Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 78

Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 78
54 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. báru að, 6. skst., 8. kjaftur, 9. kvk nafn, 11. átt, 12. aðfall, 14. fótmál, 16. hróp, 17. frjó, 18. nafar, 20. tveir eins, 21. ókyrrð. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. líka, 4. afbrot, 5. líða vel, 7. orðrómur, 10. þrá, 13. hluti verkfæris, 15. matur, 16. hljóðfæri, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. no, 8. gin, 9. gró, 11. sa, 12. aðsog, 14. skref, 16. óp, 17. fræ, 18. bor, 20. ðð, 21. órói. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. og, 4. misgerð, 5. una, 7. orðspor, 10. ósk, 13. orf, 15. fæði, 16. óbó, 19. ró. Jón Eðvald Vignisson Aldur: 25 ára. Búseta: Vesturbær Reykjavíkur, aðeins of nálægt KR-vellinum. Starf: Tæknistjóri CLARA. Stjörnumerki: Tvíburi. Fjölskylda: Barnlaus, hamingju- samlega ástfanginn. Birgitta Haukdal og maðurinn hennar, Benedikt Einarsson, eign- uðust lítinn strák hinn 25. júní. Móður og syni heilsast vel en strák- urinn ku vera mikill myndar piltur. Heimilið að Bakkaflöt 3 í Garða- bænum er því í miklum blóma um þessar mundir og lífið leikur við ungu hjónin, sem hafa verið að koma sér fyrir í þessu glæsi- lega húsi. Ekki verður langt fyrir ættingjana að heimsækja hvít- voðunginn því frændi Benedikts, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis flokksins, á heima beint á móti þeim og tveir aðrir af hinni margfrægu Engeyjar ætt búa við þessa virðulegu götu í Garðabæn- um. Undanfarnir mánuðir hafa því verið viðburðaríkir hjá hjóna- kornunum. Þau gengu í það heil- aga í október á síðasta ári við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Nokkrum dögum síðar fengu þau svo að vita að söngkonan ástsæla bæri barn undir belti. „Litla barn- ið var því leynigestur í brúðkaup- inu okkar,“ sagði Birgitta í viðtali við Föstudag í mars. Birgitta lýsti því reyndar yfir í sama viðtali að hún hefði fengið æði fyrir súr- mat, hún hefði hakkað í sig súra hrútspunga og annan þorramat af bestu lyst á meðgöngunni. Þá upplýsti hún einnig að barneignir hefðu ekki verið á dagskránni hjá sér í mörg ár. „Mín skoðun er sú að við verðum að finna manninn okkar sem við viljum eyða ævinni með og koma okkur fyrir áður en barneignir byrja. Ég lít alls ekki á barneignir sem sjálfsagðan hlut og á hverjum degi þakka ég fyrir litla kraftaverkið okkar.“ - fgg Birgitta og Bensi fengu strák ALSÆL Birgitta er alsæl með soninn sem kom í heiminn þann 25. júní en hann þykir mikill myndarstrákur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hljómsveitin Hjaltalín heiðr- aði Michael Jackson á tónleikum sínum á Hróarskelduhátíðinni á fimmtudagskvöld með því að spila lag hans Don’t Stop ‘til You Get Enough. Lagið var það síðasta sem hún tók fyrir uppklapp. „Við tókum það líka á Nasa á laugar- dagskvöldið [27. júní]. Það hitti mjög vel í mark og það var mikið dansað,“ segir Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari Hjalta- lín, sem skemmti sér vel á Hróars- keldu. „Þetta gekk rosalega vel. Við spiluðum fyrir stappað tjald af fólki, svona þúsund manns, og það var vel tekið í allt.“ Aðeins um tvö hundruð Íslendingar eru á Hróarskeldu í ár sökum lágs geng- is krónunnar og var hluti þeirra mættur til að sjá Hjaltalín. „Maður sá að þegar við spiluðum Þú komst við hjartað í mér fóru allir Íslend- ingarnir á hreyfingu. Þá sá maður hverjir voru útlend- ingar og hverjir voru Íslendingar,“ segir Guðmundur. Fregnir af meiri þjófnaði á hátíðinni en áður hafa tröll- riðið dönskum fjölmiðlum en Guðmundur segist ekkert hafa orðið var við slíkt. „Við vorum með allt okkar dót í mjög vel girtri aðstöðu baksviðs. Það var enginn séns að komast þangað nema að vera með þar til gerða passa og pappíra.