Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.07.2009, Qupperneq 26
 9. júlí 2009 FIMMTU- 4 HEKL er bæði auðveld og skemmtileg iðja. Gott verkefni fyrir byrjendur er að hekla glasamottur enda má leika sér með liti og form. Þá eru þær einnig skemmtilegar tækifærisgjafir. Evrópusambandið samþykkti nýlega bann við sölu á glóperum, sem langflestir þekkja sem „venjulegar“ ljósaperur. „Bannið kemur í kjöl- far skýrslu sem unnin var árið 2006 af Alþjóð- legu orkustofnuninni. Hún var unnin með það að markmiði að finna leiðir til að minnka orku- notkun og minnka þannig útblástur koltvísýr- ings og auka umhverfisvernd,“ segir Kevan Shaw, skoskur lýsingarhönnuður. Shaw, sem er formaður nefndar samtaka lýsingarhönn- uða um vistvæna lýsingarhönnun, var stadd- ur hér á landi í síðustu viku og hélt fyrirlestur á vegum Ljóstæknifélags Íslands um glóperu- bannið. Hann kom hingað að undirlagi Halldórs Steinsen, lýsingarhönnuðar hjá Epal, sem vinn- ur undir leiðsögn Shaw að mastersritgerð um glóperubannið vegna náms í arkítektískri lýs- ingarhönnun við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. „Niðurstaða skýrslunnar var sú að glóperur væru slæmar þar sem þær notuðu mikla orku, en sparperur eða flúorperur væru af hinu góða þar sem þær þyrftu minni orku,“ útskýr- ir Shaw. Hann telur hins vegar að gallar sparp- era og flúorpera séu miklir og vegi þyngra en kostirnir. „Ég tel að meginástæða bannsins á glóperum sé sú að það er auðveld leið fyrir ríkisstjórnir að sýna að þær séu að aðhafast eitthvað í umhverfismálum og að draga úr kol- tvísýringsmengun,“ segir hann með áherslu. Hann er enda þeirrar skoðunar að bannið sé tvíeggjað, sérstaklega fyrir þjóðir á borð við Íslendinga sem framleiði orku á nokkuð vist- vænan hátt. „Vandamálið er að aðeins hefur verið litið til kosta sparperunnar en ekki galla hennar,“ segir Shaw. Hann útskýrir að í slíka peru fari í fyrsta lagi mun meira efni, í hverri sparperu séu um áttatíu grömm efnis en í glóperu um tíu grömm. Í öðru lagi sé að finna hættuleg efni í sparperum og flúorljósum og ber helst að nefna kvikasilfur. „Útreikningar sýna að ef glóperum er skipt út fyrir sparperur í 27 löndum Evrópu- sambandsins verða til 1,7 tonn af kvikasilfri aukalega á ári,“ segir Shaw. Til þess að koma í veg fyrir að kvikasilfrið fari út í umhverfið segir hann nauðsynlegt að til staðar sé endurvinnsla fyrir slíkar perur. „Aðeins eitt land hefur komið sér upp við- unandi aðferð til að safna slíkum perum og það er Svíþjóð sem safnar um sjötíu prósentum allra sparpera. Hins vegar flytja Svíar síðan perurnar úr landi til Noregs og Danmerkur til endurvinnslu,“ segir hann og bætir við að í raun sé lítið hægt að nýta úr slíkum perum. „Ef slíkum perum er hent í ruslið, sem mun örugg- lega gerast í einhverjum mæli, er líklegt að þær endi í landfyllingu. Þá mun kvikasilfrið renna út í umhverfið.“ Kevan Shaw telur að þar sem nánast enginn koltvísýringur myndist við orkuframleiðslu hér á landi sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld að athuga vel þær reglur sem séu samþykktar til að spara orkunotkun þannig að þær hafi ekki í för með sér eitthvað annað og verra. „Það sem þyrfti að gera væri að rannsaka sérstaklega umhverf- isáhrif þess að skipta út glóperum fyrir spar- perur hér á landi,“ segir Shaw, sem fundaði með forsvarsmönnum iðnaðarráðuneytisins og ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins til að upplýsa þá um sína skoðun. Íslendingar, sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, hafa til þessa samþykkt flestar þær reglugerðir sem settar hafa verið í Evrópusambandinu. Reglu- gerðin sem bannar glóperuna hefur enn ekki verið samþykkt en er til skoðunar hjá iðnaðar- ráðuneytinu. Shaw telur rétta tímann nú fyrir Íslendinga að sækja um undanþágu frá reglugerðinni og bendir á ákvörðun Nýsjálendinga um að sam- þykkja ekki bann við innflutningi glópera líkt og nágrannar þeirra í Ástralíu hafa gert, en Nýja-Sjáland hefur undantekningalítið tekið upp öll þau lög og reglur um innflutning og útflutning sem settar hafa verið í Ástralíu. „Nýja-Sjáland er í svipaðri aðstöðu og Ísland þar sem orkuöflun er frekar náttúruvæn. Yfir- völd þar gátu ekki réttlætt hugsanleg neikvæð áhrif bannsins eða minnkandi val neytenda,“ segir Shaw. solveig@frettabladid.is Bannið tvíeggjað sverð undir merkjum umhverfisverndar Nýlega samþykkt bann Evrópusambandsins á sölu glópera hefur vakið misjöfn viðbrögð. Telja sumir að sá ávinningur sem fæst með minnk- andi orkuþörf vegi ekki upp á móti þeirri mengun sem hlýst af framleiðslu og eyðingu sparpera eða flúorljósa. Skoski lýsingarhönnuðurinn Kevan Shaw telur bann Evrópusambandsins á sölu glópera ekki eiga við hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Umhverfisvæn sjónarmið hafa hlotið aukinn hljómgrunn síð- ustu ár og hefur byggingariðn- aðurinn í síauknum mæli tekið mið af því. Fyrirtækið Dúkþak ehf. fellur í þann flokk þar sem það flytur meðal annars um- hverfisvæn þakefni til landsins. „Við höfum verið að selja Environ- mental Roofing System-þakdúk frá Ecoseal og er bæði endingargóð- ur og umhverfisvænn í ýmsum skilningi,“ segir Stefán Hermanns- son, verkefnastjóri Dúkþaks ehf. „Í fyrsta lagi eru efnin í dúknum umhverfisvæn, þar sem hann inni- heldur engin efni sem geta talist skaðleg umhverfinu.“ Að auki uppfyllir dúkurinn önnur skilyrði til að teljast umhverfis- vænn. „Nefna má að við fram- leiðslu hans leysast hvorki upp gufur né reykur sem getur verið skaðlegur heilsu manna,“ útskýr- ir Stefán og bætir við að hann sé líka léttur og spari því orku í flutningi. Þó sé ekki auðveldara að leggja hann. Að síðustu segir hann mikinn kost að hægt sé að endurvinna dúkinn standi til að skipta um þak- efni. En hvernig hafa landsmenn tekið þessum umhverfisvæna kosti? „Því er verr og miður að margir eru umhverfisvænir í orði en ekki á borði,“ svarar Stefán og segir ástæðuna meðal annars þá að umhverfisvænt þakefni sé dýrara en margt annað. „Við höfum samt brugðist við með lægri álagningu og erum að vinna í samningum við framleiðendur um lægra verð. Það á eftir að skila árangri.“ - rve Umhverfisvænn og endingargóður dúkur Dúkþak lagði umhverfisvænan dúk á þak þessa húss. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali , MISTY Gó jónusta - fagleg rá gjöf Laugavegi 178, 105 R sími 551-3366 - www.misty.is             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.