Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 9. júlí 2009 3 Að vanda taka hátísku-sýningar haust og vetr-ar við af herra-tísku komandi sumars hér í tískuborginni í júlíbyrjun, að þessu sinni frá 6.-8. júlí, einum degi færri en áður sem segir meira en mörg orð um stemn- inguna. Líklega ekki heldur það auðveldasta að selja um þess- ar mundir, þessa handgerðu kjóla og kvölddress sem oft þarf fleiri hundruð, ef ekki þúsund- ir vinnustunda til að sauma og eru aðeins seldir eftir pöntun- um og þar sem verðið hleyp- ur oft á milljónum króna. Teikn um kreppu sjást reyndar víða á tískuhimninum og til dæmis sýndi John Galliano hjá tísku- húsi Dior í höfuð-stöðvum Dior sem er að finna á dýrustu götu Parísar, Avenue Montaigne, í stað þess að leggja undir sig sögufræga staði eins og Ver- sali eða Grand Palais eins og oft áður. Á tímum meistara Dior tíðkaðist að bjóða viðskiptavin- um í salarkynni tískuhússins sem gátu þá nánast snert flík- urnar á sýningarstúlkunum. Fyrirsæturnar komu á sýningar á mánudag líkt og beint úr mát- unarklefum klæddar í undirföt með sokkabelti og silkisokka, líkt og til að sýna það sem er undir áður en þær klæddust bíl- hlössum af silki, satíni og org- anza í fushía-bleiku, gulrauðu og sítrónugulu. Annað tískuhús þar sem nán- ast má tala um sem krafta- verk að tekist hafi að koma upp hátískusýningu er hjá Christi- an Lacroix. Í júní var tískuhús Lacroix sett í greiðslustöðvun en það er fjöldaframleidda tískul- ínan (Ready-to-wear) sem hefur gengið illa síðustu misseri. Lac- roix sem leitar að fjárfestum til að koma af stað nýju tísku- húsi sínu fékk sérstakt leyfi hjá skiptastjóra til að setja fimmt- án þúsund evrur í sýninguna. Margir hafa sömuleiðis verið viljugir til að rétta hjálparhönd eins og forstýra tískusafnsins í París sem lánar safnið undir sýninguna og fjölmargir hand- verksmenn, sem sumir hverjir hafa ekki fengið greitt frá jan- úarsýningunni, hafa gert hina fínustu útsauma og fjaðraskraut sem þeir taka ekkert fyrir að gera. Roger Viver lánar skóna en hið fyrrum toppmódel og uppá- hald Chanel-tískuhússins, Inès de la Frésange sem því stýrir, segist hafa miklar áhyggjur af því að þessi handverkslist hverfi með hátískunni hér í landi þar sem tíska nálgast það að vera listgrein. En stóra spurningin er hvort þetta verði síðasta tísku- sýning Christians Lacroix eða hvort hann nái fótfestu að nýju. Nýjasta hátískustjarnan er Alexis Mabille sem er lofaður af tískupressunni aðeins þrítugur að aldri. Hann sækir innblást- ur í rúmföt og útsaumaða vasa- klúta ömmu sinnar sem breytast í dýrindis kvöldkjóla. Þessi ungi hönnuður er kannski lifandi sönnun þess að hátískan lifir. bergb75@free.fr Hátíska í háska, Lacroix lokar, Dior sparar ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Valgerður býr í Sönderborg í Dan- mörku og vinnur hjá fatafyrirtæk- inu Komagniet. Hún var í skyndi- heimsókn á gamla Fróni og þá gafst tækifæri til að forvitnast um feril- inn. „Ég lærði fatahönnun í Kaup- mannahöfn á árunum 2004 til 2006 og fór strax að leita mér að vinnu í faginu. Hefði alveg verið til í að búa áfram í Köben en flest hönn- unarfyrirtækin eru á Jótlandi og Kopmpagiet er eitt þeirra. Það sér um hönnun á sex merkjum og vin- kona mín úr skólanum fékk vinnu við táningalínuna þar. Þegar starf losnaði í barnafatadeildinni hvatti hún mig eindregið til að koma. Ég er ein og gat flutt mig hvert sem var þannig að ég sló til og sé ekki eftir því,“ lýsir hún. KIDS-UP fötin eru seld á öllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi og á Írlandi. Þau eru fyrir tveggja til tíu ára börn af báðum kynjum. „Við erum tvær sem hönnum KIDS-UP og gefum út sex línur á ári, þrjár fyrir sumarið og þrjár fyrir vet- urinn“ lýsir Valgerður. „Mitt starf felst í að teikna fötin og skreytingar á þau. Síðan er allt saumað í Asíu eða Tyrklandi og þaðan fáum við prufur sendar til að skoða og meta.“ En þarf ekki að ákveða með löngum fyrirvara hvaða efni á að velja og hvaða liti? „Jú, það er dálítill höfuðverkur því við þurfum að horfa minnst ár fram í tímann. En við ferðumst út í heim fyrir hverja einustu línu, til London, Parísar eða New York og skoðum líka heimamarkaðinn. Förum líka á litasýningar og styðj- umst við ráðleggingar fyrirtækja sem leggja línurnar. Það er mikið spáð í að hafa efnin þægileg og við reynum að heilla bæði foreldr- ana og börnin,“ segir hún og bend- ir á heimasíðu fyrirtækisins www. kids-up.com. Spurð hvort það jafn- ist ekki á við stóran happdrættis- vinning að fá svona starf svarar Valgerður. „Jú, auðvitað er þetta gaman og ég hef frjálsar hendur. Það er líka skemmtilegt að ferð- ast um heiminn og skoða tískuna.“ Bætir við hlæjandi. „Verst hvað ég versla mikið sjálf þegar ég er allt- af að skoða í búðum. Það er dálít- ið dýrt.“ Valgerður er Garðbæingur og er að lokum spurð hvort hún sakni ekki Íslands. „Jú, auðvitað en það er ekki langt að skreppa. Akkúrat núna er ágætt að losna við að hlusta á fréttirnar hér og vera hinum megin við sundið.“ gun@frettabladid.is Reynum að heilla bæði foreldrana og börnin Fatnaður barna þarf að falla að smekk þeirra og foreldranna. Þetta veit Valgerður Ottesen Arnardóttir sem hannar barnaföt með merkinu KIDS-UP fyrir Evrópumarkað sem hér á landi fást í Hagkaupum. Sætur bómull- arkjóll með rykkingu við hálsmál- ið og smápífu neðst. Valgerður með KIDS-UP föt úr sumarlínunni í ár. Þau voru fengin að láni í Hagkaup- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.