Fréttablaðið - 09.07.2009, Side 22

Fréttablaðið - 09.07.2009, Side 22
22 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í nóvember 2008, þegar efna-hagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans var hrundið af stað með fulltingi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS), voru erlend- ar skuldir þjóðarbúsins taldar minnka úr 670% af landsfram- leiðslu í árslok 2008 í 160% 2009. Munurinn á þessum tveim tölum er 510% af landsframleiðslu og samsvarar erlendum skuldum gömlu bankanna, einkaskuldum, sem þeir voru taldir annaðhvort ekki mundu standa skil á eða þá gera upp að einhverju marki við lánardrottna sína með eignasölu. Ljóst var, að erlenda skuldin, sem eftir var talin standa í árslok 2009, 160% af landsframleiðslu, myndi leggja þungar byrðar á þjóðina. AGS leit þó svo á, að þessa þungu byrði gæti fólkið í landinu borið, enda myndi hún léttast hratt með ströngu aðhaldi 2010-13 og nema 101% af lands- framleiðslu í árslok 2013 og vera þá komin í viðráðanlegt horf, þótt þung væri. Einstæð ósvinna Þessar forsendur frá í nóvember 2008 standast nú ekki lengur í tveim veigamiklum atriðum. Í fyrsta lagi virðast eignir bank- anna nú munu duga í mesta lagi fyrir innistæðum. Reynist það rétt, munu erlendir lánardrottn- ar öndvert vonum varla fá neitt upp í kröfur sínar á hendur þrota- búum gömlu bankanna. Erlendir kröfuhafar munu þá trúlega höfða mál gegn íslenzka ríkinu til að reyna að fá neyðarlögunum frá í október 2008 hnekkt. Það hefur aldrei áður gerzt í fjármálasögu heimsins, að bankakerfi lands hafi hlunnfarið erlenda viðskipta- vini um fjárhæð, sem nemur rösklega fimmfaldri landsfram- leiðslu heimalandsins, og er þá skaðinn, sem innlendir viðskipta- vinir bankanna hafa orðið fyrir ekki talinn með. Þessi einstæða ósvinna mun loða við Ísland um ókomna tíð. Í annan stað virðast erlendar skuldir þjóðarbúsins nú stefna í um 240% af landsframleiðslu í árslok 2009 eins og komið hefur fram í fréttum, en ekki 160% líkt og áður var talið. Munurinn á gamla og nýja skuldamatinu nemur um 80% af landsfram- leiðslu. Reynist nýja matið rétt, munu erlendar skuldir þjóðarbús- ins í árslok 2009 nema um fimm- földum útflutningstekjum lands- manna það ár. Það þýðir, að nær þriðja hver króna, sem útflutn- ingsfyrirtækin hala inn, rennur beint úr landi aftur til að standa straum af vöxtum að óbreytt- um höfuðstóli. Ekkert land getur borið svo þunga vaxtabyrði, nema miklar erlendar eignir standi á móti skuldunum. Færeyjar Samanburður við efnahagshrun Færeyja 1989-93 bregður birtu á vandann. Erlendar skuldir fær- eysku landsstjórnarinnar eftir hrun námu um 120% af lands- framleiðslu Færeyja. Færeyskir skattgreiðendur stóðu skil á skuldunum með vöxtum á innan við tíu árum. Uppgjörinu fylgdi að vísu eftirgjöf Dana á um fimmtungi skuldanna. Íslend- ingar virðast nú þurfa að horfast í augu við og axla um tvöfalt þyngri skuldabyrði en Færeying- ar eftir hrun. Á köldum klaka Færeysk lög voru brotin, svo sem fram kom við réttarhöld eftir hrunið, en lögbrjótum var hlíft við ábyrgð að öðru leyti en því, að sumir þeirra náðu ekki endur- kjöri til þings. Ekki óx álit Fær- eyja í Danmörku við þau mála- lok, en kunnugleiki umheimsins um Færeyjar er takmarkað- ur utan Danmerkur, Íslands og Grænlands, svo að álitshnekkir- inn kom ekki mjög að sök. Um Ísland gegnir öðru máli. Við erum fullvalda þjóð, sem hefur hingað til notið sæmilegs álits víða um lönd. Álit þjóðar- innar hefur nú beðið hnekki. Væri allt með felldu, myndu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar ef til vill reyna að forða Íslandi frá þeirri auðmýkingu og þungbærum skaða, sem banka- hrunið hefur valdið landinu og virðist nú geta stefnt þjóðinni