Fréttablaðið - 01.08.2009, Page 1

Fréttablaðið - 01.08.2009, Page 1
HELGARÚTGÁFA Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI1. ágúst 2009 — 181. tölublað — 9. árgangur Stjórnskipulegt hlutverk forseta UMRÆÐAN 10 Þjónar Guði í byggð og óbyggð VIÐTAL 14 SÉRBLAÐ Hestvagnaferðir eins og á 19. öld INNI OG ÚTI inni&úti LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2009 Sumarblað Fréttablaðsins ● SINDRI ÞÓR HANNESSON Upprennandi siglingakappi ● HESTVAGNAFERÐIR Á AKUREYRI Í anda Jane Austen ● NÁTTÚRA ÍSLANDS Við þjóðveginn KONUNGLEGT Flora Danica- borðbúnaðurinn á rætur sínar að rekja til átjándu aldar. SÍÐA 6 ENGAR GEIM MYNDIR Ólafur Egill Egils son mælir með drama- tískum bíómyndum í bústaðinn. SÍÐA 2 VERSLUNARMANNA- HELGIN ÁÐUR FYRR ÚTIHÁTÍÐIR 16 SKOÐANAKÖNNUN 12 HVAÐA FLOKKSLEIÐTOGI NÝTUR MESTS TRAUSTS? EGILL KENNIR MANNASIÐI FÓLK 30 LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að fjórir ungir fjársvikarar, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, hafi tekið svikin að sér til að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi sér eldri manna sem fengu þá til verksins. Þeir hafi verið viðbúnir því að taka skellinn fyrir brotin og sitja inni. Féð, nokkrir tugir millj- óna, er enn ófundið og er alls óvíst hvort það finnst nokkurn tíma. Svik mannanna voru afar flók- in og er það samdóma álit heim- ildarmanna blaðsins að menn um og undir tvítugu geti tæpast hafa átt frumkvæðið að þeim. Rann- sókn lögreglu hefur meðal ann- ars beinst að því hverjir kunni að standa á bak við þá. Piltarnir tóku yfir stjórn tveggja fyrirtækja með því að falsa tilkynningar til fyrirtækja- skrár um breytingar á stjórnum og breytta prókúruhafa. Síðan stungu þeir undan fé í eigu félag- anna. Þá fölsuðu þeir kaupsamninga að fasteignum í eigu félaganna, létu þinglýsa þeim hjá sýslumanni og tóku tugmilljóna lán fyrir kaup- unum hjá Íbúðalánasjóði, sem þeir stungu einnig undan. Svikin nema minnst fimmtíu milljónum, og er talan enn talin geta hækkað. Tveir mannanna voru hand- teknir þegar þeir reyndu að leika sama leik með þriðja félagið en voru gómaðir. Hinir tveir voru handteknir í vikunni við komuna frá Malaga á Spáni. Fjórmenn- ingarnir sitja í einangrun fram í næstu viku hið minnsta. Frekari handtökur eru ekki útilokaðar. Heimildarmenn blaðsins segja athyglisvert að svikin eru þess eðlis að nær útilokað hefði verið fyrir mennina að komast upp með þau án þess að nást. Þeir hafi ekki haft sérstaklega fyrir því að hylja slóð sína, bættu til dæmis sjálf- um sér á lista yfir stjórnarmenn félaganna og færðu hið svikna fé í fyrstu á eigin reikninga. Ómögu- legt hefði verið fyrir raunverulega forsvarsmenn félaganna að yfir- sjást svikin. Þá hafa sumir þeirra þegar játað brotin að hluta. Því er talið að mennirnir ungu hafi vitandi vits tekið skellinn fyrir raunverulega höfuðpaura í málinu, en ekki fyrr en þeim tókst að koma fénu undan. Málið þykir til marks um þrepaskipt kerfi í glæpaheiminum, þar sem menn ávinna sér virðingu með því að vinna skítverk möglunarlaust. - sh Peð í íslenskri mafíu Fjórmenningar um tvítugt, sem sitja í varðhaldi vegna stórfelldra fjársvika, taldir starfa fyrir hærra setta glæpamenn. Taldir viðbúnir að taka út refsingu. HANDBOLTI Íslenska nítján ára landslið karla í handknattleik hafn- aði í öðru sæti á heimsmeistara- mótinu í Túnis eftir tap gegn Kró- ötum í úrslitaleik, 40-35. Þrátt fyrir tapið í gær er þetta besti árangur íslensks liðs á heims- meistaramóti. -óój / sjá síðu 25 Íslenska nítján ára liðið: Tap í Túnis SILFUR Arnór Stefánsson markvörður íslenska 19 ára landsliðsins getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap á móti Króatíu í úrslitaleik HM í Túnis í gærkvöldi. M YN D /M IC H A EL H EU B ER G ER

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.