Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 36

Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 36
 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR LEIKARINN TOM HANKS FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1956. „Ég hef gert meira en tuttugu kvikmyndir um ævina og í mesta lagi fimm þeirra eru góðar.“ Tom Hanks skaust upp á stjörnuhimininn sem gam- anleikari á níunda áratugn- um. Þáttaskil urðu á ferlinum árið 1992 þegar hann vann til Óskarsverðlauna fyrir drama- tískan leik í Philadelphia. Eftir það hefur Hanks birst áhorf- endum í hverri gæðamyndinni á fætur annarri. timamot@frettabladid.is Skemmtigarðurinn Tívolí var opnaður í Vatnsmýrinni sunnan Njarðargötu í Reykjavík á þess- um degi árið 1946, en hann átti um nokkurt skeið miklum vinsældum að fagna meðal ís- lensku þjóðarinnar. Hálft annað ár var þá síðan undirbúningur hafði hafist á byggingu þessa skemmtisvæð- is þar sem alls kyns nýjung- ar, leiktæki og skemmtanir voru í boði. Vinsælustu leiktækin voru bílar, hringekja, bátar og svo parísarhjól sem varð eins konar tákn- gervingur tívolísins. Þá var starfræktur á svæðinu skemmtigarður, Vetrargarðurinn, þar sem oft var glatt á hjalla hjá yngri kynslóðinni. Tívolí var haft opið á sumrin og gekk reksturinn vel fyrstu árin. Halla tók undan fæti undir lok sjötta áratugarins þegar aðsóknin dróst saman og var starfsemin loks lögð niður árið 1962. Heimild: Ísland í aldanna rás. ÞETTA GERÐIST: 9. JÚLÍ 1946 Tívolí opnað í Reykjavík Mikið verður um að vera í miðbæ Reykjavíkur á morgun en þá stendur Jafningjafræðsla Hins hússins fyrir umfangsmikilli götuhátíð á Austurvelli milli klukkan 15 og 19. „Þarna kemur fram fjöldi tónlistarmanna; Haffi Haff, Kicks, Sing for Me Sandra, Ramses og fleiri. Auk þess verða ýmsar uppák- omur, leiktæki, minigolf og grillmatur og gos, sem við ætlum að gefa ásamt kandíflossi og smokkum. Þetta verður allsherjar húllumhæ,“ segir Jón Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Jafn- ingjafræðslu Hins hússins. Að hans sögn er götuhátíðin, sem verður með stærra sniði en áður, liður í að hleypa krafti í og vekja athygli á starfsemi Jafningjafræðslunnar, sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1996. „Frá upphafi hefur starf- semin verið fólgin í forvarnastarfi sem byggir á þeirri hugmyndafræði að ungir fræði unga. Á upphafsárunum réðum við til okkar fyrrum fíkla til að deila reynslu sinni með krökkunum en nú ráðum við eingöngu til okkar ungt og frambærilegt fólk á aldrinum 16 til 21 ára, sem er góðar fyrirmyndir.“ Hjá Jafningjafræðslunni starfa auk Jóns einn millistjórnandi og níu fræðslufulltrúar á sumrin þegar mest er að gera, en alls sóttu um 500 manns um störf í ár sem er metaðsókn. Spurð- ur hvort ekki hafi verið hægt að nýta þessa krafta segir Jón að þarna hafi sannarlega verið nægilegur efniviður í nokkra góða hópa en því miður hafi Jafningjafræðslan eingöngu fjármagn til að halda úti níu manna fræðsluhópi á launum. Hann bendir á að vilji menn leggja fræðslunni lið sem sjálfboðalið- ar sé því tekið fagnandi. En hvers vegna er þörf á að hleypa krafti í starfið nú? „Alls staðar er verið að skera rosalega niður í forvarnaverk- efnum. Þegar kreppa skall á í Finnlandi var einmitt gripið til svipaðra aðgerða og þeir eru enn að glíma við þau fé- lagslegu vandamál sem sköpuðust, sem sýnir hversu slæmt er ef forvarna- fræðsla lendir í kreppuhnífnum.“ Talið berst þá aftur að hátíðinni, sem Jón segir líka haldna til að sýna að ung- menni geti skemmt sér án þess að hafa áfengi um hönd. „Það þarf ekki að vera hluti af pakkanum.“ Hann segist reikna með ágætri þátttöku þótt erfitt sé að spá fyrir um endanlega tölu. „Það fer eftir veðri og vindum og svo vonum við að mótmæli verði ekki á sama tíma,“ segir hann, þakklátur öllum sem leggja Jafningjafræðslunni lið á morgun. roald@frettabladid.is JAFNINGJAFRÆÐSLA HINS HÚSSINS: HLEYPIR AUKNUM KRAFTI Í GÖTUHÁTÍÐ Mikið húllumhæ niðri í bæ GÓÐUR HÓPUR Jón Heiðar fyrir miðju hópsins sem starfar hjá Jafningjafræðslu Hins hússins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Ragna Haraldsdóttir Dídí hjúkrunarfræðingur Æsufelli 2, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00. Sigurður Haraldsson Gunnar Haraldsson Ragnheiður Eiríksdóttir og fjölskyldur. Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Páll Pétursson frá Ísafirði Hjúkrunarheimilinu Skjóli, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi mánudagsins 6. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13.00. Sigríður Jónsdóttir Bjarni A. Agnarsson Þórunn Ísfeld Jónsdóttir Ragnar Kristjánsson Jón Viðar Arnórsson Sigrún Briem Steinunn Karólína Arnórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, Guðni Elís Haraldsson viðskiptafræðingur, sem lést miðvikudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15.00. Rakel Birta Guðnadóttir Thelma Rut Guðnadóttir Diljá Sif Guðnadóttir Haraldur Bjarnason Þuríður Vigfúsdóttir Ólafur Árnason og systkini hins látna. Okkar ástkæri og yndislegi eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og vinur, Hafþór Hafsteinsson flugmaður, Skrúðási 9, Garðabæ, lést af slysförum fimmtudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 13. júlí, athöfnin hefst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Hjördís Líney Pétursdóttir Andri Pétur Hafþórsson Arnar Hugi Hafþórsson Elsa Smith Hafsteinn Sigurðsson Sigrún Jónatansdóttir Pétur Jóhannsson Íris Mjöll Hafsteinsdóttir Ríkarður Sigmundsson Hjördís Baldursdóttir Þorleifur Björnsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Gíslína Hlíf Gísladóttir lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, þann 6. júlí. Útförin mun fara fram frá Dalvíkurkirkju fimmtu- daginn 16. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast henn- ar er bent á reikning sem stofnaður hefur verið í henn- ar minningu í Sparisjóði Svarfdæla, 1177-05-404537, kt. 081271-3999, til styrktar uppbyggingu á starfsemi B-deildar Dalbæjar. Jóhann Daníelsson Yngvi Örn Stefánsson Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir Anna Guðlaug Jóhannsdóttir Gísli Már Jóhannsson Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir Rúnar Dýrmundur Bjarnason barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir fædd í Sjávargötu, Ytri Njarðvík, til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 6. júlí. Magnea Áslaug Sigurðardóttir Sigurður Bjarnason Erling J. Sigurðsson Þórunn Einarsdóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir Kristinn Hraunfjörð Gunnar Þór Sigurðsson Kolbrún Þorgeirsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þórir Magnússon bifreiðastjóri, Meðalholti 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 7. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. María Jóhannsdóttir Halldór Þórisson Jóhanna M. Þórisdóttir Þórir Þórisson Halldóra Valgarðsdóttir Ragna H. Þórisdóttir Kristján Guðmundsson og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.