Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 50

Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 50
38 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI „Þetta lið er svipað að styrkleika og við. Ég tel að við eigum alveg möguleika á að kom- ast áfram þrátt fyrir þetta tap á útivelli,“ segir Kristján Guð- mundsson, þjálfari Keflavíkur. Hans sveit tapaði 3-0 fyrir Val- letta frá Möltu í fyrri leik sínum í 1. umferð Evrópudeildar UEFA. Í kvöld er síðan komið að heima- leiknum í Keflavík. „Við ætlum að fara eftir ákveð- inni áætlun og leiðrétta það sem gerðist í fyrri leiknum. Stefnan er sett á að skora tiltölulega snemma. Við héldum boltanum illa í fyrri leiknum og ætlum okkur að laga það. Við þekkjum mótherja okkar náttúrulega betur núna og von- umst til að þeir verði aðeins kæru- lausir,“ sagði Kristján. Þekktasti leikmaður Valletta er klárlega Jordi Cruyff sem lék á sínum tíma með Barcelona og Manchester United. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar þegar Sir Alex Ferguson keypti hann til Old Trafford 1996. Cruyff er í dag 35 ára og er spilandi aðstoðarþjálf- ari Valletta. „Okkur langar áfram. Ég veit að strákarnir munu mæta ákveðnir og grimmir til leiks. Það er alveg ljóst að lukkudísirnar þurfa að vera með okkur en við ætlum að vinna þennan leik og gera það með þeim hætti að við förum áfram,“ segir Kristján Guðmundsson sem segir að undirbúningur liðsins fyrir þennan leik verði með sama hætti og fyrir leiki í Pepsi-deild- inni. Framarar verða einnig í eld- línunni í dag í sömu keppni. Þeir munu mæta TNS í Wales en Fram vann fyrri leikinn 2-1 á Laugar- dalsvelli. „Hér eru toppaðstæð- ur og fer mjög vel um okkur. Við vorum að ljúka við æfingu á þess- um velli sem við erum að fara að keppa á. Þetta er gervigrasvöllur af nýrri kynslóð, mjög svipaður þessum sem við eigum heima,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálf- ari Fram, við Fréttablaðið í gær. „Við spilum bara okkar leik og áherslurnar eru ekkert mikið öðruvísi. Það eru náttúrulega að fara að mætast þrír pólar í þess- um leik, lið frá Íslandi og Wales og svo danskur dómari. Við erum bjartsýnir eftir þennan fyrri leik og eigum mjög góðan möguleika. Vissulega þurfa þeir bara að skora eitt mark en á móti þurfum við bara eitt til að komast í lykil- stöðu,“ sagði Þorvaldur. „Leikmenn hafa kannski ekki mikla reynslu í Evrópukeppni en það gæti líka verið kostur. Menn eru spenntir fyrir að prófa nýja hluti. Menn eru hungraðir í að komast áfram og hafa mjög gaman af þessu verkefni,“ sagði Þorvaldur. - egm Keflavík og Fram verða bæði í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag þegar þau leika síðari leiki sína: Reynsluleysi Fram gæti verið kostur SPENNA Þorvaldur Örlygsson segir sína menn fulla af eftirvæntingu fyrir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI FH-ingar hafa verið á miklu flugi í Pepsi-deild karla í sumar og geta í kvöld unnið sinn þrettánda leik í röð í deild og bikar þegar þeir taka á móti Fylkis- mönnum í Kaplakrika klukkan 20. FH-liðið er þegar komið með níu stiga forskot á toppnum og er þegar farið að ýta við mönnum að dusta af metabókum efstu deildar karla. FH-ingar hafa unnið sex síð- ustu