Fréttablaðið - 09.07.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 09.07.2009, Síða 16
16 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Bíddu nú hægur „Það ætti að vera sjálfsögð krafa allra Íslendinga að þingmenn fari af heilindum að vinna sína vinnu.“ REYNIR TRAUSTASON, RITSTJÓRI DV DV 7. júlí. Rotturnar farnar? „Augljóst er, að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður vinstri-grænna, hefur ákveðið að binda sig við siglutréð og sökkva með stjórnarskútunni.“ BJÖRN BJARNASON, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR bjorn.is 6. júlí. „Það er barasta allt ágætt að frétta af mér,“ segir Jón Svavar Jósefsson söngvari, járn- ingamaður og starfsmaður á leikskólanum Grænuborg við Eiríksgötu. „Ég er með mörg járn í eldinum eins og venjulega, meðal annars skeifur og börn.“ Jón vinnur hálfan daginn á leikskólanum og fær þar að eigin sögn nóg af hollum og góðum mat að borða, þrátt fyrir niður- skurð launa. „Svo eru það auðvitað forréttindi að vinna með börnunum, sem eru einlægir snillingar. Þess á milli slæ ég skeifur undir hross hér og þar um höfuðborgarsvæðið, frá Kjalarnesi til Skeiða. Svo má ekki gleyma söngnum, sem hefur í raun forgang hjá mér. Þar erum við að tala um tilfallandi jarðar-farir, athafnir og veislur, og næsta stórverkefni verð- ur með Sinfóníuhljómsveit Íslands næsta vetur. Þar mun ég syngja ábótann í Carmina Burana eftir Carl Orff.“ Jón hyggur á landvinn- inga á næstunni. „Núna í lok júlí er ég á leiðinni til Berlínar í söngverkefna- rannsóknir, og hef jafnvel hug á að flytjast búferlum á vit ævintýra. En tíminn marinerar ákvarðanirnar og aurinn. Svo er ég jafnvel að pæla í að skreppa í bíó á næstu dögum,“ segir Jón Svavar Jósefsson. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓN SVAVAR JÓSEFSSON SÖNGVARI Syngur í Carmina Burana ■ Upphaflega var vodka landi Austur-Evrópubúa, sá drykkur sem bændur eimuðu úr tiltæku hráefni, oft- ast rúgi, en fátækari bændur notuðu kartöflur. Vodka eins og við þekkjum það í dag, er yfirleitt hreinn og bragðlítill drykkur. Hægt er að eima vodka úr korni, kartöflum eða hrásykur- sýrópi. Vatn er yfirleitt um 60 prósent af rúmmáli vodka. Samkvæmt stöðlum Evrópusam- bandsins er lágmarksstyrkleiki á vodka 37,5 prósent vínandi miðað við rúmmál. HEIMILD: VINBUD.IS VODKA ÞARF 37,5 PRÓSENT SAMKVÆMT ESB „Ég næ ekki upp í nefið á mér yfir síðasta útspili Björgólfs- feðga,“ segir Björn Kristjánsson, Borko, tón- listarmaður og kennari, um þær fréttir að feðgarnir Björgólf- ur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafi gert Nýja- Kaupþingi tilboð um niðurfell- ingu á helmingi skuldar þeirra við bankann vegna kaupa á Landsbankanum á sínum tíma. „Að ætlast til þess að lán sem þeir tóku til að kaupa banka sem þeir settu svo á hausinn sé afskrifað. Siðleysið og ósmekklegheitin virðast ekki eiga sér nein takmörk þegar þessir menn eru annars vegar. Ég vildi óska þess að ég gæti tekið lán fyrir húsi, kveikt í því og farið svo í bankann og beðið um að lánið yrði fellt niður.“ SJÓNARHÓLL NIÐURFELLING SKULDA BJÖRGÓLFSFEÐGA Engin takmörk fyrir siðleysinu BJÖRN KRISTJÁNSSON „Upphafið að þessu verkefni var það að mig vantaði eitthvað til að halda mér við efnið í sumarfríinu. Ég var alls ekki viss um hversu mikla vinnu ég fengi, og ákvað því að einbeita mér að þessu,“ segir Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, sem stundar nám í ljósmyndum við Tækniskólann. Síðan 1. júní hefur Ernir tekið eina portrett-ljósmynd á hverjum degi og hyggst halda iðjunni áfram fram til 1. ágúst, sem gera allt í allt 91 mynd. Ljós- myndunum hleður Ernir svo inn á flickr- og fésbókarsíðurnar sínar á vefnum. Ernir