Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 50
6 fjölskyldan samverustundir ræktum líkama og sál ... LEYNISTAÐIR fyrir lautarferð Á góðviðrisdögum er tilvalið að fara í lautarferð með fjölskyldunni. Ýmsir skemmtilegir staðir til slíkrar iðju eru á höfuðborgarsvæðinu og Fjölskyldublaðið fór á stúfana og heim- sótti nokkra, til innblásturs fyrir lesendur næst þegar sólin skín á suðvesturhorninu. Hellisgerði í Hafnarfirði Einn elsti almenningsgarður á Íslandi er Hellisgerði í Hafnarfirði. Garðurinn er í hrauninu í Hafnarfirði sem gefur honum sérstakt yfirbragð og gerir hann einstaklega skjólgóðan sem er það sem heillar í lautarferðum. Þar er líka bonsaí-garður sem ungir og aldnir hafa gaman af að skoða. Grundargerðisgarður í Reykjavík Garðurinn er mikill leynigarður í Reykjavík og fáir sem þekkja hann fyrir utan þá sem búa í nágrenninu. Hann stendur við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu eins og nafnið ber með sér, er stærri en hann virkar frá götunni með háum trjám og skjólsælum lundum. Þegar gróðursetningu sumar- blóma er lokið á sumrið er mikið blómskrúð í garðinum. „Hér er yndislegt að vera,“ sagði Ásdís Lára Runólfsdóttir sem var í garðinum þegar blaðamenn voru þar á ferð. „Ég kem hingað allan ársins hring í hádeginu.“ VÍNBER ERU TILVALINN AUKABITI í lautarferð í fínni kantinum, góð með salati og ostum en líka frábær ein og sér. Fyrir krakkana eru þau tilvalin tilbreyting við óhollara smásnakk eins og kex og súkkulaði. Þeir sem allir þekkja … Hljómskálagarðurinn, Miklatún og Laugardalurinn eru allt staðir góðir til lautarferða og leikja. Þeir eru stórir, með aðstöðu til að grilla og eiga góðan dag. Laugardalurinn er án efa sá veðursælasti og hentugasti en hinir eiga sín skot og skemmtilegheit. Hlíðargarður í Kópavogi Elsta skipulagða útivistarsvæðið í Kópavogi er Hlíðargarður sem er á milli Lindarhvamms og Hlíðarhvamms. Garðurinn hallar mót suðri og er skjólgóður mjög því hann er umkringdur húsum og trjám. Garðurinn er athyglisverður frá fagurfræðilegu sjónarmiði vegna þess að hann er skipulagður í stíl erlendra hallargarða, hann er symmetrískur. Þar fyrir utan er skemmtilegt að húsin í kringum hann eru öll teiknuð af Sigvalda Thordarsyni arkitekti, eftir sömu teikningu. Einarsgarður í Reykjavík Milli gömlu Hringbrautar og Laufásvegar er garður sem lætur lítið yfir sér. Þar eru þó bekkir og gott skjól, ekki síst ef maður vill virða fyrir sér flugvallarsvæðið og velta fyrir sér hvort þar sé hentugt íbúðahverfi eða hvort flugvöllurinn sé kannski á besta staðnum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.