deildarleiki án þess að fá á sig mark en í þremur af fyrstu fjórum sigurleikjum sumarsins kom FH- liðið til baka og tryggði sér sigur eftir að hafa lent undir. KR-ingur- inn Bjarni Guðjónsson var síðastur til að skora gegn FH-ingum þegar hann kom KR í 1-0 á KR-vellinum 28. maí síðastliðinn. FH-liðið var þá enn ekki búið að halda hreinu í mótinu þrátt fyrir að komið væri fram í fimmtu umferð en Hafn- firðingar hafa heldur betur bætt úr því. FH-ingar hafa nú skorað 22 mörk í röð í Pepsi-deildinni án þess að andstæðingar þeirra hafi náð að svara fyrir sig. Þeir fóru úr fjórða sæti upp í það annað með því að vinna 5-0 sigur á Val í síðasta leik. Þá vantar enn tvö mörk til að jafna afrek Valsmanna frá árinu 1978 en Valsliðið skoraði þá 24 mörk í röð í deildinni. Atli Eðvaldsson, nýráðinn þjálfari Valsmanna, fór mikinn í sóknarleik Valsliðsins á þessum kafla í mótinu en hann skoraði þá 7 af 10 mörkum sínum í þessum tíu leikjum. Annar Atli er markahæst- ur í spretti FH-inga en Atli Viðar Björnsson hefur skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum, einu meira en Matthías Vilhjálmsson. Valsmenn áttu sannkallað met- sumar fyrir rúmum þremur ára- tugum og urðu þar með eina liðið til að tapa ekki leik á tímabili frá því að tíu lið fóru að skipa efstu deild. Valsliðið vann sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu og vann að lokum alla leiki nema einn, sem endaði með markalausu jafntefli. Valsvörnin gaf engin færi á sér og þá sérstaklega um mitt mót þegar liðið lék átta deildarleiki í röð og í samtals 824 mínútur án þess að fá á sig mark. Daða Lárusson, markvörð FH- liðsins, vantar enn 252 mínútur upp á að jafna þetta met Sigurðar Haraldssonar, markvarðar Vals- liðsins fyrir 31 ári, en miðað við framgöngu FH-liðsins að undan- förnu gæti það alveg eins fallið. FH-liðið spilar næstu þrjá heima- leiki í deildinni á heimavelli og haldi Daði hreinu í þeim er metið í höfn. Sigurður Haraldsson gerði reyndar gott betur en að halda hreinu í þessum rúmu átta deildar- leikjum í röð því hann fékk ekki heldur á sig mark í þremur bikar- leikjum Valsliðsins á þessum tíma. Samtals hélt hann því markinu hreinu í 1.094 mínútur í deild og bikar. FH-vörnin var búin að halda hreinu í 678 mínútur í deild og bikar þegar Eyjamaðurinn Tonny Mawejje skoraði hjá henni í bikar- leik liðanna í Eyjum á sunnudag- inn. FH-ingar eru þegar búnir að bæta met Valsmanna í sigurleikj- um en þeir gerðu það fyrir fjór- um árum með því að vinna átján deildarleiki í röð. FH-ingar eru komnir nálægt því að taka tvö met til viðbótar af Hlíðarendamönnum. Það verður fróðlegt að sjá hvort mörk ÍBV í bikarnum um síðustu helgi hafi brotið varnarmúrinn eða hvort Eyjmenn hafi komið Hafn- firðingum aftur upp á tærnar. ooj@frettabladid.is METHAFINN Sigurður Haraldsson, mark- vörður Valsmanna 1978 hélt marki sínu hreinu í 824 mínútur. 7 AF 24 MÖRKUM Atli Eðvaldsson var í miklu stuði um mitt sumar 1978. FH-ingar nálgast 31 árs gömul met FH-liðið hefur skorað 22 mörk í röð og haldið marki sínu hreinu í 572 mínútur í Pepsi-deildinni. Íslands- meistararnir eiga nú ágæta möguleika á að jafna tvö met Valsmanna frá því sumarið 1978. 