Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.07.2009, Qupperneq 28
 9. JÚLÍ 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● viðhald og viðgerðir Í rafræna viðhaldsbók er hægt að skrá upplýsingar um framkvæmdir á eignum og um fagmenn sem vinna verkin. „Ef viðhaldsbók eigna væri al- mennt þekkt og allir notuðu hana yrði hún smátt og smátt krafa í viðskiptum. Þá væri beðið um við- haldsbókina við sölu og auðvelt væri að sýna fram á að eigninni væri vel við haldið,“ segir Þóra Jónsdóttir tölvunarfræðingur, sem stofnaði viðhaldsbók á netinu á heimasíðunni www.v3.is, fyrir nokkrum misserum. „Meira að segja væri hægt að hafa það þannig að við sölu væri hægt að opna við- haldsbókina frá söluvefnum.“ Þóra segir að hún hafi ákveðið að fara af stað með viðhaldsbókina þegar hún hjálpaði syni sínum að kaupa íbúð fyrir nokkrum árum. „Ýmsir vissu mjög lítið um hvað hafði verið gert fyrir húsin sem við vorum að skoða. Þá kviknaði sú hugmynd að stórsniðugt væri að geta farið á netið og skráð hjá sér upplýsingar um viðhald á eignum sínum,“ upplýsir hún og bætir við að hægt sé að skrá viðhald eign- arinnar og garðsins, viðhald hús- félagsins og þá sé einnig verkbók fagmanns þar sem fagmenn skrá upplýsingar um þjónustu sína. Þóra segir að um 450 manns hafi skráð sig fyrir viðhaldsbók sem sé ókeypis og um 150 heimsæki vef- síðuna í mánuði. „Viðhaldsbókin er búin til fyrir íbúðina á fastanúm- er hennar þannig að ef ég flyt þá getur sá sem kaupir skráð sig inn í viðhaldsbókina og fært eignina á sig og þá getur hann séð það sem ég hef skrifað áður í bókina,“ segir Þóra og heldur áfram: „Nýi eigand- inn getur ekki breytt neinu sem ég hef skrifað. Hann getur bara séð það.“ Hver er framtíð viðhaldsbókar- innar? „Það væri áhugavert ef ein- hverjir stærri aðilar myndu vilja nýta þennan grunn og koma þessu áfram. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður.“ - mmf Viðhaldið skráð á netinu Þóra segir að Viðhaldsbókin sé áhugamál hennar sem hún telur að áhugavert væri að koma til stærri aðila. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gott getur verið að skrá hvenær húsið var málað síðast í viðhaldsbókina til að fylgj- ast með hvenær á næst að gera það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í Húsverndarstofu á Árbæjarsafni er boðið upp á ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa á miðviku- dögum frá klukkan fjögur til sex. „Ráðgjafarnir eru arkitektar frá Minjasafni Reykjavíkur og Húsa- friðunarnefnd sem eru með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði og er þjónustan veitt endurgjalds- laust,“ segir Dagný Guðmundsdótt- ir, safnstjóri Minjasafns Reykja- víkur. Í Húsverndarstofu má finna bækur og bæklinga um það hvern- ig á að halda við, gera við og gera upp eldri hús. „Þá er ekki bara verið að meina gömlu timburhús- in heldur líka fúnkíssteinhús,“ út- skýrir Dagný og heldur áfram: „Við erum líka með byggingarhluti sem eru enn í framleiðslu og hægt er að nota í húsin og leiðbeinum fólki hvar er viðeigandi að nota þá.“ Dagný segir að Húsverndar- stofan sé hugsuð fyrir húseigend- ur, iðnaðarmenn, arkitekta, náms- menn og allt áhugafólk um bygg- ingarsögu og húsvernd. Húsverndarstofan er opin á af- greiðslutíma Árbæjarsafns frá tíu til fimm yfir sumartímann en ráð- gjöfin er á miðvikudögum allt árið um kring. - mmf Ráðgjöf um viðgerð húsa Í Húsverndarstofu má finna bækur og bæklinga um það hvernig á að halda við og gera við eldri hús. MYND/SIGURLAUGUR INGÓLFSSON „Með ástandsskoðun er viðhalds- þörf metin og gerð kostnaðaráætl- un eða útboð í framhaldi af því,“ segir Davíð Karl Andrésson, mats- maður fasteigna hjá Matfasteigna. is, og húsasmiður. „Ástandsskoðun er til dæmis framkvæmd þegar menn eru ekki klárir á hvernig ástand fasteignar- innar er og fer það oft eftir því hvað húsið er gamalt. Þá er skoð- að hvort eitthvað sé að eigninni og ef svo er hvað þarf að laga núna og hvað má gera seinna,“ útskýr- ir Davíð Karl. Bæði kaupendur og seljendur fasteigna geta látið fram- kvæma ástandsskoðun á fasteign. „Best er ef báðir aðilar taka þátt í ástandsskoðuninni en oftast er það nú kaupandinn. Yfirleitt vinnum við þó viðhaldsskoðanir til að sjá hvað þarf að laga,“ segir hann. Gerð er skýrsla um fasteign- ina þar sem fram kemur allt er lýtur að ástandi eignarinnar. „Eins er skoðað ef um er að ræða byggingargalla. Svo sjáum við um öflun opinberra gagna með til- liti til laga og reglugerða svo sem byggingarreglugerðar,“ útskýr- ir Davíð Karl og heldur áfram: „Við erum orðnir reyndir í þessu og þetta er mjög staðlað þannig að þetta tekur enga stund. Auk þess held ég að það spari húseigendum fé að láta fagaðila gera svona mat,“ segir Davíð Karl en þeir hjá Mat- fasteigna.is eru menntaðir húsa- smíðameistarar auk þess að hafa menntað sig í matstækni hjá Há- skólanum í Reykjavík. „Við erum því gildir skoðunarmenn fast- eigna.“ Ekki er skylda að láta ástands- skoða fasteign áður en hún er sett á sölu hér á landi en á Norðurlönd- unum er því öðruvísi farið. „Þetta var sett í lög hér árið 2004 en var svo kippt út á síðustu stundu. Á Norðurlöndunum er hins vegar skylda að láta ástandsskoða fast- eignir áður en þær eru seldar og er það mjög klókt. Þá eru sérfræð- ingar í húsum látnir skoða þau og tryggir það sanngjarnari samn- inga,“ segir Davíð Karl ákveðinn. Ástandsskoðun fasteigna Sniðugt er að láta ástandsskoða fast- eign áður en fest eru á henni kaup. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vilt þú... • Læra að hlaupa á léttari máta? • Hlaupa með minna álagi á fætur, liðamót og mjóbak? • Hlaupastíl með minni líkum á meiðslum? • Bæta hlaupatíma þína án meira álags? • Hlaupa þig í þína kjörþyngd og halda kjörþyngdinni með hlaupum • Hlaupa og bæta heilsu þína, þol og þrek? Hlaupastíls námskeið Skráning á www.smartmotion.org og hjá Smára í síma 896 2300 Afsláttur af málningarvörum 20% Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.