinnar Þegar Kjartan Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, fékk rautt eftir aðeins níu mínútna leik gegn Fylki. Kjartan var fenginn að láni frá Víkingi þar sem Bjarni Þórður Halldórs- son fékk rautt í síðasta leik Stjörnunnar. Þá voru góð ráð dýr fyrir Garðbæinga. > Atvik umferðarinnar „Mér fannst [...] Marel liggja ansi oft í grasinu, hann átti það til að detta ansi auðveldlega. Við erum engir vinir inni á vellinum en félagar utan vallar. Það nær ekkert lengra en það,“ sagði Kristján Hauksson, leikmaður Fram, um Valsarann Marel Baldvinsson. Fimmta umferð Pepsi-deildar karla fór fram í fyrrakvöld og er óhætt að segja að mikið hafi gengið á. Alls voru 24 mörk skoruð í leikjunum, fjögur mörk að meðaltali í leik. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið og þá lyftu dóm- ararnir gula spjaldinu á loft alls 37 sinnum – sannarlega ótrúleg staðreynd. Stjarnan tyllti sér aftur á topp deildarinnar með 2-1 sigri á Fylki og er með tólf stig, rétt eins og FH, en með betra markahlutfall. Þrjú lið – KR, Fylkir og Keflavík – eru svo með tíu stig. Stjörnumenn eiga þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar, þar á meðal markvörðinn unga, Davíð Guðjónsson. Það var reyndar hörð samkeppni um markvarðarstöðuna í liðinu því þrír markverðir voru valdir bestu menn sinna leikja. Auk Davíðs voru það Daði Lárusson, FH, og Albert Sævars- son, ÍBV. Samtals eiga átta lið fulltrúa í liði umferðar- innar að þessu sinni. PEPSI-DEILD KARLA: LIÐ 5. UMFERÐAR 24 mörk, þrjú rauð spjöld og 37 gul FÓTBOLTI Davíð Guðjónsson er leik- maður 5. umferðar Pepsi-deild- ar karla að mati Fréttablaðsins. Sparkspekingar þekktu fæstir til þessa markvarðar, enda er hann ekki nema sextán ára gamall og leikur með þriðja flokki Stjörn- unnar. Honum var hins vegar hent út í djúpu laugina með meist- araflokknum í fyrrakvöld og er óhætt að segja að hann hafi staðist prófið. Annan leikinn í röð fékk mark- vörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið. Bjarni Þórður Halldórs- son var í banni frá fyrri leik og þar sem Baldvin Guðmundsson, 45 ára gamall varamarkvörður liðs- ins, meiddist á æfingu var Kjart- an Ólafsson fenginn að láni frá Víkingi til að leika gegn Fylki á miðvikudagskvöldið. Eftir aðeins níu mínútna leik fékk þó Kjartan að líta rauða spjaldið og var þá komið að þætti Davíðs. Hann varði reyndar ekki vítaspyrnu Vals Fannars Gíslason- ar en hélt hreinu eftir það á meðan Stjarnan tryggði sér 2-1 sigur. „Tilfinningin var gríðarlega góð,“ sagði Davíð. „Það var ótrú- lega gaman inni í búningsklefan- um eftir leik og óhætt að segja að ég hafi fengið spennufall. Ég er fyrst núna að jafna mig.“ Hann segir að hann hafi nán- ast fengið áfall þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. „Ég var svo stressaður,“ sagði Davíð. „Ég átti alls ekki von á því að koma inn á. Ég var næstum búinn að gleyma legghlífunum og var svo svaka- lega stressaður að það var engu líkt.“ Davíð er nú að klára tíunda bekkinn í grunnskóla og er því mikil byrði lögð á ungar herðar. Hann komst hins vegar vel frá sínu og gott betur, enda þótt Fylk- ismenn hafi verið duglegir að láta hann finna til tevatnsins. „Ég held að það sé spurning um að láta barnaverndaryfirvöld vita,“ sagði hann og hló. Þetta var fyrsti leikur Davíðs með meistaraflokki en hann hefur þó áður æft með leikmönnum liðs- ins. „Ég byrjaði að æfa með meist- araflokki áður en tímabilið hófst en hef bara verið að spila með þriðja flokknum. Ég á ekki von á öðru en að ég haldi áfram að gera það en fer ef til vill að æfa meira með meistaraflokknum áfram.“ Hann gerir þó ekki kröfu um að fá byrjunarliðssæti í næsta leik þrátt fyrir góða frammistöðu, enda er Bjarni Þórður búinn að taka út sitt leikbann. „Nei, ég geri það ekki,“ sagði hann og hló. „Bjarni er einn besti markvörður landsins og það er fullkomlega eðlilegt að hann fari aftur í liðið.“ eirikur@frettabladid.is Geri ekki kröfu um sæti í liðinu Hinn sextán ára gamli Davíð Guðjónsson kom, sá og sigraði þegar Stjarnan vann 2-1 sigur á Fylki. Markvörðurinn ungi er leikmaður 5. umferðar. KASTAÐ ÚT Í DJÚPU LAUGINA Davíð Guðjónsson varð sextán ára gamall 21. mars síðastliðinn og á enn tæpt ár í að fá bílprófið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Blikinn Alfreð Finnboga- son hefur skorað í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildarinnar og er markahæsti leikmaður deildar- innar á sínu fyrsta alvöru tímabili í úrvalsdeild. Alfreð hefur með þessu jafnað afrek Guðmundar Benediktssonar frá árinu 1996 þegar hann skoraði í fyrstu fimm leikjum KR-inga. Guðmundur Benediktsson skoraði átta mörk í fyrstu fimm leikj- um KR-inga sum- arið 1996 og átti að auki tvær stoðsend- ingar. Fyrstir til þess að halda hreinu á móti Guðmundi þetta sumar voru Grind- víkingar, sem höfðu hann í strangri gæslu en gleymdu Ríkharði Daðasyni sem skoraði þrennu í 4-0 sigri Vesturbæinga. Alfreð er tví- tugur og hafði aðeins leikið fjóra leiki í efstu deild fyrir þetta tímabil. Hann skor- aði í sínum fyrsta leik í byrj- unarliðinu í fyrra þegar Breiðablik vann 3-0 sigur á Fram. Það var eina mark hans í úrvalsdeild karla fyrir þetta tímabil. Með því að skora í 4-4 jafnteflinu á móti Kefla- vík í 5. umferðinni í fyrra- kvöld gerði hann betur en þeir Matthías Guðmunds- son (FH 1997) og Gunn- ar Heiðar Þorvalds- son (ÍBV 2002) sem höfðu á síðustu árum náð því að skora í fjórum fyrstu umferðunum. - óój Alfreð Finnbogason búinn að skora í öllum fimm leikjum Blika í Pepsi-deildinni: Jafnaði afrek Gumma Ben frá 1996 ÁRIÐ 1996 Guðmundur Benediktsson skoraði í fimm fyrstu leikjum KR árið 1996. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÁRIÐ 2009 Alfreð Finnbogason er búinn að skora í fimm fyrstu leikjum Blika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.