segir enga eina reglu gilda um hvernig viðfangsefni hvers dags séu valin. „Mikið til er þetta fólk sem ég þekki, en stundum labba ég bara upp að fólki og spyr hvort ég megi taka mynd af því. Svo spjalla ég við fólkið um daginn og veginn og lýsi því aðeins í texta sem birtist með myndunum. Ernir hefur enn ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera við por- trett-myndirnar þegar verkefn- inu er lokið. „Mig langar að halda sýningu á þeim. Það væri gaman,“ segir Ernir. Verkefnið Portrett á dag getur að líta á slóðinni www.flickr.com/ photos/ernireyj - kg Afkastamikill í fríinu: Portrett á dag Knattspyrnufélagið Liverpool tekur virkan þátt í uppsetningu og kynningu á Nice-festival, árlegri lista- og menn- ingarhátíð sem haldin er í Norðvestur- Englandi. Ingi Þór Jónsson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Liverpool hefur lengi verið að leita leiða til að þakka norrænum aðdáendum félagsins fyrir mikinn stuðning undanfarin ár og ára- tugi. Ég skrifaði klúbbnum bréf þar sem ég útskýrði fyrir þeim það sem við höfum verið að gera síðustu ár, og innan tíu mínútna kom svar þar sem ég var boðaður á stjórnarfund á Anfield Road. Það gekk alveg rosalega vel og þeir eru mjög áhugasamir,“ segir Ingi Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Nice, norrænn- ar lista- og menningarhátíðar sem árlega er haldin í Norðvestur-Englandi. Samningar hafa tekist milli Nice-hátíð- arinnar og knattspyrnufélagsins Liverpool, uppáhalds ótal margra íslenskra knattspyrnu- unnenda, þess efnis að félagið styðji við hátíðina og auglýsi dagskrá hennar á vefsíðu félagsins og sjónvarpsstöð, Liverpool TV. Samhliða verða einnig settar upp sýningar á fótboltasafninu á Anfield Road, heimavelli liðsins, með ýmsum norrænum áherslum. „Fyrsta verkefnið er til dæmis að framleiða heimildarmynd um norska knattspyrnumenn sem leikið hafa með liðinu, og mörg fleiri munu fylgja í kjölfarið,“ segir Ingi Þór. Fyrsta Nice-hátíðin var haldin í Liverpool fyrir síðustu áramót. Þar kenndi margra norrænna grasa og voru íslenskir listamenn einkar áberandi á dagskránni. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir sýningar á stutt- og heimildarmyndum frá Norðurlöndunum sem sýndar verða á Nice09, í Liverpool og Manchester, í nóvember næstkomandi. Ingi hvetur alla áhugasama til að sækja um. „Þetta er rosalega gott tækifæri fyrir norræna listamenn. Það sem margir vita ekki er að öll áhersla BBC, breska ríkisútvarpsins, er að fær- ast frá London til Norður- Englands, og því er þetta rétti staðurinn til að vera á. Starf mitt er reyndar löngu hætt að snúast eingöngu um listahátíðina heldur erum við í alls kyns verkefnum sem öll miða að því að kynna Norðurlöndin í Bretlandi. Við erum í góðu samstarfi við ríkisstjórnir Norðurland- anna, og nú nýlega bættust Færeyingar í hóp- inn. Það er sérstaklega gaman að því þar sem ég er hálfur Færeyingur,“ segir Ingi og hlær. Spurður hvort hann fylgi Liverpool að málum segir Ingi það að sjálfsögðu vera svo. „Þetta er eina almennilega liðið, og frábært að eiga í samstarfi við svona frábært félag,“ segir Ingi Þór Jónsson. kjartan@frettabladid.is Liverpool auglýsir íslenska list ANFIELD ROAD Liverpool er eitt allra vinsælasta knattspyrnuliðið á Norðurlöndunum, og nú hyggjast forráðamenn félagsins endurgjalda stuðninginn. NORDICPHOTOS/AFP INGI ÞÓR JÓNSSON Iðinn við kolann Ernir Eyjólfsson ljósmyndari birtir eina portrettmynd á dag á netsíð- um sínum. Hér að fyrir neðan eru tvö dæmi um myndir eftir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI M YN D /E R N IR E YJ Ó LF SS O N M YN D /E R N IR E YJ Ó LF SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.