langleiðina í gjaldþrot. Slík hjálp þyrfti lauslega reiknað ekki að kosta hvern Norðurlandabúa miklu meira en endurreisn Fær- eyja eftir hrun kostaði hvern Dana, væri vel á málum hald- ið. Hjálp af þessu tagi virðist þó ekki vera í boði umfram þau nor- rænu gjaldeyrislán, sem samið hefur verið um með fyrirvara um frekari stuðning AGS við efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar og Seðlabankans og fleira. Ætli frændum okkar og vinum á Norðurlöndum blöskri ekki líkt og flestum okkar hinna fram- ganga þeirra, sem komu Íslandi á kaldan klaka? Breyttar forsendur Getur landið borið skuldirnar? Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson skrifa um grein Kristins Gunnarssonar um samgöngumál. Kristinn H. Gunnarsson skrifar grein í Frétta-blaðið miðvikudaginn 8. júlí sl. undir nafn- inu „Efnt til illdeilna“, sem á að heita einhver vörn fyrir þá stefnu samgönguráðherra að ráðstafa mikl- um meirihluta vegafjár síðustu ár og áratugi í lítt arðbærar vegaframkvæmdir utan suðvesturhorns landsins. Þessi grein Kristins er þannig saman sett og full af rökvillum að margir undrast vegna þess að ýmislegt, sem hann hefur sent frá sér áður, hefur verið vel rökstutt. Það sem gerir byggingu nýrra og betri stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu og ann- ars staðar á suðvesturhorninu arðsamari en annars staðar á landinu er að sjálfsögðu meiri umferð þar og með meiri umferð fylgir svo að þar eru dauðaslys og önnur meiriháttar umferðarslys algengari (um 70% allra slíkra slysa að meðaltali sl. 15 ár) en utan suðvesturhornsins þar sem umferð er mun minni. Af þessum málefnalegu ástæðum hafa fjölmargar sveitarstjórnir og samtök á Suðvesturlandi lagt hart að samgönguráðherra að beina miklum meirihluta vegafjár til nýrra framkvæmda á þessu svæði. Og til að kóróna allt saman samþykkti landsfundur Sam- fylkingarinnar eftirfarandi ályktun (tillaga flutt af Gunnari H. Gunnarssyni o.fl.): „Umbætur á þjóð- vegum og þjóðvegum í þéttbýli á Suðvesturlandi frá Borgarfirði að Þjórsá eru mjög brýnar. Á þessum vegum eru um 70% af dauðaslysum og meiriháttar slysum í umferðinni hér á landi og þangað ætti að beina miklum meirihluta vegafjár framvegis, það er arðsamast fyrir þjóðarbúið og sanngjarnast á allan hátt“. Og nú er það spurningin: Hvort tekur Kristján L. Möller meira mark á landsfundinum í flokknum sínum eða Kristni H. Gunnarssyni? F.h. framkvæmdastjórnar Samtaka um betri byggð Gunnar er verkfræðingur og Örn er arkitekt Þjóðarhagur ráði „Ætli frændum okkar og vinum á Norðurlöndum blöskri ekki líkt og flest- um okkar hinna fram- ganga þeirra, sem komu Íslandi á kaldan klaka?“ T veir karlmenn hlutu fyrr í vikunni dóma vegna ofbeld- is gagnvart konum sínum, fyrrverandi og þáverandi. Í öðru tilvikinu gekk maður í skrokk á fyrrum sambýlis- konu sinni að þremur ungum börnum þeirra ásjáandi. Hitt tilvikið er fordæmislaust í íslenskri réttarfram- kvæmd en þar var um langvarandi og hrottalegt ofbeldi að ræða, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Í vikunni var einnig í fréttum greint frá rannsókn tveggja hjúkrunarfræðinga, Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur, prófessors í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, og Brynju Örlygsdóttur, doktors í hjúkrunarfræði, en hún var kynnt í júlíhefti hjúkr- unarfræðitímaritsins Journal of Advanced Nursing. