Fréttablaðið - 09.07.2009, Side 44

Fréttablaðið - 09.07.2009, Side 44
32 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Kal Penn, sem fór með hlut- verk læknanemans Lawrence Kutner í þáttunum um House, hefur ákveðið að segja skilið við leiklistina og snúa sér að stjórnmál- um. Búið er að skrifa persón- una Lawrence Kutner út úr þáttunum svo að Penn geti einbeitt sér að pólitíkinni. Penn, sem réttu nafni heitir Kalpen Modi, mun sitja í menn- ingarráði Obama-stjórnarinnar í Washington. „Ég vona að það verði komið fram við mig eins og hvern annan starfsmann. Ég tannburstaði mig í morgun, not- aði tannþráð og munnskol og tók svo strætisvagninn í vinnuna, alveg eins og allir aðrir,“ sagði Kal Penn við blaðamenn á fyrsta vinnudegi sínum. Úr leiklist í pólitík KAL PENN Sagði skilið við samstarfs- menn sína í House til að vinna fyrir Barack Obama. > HAFNAÐI HANGOVER Lindsay Lohan er í sárum eftir enn eitt áfallið. Að þessu sinni var það ekki í einkalífinu heldur hefur komið í ljós að hún hafnaði hlutverki í grínmyndinni The Hangover sem slegið hefur í gegn um allan heim. Fjölmiðlar vestra segja Lindsay hafa sagt handritið „von- laust“ þegar henni bauðst hlutverk stripparans sem Heather Graham fékk á endanum. Íslenska leikkonan Anita Briem verð- ur ein af aðalstjörnum alþjóðlegu myndasöguhátíðarinnar sem hald- in hefur verið í San Diego síðast- liðin fjörutíu ár. Hátíð- in, sem heitir San Diego Comic Con International, er ein sú allra stærsta í myndasöguheim- inum en hana sóttu yfir 120 þúsund manns í fyrra sem þá var met en aðstandendur ráðstefn- unnar vonast til að slá það í ár enda hafa myndasög- ur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsælar. Anita leikur sem kunn- ugt er eitt af aðalhlut- verkunum í kvikmynd- inni Dead of the Night sem er byggð á ítölskum myndasögum eftir Tizi- ano Sclavi. Hún er ein örfárra myndasagna frá Ítalíu sem náð hafa einhverri útbreiðslu utan heimalands síns. Anita leikur Elizabeth sem reynir að heilla einkaspæjarann Dylan Dog upp úr skónum á milli þess sem hann berst við óvættir og yfirnáttúruleg öfl. Leikstjóri myndarinnar er Kevin Munroe og hann mun einnig verða meðal gesta auk Ofurmennisins Brandons Routh sem leikur Dylan en nýlega var tilkynnt að samningur hans um að leika Ofurmennið hefði runnið út. Þá mun Sam Huntington einn- ig verða meðal gesta og gefst gestum meðal annars færi á að fá eiginhandaráritanir frá stór- stjörnunum. Þau verða þarna til að svara fyrirspurnum um kvikmyndina og þá verður fyrsta auglýsingaplakatið fyrir myndina frumsýnt á hátíðinni. Anita aðalstjarnan á nördahátíð í San Diego Breski leikarinn Robert Pattison er víst búinn að fá sig fullsaddan af ágangi aðdáenda í New York. Pattison, sem sló í gegn sem vampíran Edward Cullen í kvik- myndinni Twilight, er hundeltur af kvenkyns aðdáendum sínum hvert sem hann fer. „Honum finnst þetta yfirþyrmandi, þetta hræðir hann. Hann er alls ekki vanur því að stúlkur grípi í hann hvert sem hann fer því aðdáendur hans í London haga sér ekki þannig. Stúlkurnar hreinlega flaðra upp um hann og honum finnst það pínlegt. Hann þarf að flytja sig oft og reglulega á milli hótela svo að ekki komist upp hvar hann búi og lífverðir hans hafa bannað honum að horfa beint framan í stúlkurnar þar sem það getur orkað hvetjandi á þær,“ var haft eftir heimildar- manni. Af þessu að dæma er það ekki tekið út með sældinni að vera kvikmyndastjarna. Hræddur við aðdáendurna ÁTRÚNAÐARGOÐ UNGRA STÚLKNA Robert Pattison sló í gegn sem vampír- an Edward í kvikmyndinni Twilight. SAMAN Á NÖRDAHÁTÍÐ Anita Briem og Brand- on Routh verða meðal gesta á myndasöguhá- tíðinni í San Diego sem er ein sú allra stærsta í heiminum. Þúsund fermetrar af vönduðum vörum! | Dömufatnaður | Herrafatnaður | | Íþróttafatnaður | Barnafatnaður | | Sundfatnaður | Skór | Töskur | KORPUTORGI Stærsta Outlet landsins! Opið alla daga frá 12 til 18 - Sími 578 9400 Dömubolir 695 Dömubuxur 995 Dömutöskur 995 Dömuskór, með hæl 1.295 Dömublússur 1.595 Kjólar 1.995 Barnabolir 495 Barnanáttföt 995 Barnaskór 995 Barnabuxur 1.495 Englagúmmískór (21-35) 995 Englagúmmístígvél (29-42) 1.495 Viking barnastígvél 1.895 Gúmmístígvél, svört (35-40) 3.995 Íþróttaskór, karla og kvenna 5.495 Bikinítoppar og buxur 595 Arena sundskýlur, stráka 2.495 Arena sundbolir 2.995 Arena sundskýlur, karla 3.495 Arena bikiní 3.995 Hummel sokkar, 3 pör í pk. 895 Hummel stuttermabolir 3.995 Hummel háskólabolir 5.495 Hummel hettupeysur 5.995 Hummel íþróttabuxur 6.995 Sandalar, bláir og bleikir 2.495 Solla stirða, strigaskór 2.495 Solla stirða, sandalar 2.495 Íþróttaálfurinn, strigaskór 2.495 Íþróttaálfurinn, sandalar 2.495 Æfi ngabuxur, stelpu 2.995 Gallabuxur, karla 3.995 Didriksons útivistarbuxur 2.495 Didriksons útivistargalli, barna og unglinga 4.995 Regngallar (86-134) 5.999 Tamaris dömuskór 3.995 Sandalar (36-46) 3.995 Herraskór 5.995

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.