“ Kira Kira spilaði á Hróarskeldu á þriðjudagskvöldið við góðar undirtektir og gafst liðsmönnum Hjaltalín tími til að hitta hana áður en þeir héldu á brott til Póllands þar sem þeir spiluðu í gærkvöldi. Aftur á móti gafst enginn tími til að blanda geði við stjörnur hátíðar- innar á borð við Oasis, Coldplay og Nick Cave. „Það gafst ekki mikið tækifæri til þess. Við þurftum að ná flugvél snemma um morgun- inn og við rétt náðum að labba um hátíðarsvæðið.“ - fb Heiðruðu Jackson á Hróarskeldu HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín heiðraði hinn sáluga Michael Jackson á Hróarskelduhátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MICHAEL JACKSON Popparinn er í miklu uppáhaldi hjá Hjaltalín. Kaffi Oliver var nokkuð þétt setinn á fimmtudagskvöldinu og var engu líkara en að um laugardagskvöld hefði verið að ræða. Gestirnir voru af öllum stærðum og gerðum en þar mátti meðal annars sjá Björgvin Pál Gústavsson, markmann íslenska landsliðsins, og Aron Pálmarsson, vonarstjörnu íslensks handbolta. Ingó veðurguð lék nokkur létt lög á kassagítar en Sprengju hallar maðurinn Atli Bollason lét sér fátt um finnast og sat úti. Hins vegar virtist Ásgeir Kolbeinsson, sem sjálfur er að fara að opna skemmtistað, kunna vel við lagaval Ingós þegar hann spjallaði við nokkrar yngismeyjar. Ágúst Guðmundsson, kvikmynda- gerðarmaður og formaður Bandalags íslenskra listamanna, sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær. Þar kom fram að stjórn BÍL harmaði þá umræðu sem átt hefði sér stað í kringum bókun hans og Áslaugar Thorlacius í menningar- og ferðamálaráði þegar ákveðið var að tilnefna Steinunni Sigurðardóttur sem borgarlistamann. Fréttablaðið greindi frá bókuninni sem virtist fara heldur skakkt ofan í aðra félagsmenn því nokkur aðildarfélög BÍL lýstu yfir stuðningi sínum við Steinunni. Fatahönn- uðurinn sjálfur hvatti til sameiningar í samtali við Fréttablaðið. Jóhanna Guðrún verður á faralds- fæti í lok þessa mánaðar því hún verður ein af aðalstjörnum sérstaks Eurovision-teitis sem Gay Pride- gangan í Stokkhólmi stendur fyrir dagana 27. júlí-2. ágúst. Annars hefur verið óvenju hljótt um þjóðhetjuna eftir að hún sneri heim frá Moskvu með silfrið í farteskinu og menn eru því farnir að vera ansi spenntir að heyra um nýja landvinninga söng- fuglsins. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá til- finningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýsk- ir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókar- innar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bóka lista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efna- hagshrunið sem kemur út á skömm- um tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnar son og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undr- unarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskrepp- unni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er ann- aðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslend- ings af þessum sögulegu viðburð- um sem hafi breytt íslensku sam- félagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármála- kerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunar- hátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merk ingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalíf- ið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímynd- að alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“ freyrgigja@frettabladid.is EINAR MÁR GUÐMUNDSSON: ÍSLAND ER MÁLIÐ Í HNOTSKURN Hvíta bókin seld til Þýska- lands, Noregs og Danmerkur HVÍTA BÓKIN Í ÚTRÁS Þýskir, norskir og danskir útgefendur hafa fest kaup á útgáfuréttinum að Hvítu bók Einars Más. Einar segist telja að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Faust. 2 Innsiglishringur úr gulli. 3 Bubbles. 2009 Lokað vegna sumarleyfa 1. júlí - 10. ágúst Kynnið ykkur dagskrá haustsins á www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.