Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.08.2009, Qupperneq 24
 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR4 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 68 96 0 7/ 09 10 FLUGVIRKJASTÖRF Vegna góðrar verkefnastöðu og nýrra verkefna óskar Tækniþjónusta Icelandair (ITS) á Keflavíkurflugvelli eftir allt að 10 flugvirkjum til tímabundinna verkefna frá september 2009 til apríl 2010. Möguleiki er á áframhaldandi störfum eftir þann tíma. Við leitum að sérstaklega öflugum liðsmönnum til starfa í stærsta flugskýli landsins í tæknilegu og alþjóðlegu umhverfi. STARFSSVIÐ Almenn flugvirkjastörf við skoðanir á B757-200/300. HÆFNISKRÖFUR I Hafa lokið prófi frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun. I Lögð er áhersla á góða samskiptahæfileika, mikið frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. I Góð enskukunnátta er nauðsynleg. I Reynsla af vinnu í tölvuvæddu umhverfi. Hér er um spennandi og krefjandi störf að ræða í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi og hafa metnað til að vera hluti af öflugri liðsheild. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 11. ágúst. NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Theodór Brynjólfsson I tbrynjolfs@its.is (4250 104) eða Kristín Björnsdóttir I stina@icelandair.is (5050 155). Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustufyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóða- markaði. Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðs- setningu á internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1350 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri. Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 277 starfsmenn. Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. Icelandair hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2007. Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Við erum ein áhöfn með sameiginlegt, skýrt markmið, berum virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum og höfum gaman af því sem við gerum. ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR FLUGVIRKJUM TIL STARFA 365 er öflugasta fjölmiðlafyrirtækið á íslenskum markaði. Fréttastofa Stöðvar 2 leitar að fréttamönnum til afleysinga allt árið. Einnig vantar fréttamenn til afleysinga í sumar. Umsækjendur þurfa: - að hafa góða þekkingu á íslensku samfélagi og brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar - að hafa gott vald á íslenskri tungu - að vera öruggir í framkomu - að vera færir í mannlegum samskiptum - að geta unnið undir álagi Reynsla af fréttamennsku er æskileg en ekki skilyrði. Vinsamlegast sendið inn umsókn gegnum vef www.365midlar.is - Um 365 – Störf hjá 365 – Fréttamenn

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.