Fréttablaðið - 09.07.2009, Side 35

Fréttablaðið - 09.07.2009, Side 35
FIMMTUDAGUR 9. júlí 2009 23 UMRÆÐAN Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson svarar grein Sigrúnar Elsu Smára- dóttur. Sigrún Elsa Smáradótt-ir birti grein í Frétta- blaðinu sl. laugardag undir fyrirsögninni „Friður í borginni?“ Greinilegt er að borgar- fulltrúanum líður illa í minnihlut- anum í borgarstjórn. Í framhaldi bankahrunsins og þeirra gífur- legu efnahagsörðugleika sem hrun- inu fylgdu sýndi minnihlutinn þá ábyrgð að vinna með meirihlutan- um að lausn mála. En minnihlutinn er greinilega farinn að ókyrrast og reynir nú með margvíslegum hætti að tortryggja og gagnrýna flest það sem meirihlutinn er að vinna að hverju sinni og beitir í þeim til- gangi ýmsum aðferðum. Grein Sigrúnar einkennist að mörgu leyti af ólund og rang- færslum. Ennfremur má skilja af umfjöllun hennar um mál að hún og aðrir borgarfulltrúar Samfylk- ingarinnar hafi þar hvergi komið nærri. Meðal annars fullyrðir hún nú að Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafi keypt hlut í Hitaveitu Suður- nesja (HS) á yfirverði. Á sínum tíma voru borgarfulltrúar sam- mála um verðið, þar á meðal Sig- rún Elsa Smáradóttir, sem sat stjórnarfund OR 2. júlí 2007 þegar samningurinn var samþykktur. Hún fullyrðir einnig að átt hafi að selja Geysi Green Energy eign- ir Orkuveitunnar. Til álita kom á þessum tíma hvort rétt væri að selja REI og önnur verkefni OR á erlendum vettvangi fyrir veruleg verðmæti ásamt hlut OR í HS og þjónustusamning til 20 ára, sem var eingöngu tengdur erlendum verkefnum. Öll verkefni erlendis eru áhættusöm og hafa ekki enn skilað nokkrum arði. Fyrir þjón- ustu OR og starfsmanna fyrirtæk- isins sem tengdust þeim verkefn- um átti að greiða fullt verð fyrir. Það er stefna OR, og um hana full samstaða í borgarstjórn, að aðskilja grunnstarfsemi OR algjör- lega frá erlendum verkefnum, sem ávallt fylgir töluverð áhætta. Aldrei stóð til að selja nokkrar eignir sem tengjast grunnstarf- semi OR, hvað þá að einkavæða OR. Undirritaður hefur margsinnis lýst yfir þeirri skoðun sinni að OR verði alls ekki einkavædd. Þar sem Sigrún Erla Smáradóttir, borgarfull- trúi og stjórnarmaður í REI, kýs að ræða meðal annars um málefni REI í þessari „friðargrein“ sinni væri ekki úr vegi að spyrja hana hvers vegna fulltrú- ar Samfylkingar og VG tóku þátt í því í byrjun 100 daga meirihlutans í nóvember 2007 að samþykkja að REI fengi að kaupa hlutafé í ríkis- reknu orkufyrirtæki á Filippseyj- um sem stóð í einkavæðingarferli. Kaupa átti hlutafé fyrir hvorki meira né minna en 12,5 milljarða króna (sem er álíka upphæð og t.d. kostar að byggja 40 leikskóla í Reykjavík). Þetta mál var aldrei kynnt í borgarráði og Borgarstjórn Reykjavíkur eða fyrir borgarfull- trúum almennt, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar ýmissa borgarfull- trúa, sem nú skipa minnihlutann í borgarstjórn, um mikilvægi þess að öll verkefni og viðfangs- efni skuli þola opna og gagnrýna umræðu. Ef það hefði gengið eftir að kaupa hlutabréfin væri REI/OR búið að tapa á annan tug milljarða króna. Athyglisvert er að fulltrúi VG í stjórn OR, en Svandís Svavarsdótt- ur var á þeim tíma oddviti VG, hafi samþykkt að ráðstafa 12,5 millj- örðum króna í kaup á hlutabréfum í orkufyrirtæki á Filippseyjum, sem stóð í einkavæðingarferli. Á næstunni mun undirritað- ur fjalla frekar um síðastnefnda málið og umræðuna um REI. Höfundur er forseti borgarstjórnar. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Golfveisla WWW.ICELANDAIR.IS A ug lý si ng as ím i – Mest lesið VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Er friðurinn úti hjá minnihlutanum?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.