Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI4. júlí 2009 — 157. tölublað — 9. árgangur inni&úti LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Sumarblað Fréttablaðsins ● STEFÁN SVAN AÐALHEIÐARSON SAFNAR SÉRSTÆÐUM MUNUM ● LIST MINNINGARBROT ÚR BERNSKU ● MATUR LJÚFFENGIR ÁBÆTISRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ERÓTÍSKT Í BÚSTAÐINN Silja Aðalsteinsdóttr mælir með kvikmynd um Molière í sumar- bústaðinn. SÍÐA 2 EINS OG HJÁ ÖMMU Nýtt kaffihús hefur verið opnað í elsta húsi Hafnar í Hornafirði. SÍÐA 6 Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365. is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365. is 512 5441 MONTESSORI Vantar Montessori kennara eða manneskju me ð reynslu í Montessori stefnunni í 60% starf. Þarf að geta hafi ð störf í lok ágúst/byrjun septe mber. Umsókn með ferilskrá óskast sent á skoli@ montessori.is ÓSKUM EFTIR VÖNUM ÚTHRINGJARA. VEL LAUNAÐ STARF. Vinnutími 3-4 kvöld í viku frá kl 18-22 (sam komulag). Miklir tekjumöguleikar. Þægileg vinnuaðsta ða. Æskilegur aldur 30 – 60 ára. Nánari upplýsingar gefa Samúel s. 8970948, Eiríkur s. 8227303. STJÓRNMÁL 24 INNI OG ÚTI 8 Skoðar innsta eðli mannsins VIÐTAL 28 TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí KJARAMÁL Fulltrúar allra aðildar- félaga BSRB, utan eins, og fulltrú- ar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) skrifuðu í gær undir kjara- samninga við ríkið. Í samningunum er tekið mið af stöðugleikasáttmál- anum, og munu því aðeins lægstu launin hækka. „Auðvitað er enginn ánægður með þessa niðurstöðu, en miðað við aðstæður er þetta það sem mögu- legt var,“ segir Signý Jóhannes- dóttir, sviðsstjóri sviðs opinberra starfsmanna innan SGS. Þeir sem lægst launin hafa munu hækka um samtals tuttugu þúsund krónur í þremur áföngum. Laun undir 210 þúsund krónum munu hækka frá 1. júlí síðastliðnum og 1. nóvember, og laun undir 310 þús- undum munu hækka 1. júní 2010. „Í þessum kjarasamningum er bara verið að horfa til allra lægstu launanna, þeir sem hafa hærri laun fá engar hækkanir,“ segir Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður BSRB. Aðeins lítið hlutfall félags- manna fær því kjarabætur þar til samningurinn rennur út, í lok nóv- ember 2010. Samningarnir sem undirritaðir voru í gær eru innlegg í stöðug- leikasáttmálann, segir Gunn- ar Björnsson, formaður samn- inganefndar ríkisins. Hann segir að samið hafi verið um minni hækkanir en á frjálsum markaði, enda ekkert launungarmál að ríkið sé í erfiðri stöðu og ráði ekki við meiri hækkanir. BSRB og SGS eiga eftir að semja við sveitarfélögin og Reykjavíkur- borg. Signý segir að það geti reynst erfiðara, þar sem fleiri lægra laun- aðir starfsmenn séu hjá sveitar- félögum, og fjárhagsstaða þeirra sé erfið. Undir það taka aðrir við- mælendur Fréttablaðsins. Ríkið á einnig eftir að semja við tugi félaga, þar með talað Bandalag háskólamanna, Félag framhalds- skólakennara og fleiri. Atkvæði verða greidd um samn- ingana á næstunni. - bj Hækka lægstu launin Aðildarfélög BSRB og Starfsgreinasambandið skrifuðu undir kjarasamning við ríkið í gærkvöldi. Líklegt er að samningar við sveitarfélögin verði erfiðari. TOMASZ NAPIERAJCZYK FERÐAHELGIN HAFIN Það er ekki laust við að ferðahugur hafi verið kominn í stóran hluta landsmanna í gær, og þétt umferð var úr borginni fram eftir kvöldi. Áður en lagt er í ferðalagið er auðvitað nauðsynlegt að fylla á tankinn og því nóg að gera á bensín- stöðvum við helstu umferðaræðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Athygli hefur vakið að í fyrsta sinn er erlendur ríkis- borgari að sinna dómgæslu í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu að staðaldri. Sá heitir Tomasz Jacek Napier- ajczyk og er pólskur verka- maður sem kom hingað til lands fyrir rúmum þrem- ur árum. Fyrir ári var hann hvattur til að hafa samband við Knatt- spyrnusamband Íslands þar sem hann hafði lengi starfað sem dómari í heimalandi sínu. Hann þótti standa sig það vel að honum var gefið tækifæri til að vera aðstoðardómari í efstu deild, þar sem hann dæmir nú reglulega. - esá / sjá síðu 48 VIÐTAL 22 ÞRIÐJA GRÁÐAN 32 MENNTUN 26 DRAUGABANI Í ÚTRÝMINGARHERFERÐ GUÐLAUGUR KRISTINN ÓTTARSSON Eftirréttir í ferðalagið VERKFÆRIÐ ER MAÐUR SJÁLFUR Valdarán í Róm- önsku Ameríku FÆR BRAGÐLAUKANA AF STAÐ Tomasz Napierajczyk: Pólverji dæmir í efstu deild EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn stærstu samtaka atvinnurek- enda sem og verkalýðsforyst- unnar taka undir þau rök að samþykkja verði frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningana. Felli Alþingi samningana verði staða Íslands jafnvel enn alvarlegri en hún er nú. Afgreiðsla málsins sé okkur lífsnauðsynleg til að aðgang- ur fáist að erlendu fjármagni sem endurreisn efnahagslífsins verði byggð á. - shá / sjá síðu 4 Aðilar vinnumarkaðarins: Icesave-málinu verður að ljúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.