Fréttablaðið - 01.08.2009, Page 20

Fréttablaðið - 01.08.2009, Page 20
● inni&úti Námaskarð er eitt mesta leirhverasvæði landsins, ummyndað af jarðhita og með ótal litbrigðum brennisteinsútfellinga. Ísland á sér ólíkar hliðar sem gaman er að kynnast og njóta enda er oft nefnt land elds og ísa. Það býr yfir gróðursælum hlíðum og grösugum sveitum en einnig auðnum og óbyggðum. Um það streyma bæði blátærar lindir og kolmórauð jökulvötn og á hring- ferð um landið leggur ýmist bjarkarilm að vitum eða brennisteinsfnyk hverasvæðanna. Andstæðurnar kallast á í myndum Pjeturs. Hiti hveranna í Námaskarði og kuldi ísjakanna á Jökulsár- lóni, sístreymi Seljalandsfoss og óhagganleiki kletts- ins við Djúpavog. Merki um fjölbreytileika hinnar ís- lensku náttúru sem hefur svo margar perlur að geyma, bæði smáar og stórar. -gun Andstæður í náttúru Íslands ● Fjölmargir eru á faraldsfæti um okkar stór- brotna land þessa lengstu fríhelgi sum ars- ins. Þó för sé stefnt á ákveðinn stað er vert að staldra við öðru hvoru og gefa umhverf- inu gaum. Það gerði Pjetur Sigurðs son ljósmyndari er hann fór hringinn nýlega. Seljalandsfoss seiðir til sín ferðamenn með tign sinni og fegurð. Hið síbreytilega Jökulsárlón er sannkallað augnayndi og fær nánast alla vegfarendur til að stoppa. Hér njóta litbrigði þess sín vel og speglunin í vatnsfletinum. Klettar geta tekið á sig ýmsar myndir. Hér rak Pjetur augun í víkingaskip í hrauni fyrir ofan Djúpavog. Það siglir þó ekki langt. Í Varmahlíð, í hjarta Skagafjarðar bjóðum við upp á gistingu í heilsárshúsum af mismunandi gerðum allt frá 35 upp í 50 fermetra hús með herbergjum og svefnlofti. Öll húsin eru með eldunaraðstöðu. Húsin standa í hring um upphlaðinn heitan pott sem myndar torg í miðri húsþyrpingunni. Hestasport - Activity Tours • Vegamót 560 Varmahlíð S: 453 8383 • info@riding.is • www.riding.is • www.rafting.is 1. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.