Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 09.07.2009, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 3farið á fjöll ● fréttablaðið ● „Það þarf að viðhalda gluggum mjög vel og besta vörnin felst í að mála þá reglulega,“ segir Þórð- ur Árnason húsasmíðameistari í Bjarnarási, sem hefur sérhæft sig í gluggaviðgerðum og var beðinn um góð ráð. „Númer eitt er að nota olíu- málningu því vatn og timbur fer ekki vel saman. Þó að akrýlmáln- ing hafi ákveðna teygju og þoli vel hreyfinguna á timbrinu þolir hún vatn ekki vel og getur orðið til að loka raka inni í timbri. Þegar gler- listar eru rifnir af kemst maður stundum að því að málningin hefur verið eins og filma utan á og þar undir er fúi. Það er mun betra að málningin springi og hleypi rakan- um út. Þá sjá eigendurnir að það þarf að fara að mála aftur.“ Þórður mælir með því að mála botnlista glugganna á tveggja ára fresti því þeir verði fyrir mestu áníðslunni. Hina listana nægi að mála á fjögurra ára fresti. En hvað á að gera ef móða er komin milli glerja? „Það er alls staðar raki kringum glerið og þegar líming- in á því fer að gefa sig leitar hann inn og myndar móðu. Stundum er reynt að hreinsa móðuna en það tekst misvel, sérstaklega ef hún er orðin svolítið gömul því þá fara að myndast sveppir og það er ekki hægt að ná þeim í burtu. Margir sem hafa látið móðuhreinsa gler- ið hafa á tilfinningunni að það sé kaldara inni hjá þeim á eftir, þó vill Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins ekki viðurkenna að það verði nein breyting varðandi ein- angrun. Ég veit ekki hvort vegur þyngra, reynsla fólksins eða rann- sóknir vísindamanna. En þegar móða er komin milli glerja er gler- ið ónýtt í mínum huga og þá á að skipta.“ - gun Málning besta vörnin „Vatn og timbur fer ekki vel saman,“ segir Þórður Árnason húsasmíðameistari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Botnlistana þarf að mála á tveggja ára fresti. Nú er hægt að fá virðisaukaskatt af vinnu við nýbyggingar og endurbætur á húsnæði endurgreiddan að fullu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hægt er að sækja um endur- greiðslu virðisaukaskatts af vinnu við nýbyggingar og endur- bætur á húsnæði. Finna má eyðublöð á www.rsk.is en þau þarf að fylla út og skila á skatt- stofu í viðkomandi umdæmi ásamt frumriti af reikning- um og stað- festingu á að þeir hafi verið greidd- ir. Koma þarf sk ý r t f r a m hversu mikið var greitt fyrir vinnuna og hver virðisauka- skatturinn er af þeirri vinnu. Endurgreiðslan var sex- tíu prósent virðisaukaskatts af vinnu en henni var nýlega breytt í 100 prósent til að mæta því ástandi sem nú er og örva at- vinnulífið. Þannig er fólki auð- veldað að ráða iðnaðar- menn til verka. Nánari upplýs- ingar má finna á www.rsk.is. - hs Endurgreiðsla virðisauka Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 Plastás ehf framleiðir einangrunarplast í veggi, gólfplötu, sökkla, gluggabretti, þök ofl. Sími: 4627799 og fax 4627709 netfang er plastas@simnet.is. Gerum verðtilboð um allt land. Opið kl. 8.00-17.00 virka daga. Smíðum lok á fl estar gerðir heita potta, saumum nýtt og gerum við skemmt áklæði! GERUM VERÐTILBOÐ UM ALLT LAND. OPIÐ KL. 8.00 - 17.00 VIRKA DAGA Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.