252 MÍNÚTUR FRÁ METI Daði Lárusson hefur haldið hreinu í undanförnum sex deild- arleikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MARKVERÐIR SEM HAFA HALDIÐ LENGST HREINU (Frá því að deildin var fyrst skipuð 10 liðum 1977) Sigurður Haraldsson, Val 1978 824 Birkir Kristinsson, Fram 1988 742 Gunnleifur Gunnleifs. KR 1998 636 Birkir Kristinsson, Fram 1989-90 609 Daði Lárusson, FH 2009 572 FLEST MÖRK LIÐA Í RÖÐ (Frá því að deildin var fyrst skipuð 10 liðum 1977) Valur 1978 24 FH 2009 22 Fram 1988 19 ÍA 1978 18 FH 2005 17 KR 1998 16 22 MÖRK FH-INGA Í RÖÐ SUMARIÐ 2009 Atli Viðar Björnsson 6 Matthías Vilhjálmsson 5 Tryggvi Guðmundsson 4 Atli Guðnason 2 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 2 Björn Daníel Sverrisson 2 Davíð Þór Viðarsson 1 24 MÖRK VALSMANNA Í RÖÐ SUMARIÐ 1978 Atli Eðvaldsson 7 Guðmundur Þorbjörnsson 6 Ingi Björn Albertsson 4 Albert Guðmundsson 3 Hörður Hilmarsson 2 Dýri Guðmundsson 1 Jón Einarsson 1 FÓTBOLTI Fanndís Friðriksdóttir fór meidd af velli þegar Breiða- blik sló Þór/KA út úr VISA-bik- arnum á þriðjudag. Meiðsli henn- ar eru þó ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu, en hún fer í nánari skoðun hjá lækni í dag. „Ég fékk þá skipun á sjúkra- húsinu að að liggja heima í tvo sólarhringa og með fótinn upp í loft. Ég er strax orðin mun skárri,“ sagði Fanndís sem fer því líklega með U19 landsliðinu til Hvíta-Rússlands um helgina þar sem liðið tekur þátt í úrslita- keppni EM. „Ég er nokkuð bjartsýn á að ég ég sé að fara út á laugardaginn. Ég er ákveðin í því, nenni ekki að hanga hér.“ - egm Fanndís Friðriksdóttir: Fer líklega með á Evrópumótið FÓTBOLTI Guðmundur Reynir Gunnarsson er á leið aftur í KR en sænska félagið GAIS hefur ákveðið að lána hann til Vestur- bæjarliðsins. Guðmundur er tví- tugur, getur leikið sem bakvörður og kantmaður og verður orðinn löglegur með KR þegar félaga- skiptaglugginn opnast 15. júlí. Hann gekk í raðir GAIS síðast- liðið haust en eins og hinir Íslend- ingarnir hjá GAIS hefur hann ekki náð að vinna sér inn sæti í liðinu. Hann hefur aðeins tvíveg- is verið í byrjunarliðinu í sænsku úrvalsdeildinni. - egm KR fær liðstyrk 15. júlí: Guðmundur á heimleið Á FLEYGIFERÐ Fanndís Friðriksdóttir í leiknum umrædda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sænska kvennadeildin: Hammarby-Örebro 0-2 Edda Garðarsdóttir skoraði seinna mark Örebro og lék allan leikinn ásamt Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur. Kristianstad-AIK 3-2 Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað mark Kristianstad og Hólmfríður Magnúsdóttir lagði upp það fyrsta. Guðný Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir voru einnig í byrjunarliðinu. Umeå-Djurgården 0-0 Guðbjörg Gunnarsdóttir átti stórleik í marki Djurgårdens og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir lék allan leikinn í vörn liðsins. Piteå-LdB FC Malmö 0-2 Dóra Stefánsdóttir sat á bekknum. Stattena-Linköping 1-3 Kopparbergs/Göteborg-Sunnanå 1-0 STIG LIÐA FYRIR LANDSLEIKJAHLÉ Umeå 38, Linköping 33, LdB FC Malmö 31, Kopparbergs/ Göteborg 30, Örebro 29, Djurgården 26, Sunnanå 20, AIK 20, Hammarby 14, Kristianstad 9, Piteå 5, Stattena 3. ÚRSLITIN Í GÆR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.