Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 10

Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 10
10 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR STRAND Á SKERI Ekki er gott að sjá hvernig þessi breska skúta tollir á skerinu, en þarna endaði hún eftir að undan henni flæddi við strendur Frakklands áður en bátsverjar áttuðu sig. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir kalt vatn frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar um 50 prósent. Eftir hækkunina kosta eitt þúsund lítrar af köldu vatni átján krónur í staðinn fyrir tólf krónur. Þetta jafngildir því að einn lítri af neysluvatni kosti tæpa tvo aura. Fram kemur í fundargerð framkvæmdaráðsins að gjaldkrá Vatnsveitunnar hafi ekki verið hækkuð frá árinu 2006. Jafn- framt þessu á að bjóða út trygg- ingar, rafmagn, öryggisþjónustu, eldsneyti, salt og holræsahreins- un. - gar Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar: Vatnið hækkar um 50 prósent KALDÁRBOTNAR Vatnsból Hafnfirðinga er í Kaldárbotnum. SVÍÞJÓÐ, AP Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að setja kjarnorkuverið í Ringhals undir sérstakt eftir- lit vegna þess að undanfarin ár hefur öryggismálum þar ekki verið sinnt sem skyldi. Tvö mjög alvarleg atvik hafa orðið þar undanfarið ár, að því er Mattias Skold, talsmaður geisla- varnaeftirlits Svíþjóðar, segir. Stjórn kjarnorkuversins þykir ábótavant og fyrri ábendingum hefur ekki verið sinnt. Kjarnorkuverið í Ringhals er stærsta orkuver Svíþjóðar, og eitt af þremur kjarnorkuverum í landinu. Í Ringhals eru fjórir kjarnaofnar. - gb Geislavarnir í Svíþjóð: Kjarnorkuver undir eftirlit VÍMUEFNI Dómsmálaráðherra segir það ekki næga ástæðu til að endurskoða stefnu ríkisins gagn- vart kannabisefnum að landlækn- ir og prófessor í afbrotafræði hafi varað við „fíkniefnastríðinu“, og virðist telja núverandi stefnu komna í ákveðna blindgötu. „Ég er ekki að vinna að því að lögleiða fíkniefni. Það þarf eitt- hvað meira að koma til en þetta, svo ég byrji á því,“ segir hún. Í nýútgefnu bréfi landlæknis bendir hann á kannanir sem segi að kannabisefni séu minna ávana- bindandi en tóbak og áfengi. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, hefur í viðtali við Fréttablaðið bent á góða reynslu frá löndum sem hafa „afglæpað“ kannabisefni. Hann telur ríkjandi bannstefnu geta klofið samfélagið, enda þurfi kannabisneytendur að versla við – og gerast um leið – glæpamenn. „Ég stend landlækni ekki á sporði með læknisfræðimennt- un, en ég verð bara að segja það að það eru vísbendingar í öðrum löndum um að þetta snúist ekki bara um neysluna, heldur allt sem fylgir henni. Lönd sem hafa lögleitt þetta hafa ekki losnað við öll vandamál sem fylgja þessum efnum,“ segir Ragna. - kóþ Dómsmálaráðherra spurð um orð landlæknis og prófessors um kannabisefni: Þarf meira til að lögleiða fíkniefni RAGNA ÁRNADÓTTIR Dómsmálaráð- herra er ekki á þeim buxunum að lögleiða kannabisefni. Hún segir að fólk fari ekki í fangelsi fyrir neysluna eina og því myndi lögleiðing ekki leysa úr pláss- leysi fangelsa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍTALÍA, AP Leiðtogar G8-ríkjanna eru sammála um að bíða með að draga úr fokdýrum björgunar- aðgerðum fyrir efnahagslífið. Til þess sé ástandið ekki enn farið að lagast nógu mikið. Leiðtogum ríkjanna átta tókst ekki heldur að ná samkomulagi við þróunarríki um að dregið verði úr losun kolefnis um helm- ing næstu fjóra áratugina, eins og stefnt hafði verið að. Þess í stað náðu þeir samkomu- lagi um metnaðarminni aðgerðir, sem ættu að tryggja að lofthiti á jörðinni hækki að meðaltali ekki um meira en tvær gráður. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Rússlands og Þýskalands hittust í fjallaþorpinu L‘Aquila á Ítalíu í gær til að ræða sameigin- leg hagsmunamál ríkjanna. Í dag bætast leiðtogar fleiri ríkja í hópinn til skrafs og ráða- gerða, en Hu Jintao, forseti Kína, hvarf þó af vettvangi í gær vegna átakanna í Xinjiang-héraði og tekur því ekki þátt í fundarhöld- unum. Barack Obama Bandaríkjafor- seti vakti nokkra athygli á Ítalíu í gær, nýkominn frá Rússlandi, þegar hann bar lof á Giorgio Nap- olitano forseta, sagði hann njóta óskiptrar aðdáunar ítölsku þjóð- arinnar fyrir heiðarleika sinn og fágun. Mörgum þótti hann vera þarna óbeint að skjóta á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra og gestgjafa fundarins. gudsteinn@frettabladid.is Sættust á tvær gráður Leiðtogafundurinn á Ítalíu tók ákvörðun um að láta lofthita jarðar ekki hækka um meira en tvær gráður. Ekki náðist samkomulag um metnaðarfyllri aðgerðir. GLATT Á HJALLA Í L‘AQUILA Barack Obama gantast við Nicolas Sarkozy, en Angela Merkel fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni ½½ Notaðu alla Lamisil Once® túpuna á báða fæturna til að forðast að sýkingin taki sig upp á ný Berðu Lamisil Once® á: á milli tánna, bæði undir þær og ofan á bæði á iljar og jarka 24h Til að ná sem bestum árangri skal ekki þvo fæturna í sólarhring 1 32 Húsgagnahöllinni, sími: 585 7239

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.