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif heimilisofbeldis á heilsufar þeirra kvenna sem fyrir því verða. Tæplega fjórðungur þeirra kvenna sem svöruðu spurningalista höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu. Erla Kolbrún og Brynja komast að þeirri niðurstöðu að mikil- vægt sé að beina athygli heilbrigðiskerfisins að heimilisofbeldi gegn konum og hlutverki hjúkrunarfræðinga í heilsugæslukerf- inu varðandi greiningu á vísbendingum um mögulegt heimilis- ofbeldi. Þetta er auðvitað afar mikilvægt og er áreiðanlega ekki gert með nægilega markvissum hætti. Vonandi verða niðurstöður rannsóknarinnar nýttar til þeirrar uppbyggingar. Hitt er einnig mikilvægt að löggjafinn sjái lögreglunni fyrir verkfærum sem að gagni koma þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Enn í dag er feðraveldið svo sterkt í löggjöfinni að þegar lögregla er kvödd á heimili þar sem ofbeldi hefur átt sér stað þá á hún þess ekki kost að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu, nema farið sé með hann í fangageymslu sem er skammgóður vermir. Raunveruleikinn er sá að konan er flutt burt, yfirleitt ásamt börnum sínum, og komið í öruggt skjól annaðhvort í faðmi fjölskyldu eða í kvennaathvarfi. Þetta er óviðunandi og áreiðan- legt að þessi umgjörð hefur ekki áhrif til hins betra á heilsufar þeirra kvenna sem fyrir ofbeldinu verða. Sömuleiðis er nálgunarbann hér þungt í vöfum og rifjað hefur verið upp að dómstólar höfnuðu í fyrrasumar kröfu konunnar sem hafði orðið fyrir langvarandi líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi maka síns um framhald nálgunarbanns sem maðurinn hafði sætt. Þá kom fram það viðhorf lögreglunnar að færa ætti úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu. Heimilisofbeldi er samfélagsmeinsemd sem lá í þagnargildi þar til fyrir fáeinum áratugum. Fátt bendir því miður til þess að dregið hafi úr því þrátt fyrir opnari umræðu sem þó er til alls fyrst. Vissulega hefur það umhverfi sem mætir konum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi batnað stórlega með aukinni vitund í heilbrigðiskerfinu, tilkomu kvennaathvarfs og viðhorfsbreytingu innan lögreglunnar. Enn er þó langt í land og fyrst og síðast hljóta ofbeldismennirnir sjálfir að verða að líta í eigin barm og leita sér hjálpar. Heimilisofbeldi er algengt og afdrifaríkt. Ofbeldið verður að uppræta STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Liggjandi menn Greint var frá því í gær að Jón Ólafs- son athafnamaður hefði ákveðið að höfða mál gegn breska ríkinu, sem hann segir hafa gert mistök í tengsl- um við meiðyrðamál hans gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Hann segir ekki þess virði lengur að sækja málið á Hannes, þangað sé ekkert að sækja. Þá bætti hann um betur og kom litlu höggi á „þríeykið“ eins og hann kallaði það, Hannes, Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson, en hélt samt mannasiðunum til haga. Þeir væru nefnilega allir þrír liggjandi menn, og „maður sparkar ekki í liggjandi menn“. Straumhvörf Þór Sigfússon er ekki aðeins formað- ur Samtaka atvinnulífsins og fyrrum forstjóri Sjóvár. Hann hefur gefið út nokkrar bækur. Þeirra á meðal er bókin Straumhvörf sem kom út árið 2005. Bókin fjallar um nýtt tímabil sem einkenndist af hnattvæðingu íslenskra stórfyrir- tækja, nýjum tækifærum á alþjóða- markaði og innrás erlendra fjárfesta, að mati höfundar. Og svo betrunin Í bókinni er fjallað um útrásina og þeirri spurningu varpað fram hvers vegna Íslendingar séu útrásarþjóð. Þar eru týnd til kunnugleg atriði frá þeim tíma, framtakssemi, smæð og lega landsins og svo framvegis. Síðasta bók Þórs kom út á síðasta ári og fjallar um stjórnun hans hjá Sjóvá. Sú heitir Betrun og segir víst frá mis- tökum sem Þór gerði sér grein fyrir að hafa gert þegar hann leit um öxl. Hann hafði lært ýmislegt frá síðustu bók - eins og líklega flestir - því þegar bókin kom út höfðu bankarnir hrunið og flest það sem í fyrri bókinni stóð farið sömu leið. thorunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.